Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 7
samur. Það þarf ekki að vera annað en að ég dansi við aðra stráka en hann á böllum eða tali við þá, þá bregzt hann hinn versti við. Mér finnst þetta al- veg að verða óþolandi, en tími þó ekki að segja honum upp. Hann er núna við nám í Reykjavík, en ég á heima úti á landi. Ég hitti hann ekki næst fyrr en í maí, en þá ætlar hann að koma og er meiningin hans, að við opinber- um trúlofun okkar. En nú er ég í vafa um, hvort ég á að taka honum eða láta hann sigla sinn sjó. Ég er hrædd um, að það verði ekki gott né hamingjuríkt að búa með manni sem hefur slíka skapgerð, því að stundum gerir hann mér lífið bókstaflega óþolandi. Segðu mér nú, elsku Vika mín, hvernig á ég að venja hann af þessari andstyggilegu afbrýði- semi. Svaraðu mér fljótt og án allra útúrsnúninga, áður en áhyggjurnar verða búnar að gera út af við mig. Með fyrirfram ástarþakklæti. H. P.S. Hvernig er skriftin og stafsetningin? Orsök afbrýðiseminnar er auð- vitað blessuð ástin, svo að þú þarft ekki að vera í neinum vafa um hug hans til þín. Afbrýðisemi er f.iarska algeng, sérstaklega meðal ungs fólks, enda fljótt að skipast veður í lofti í ástamálun- um á þeim árum. Samkvæmt bi-éfi þínu liafið þið verið að- skilin nú um nokkurt skeið. Þess vegna muntu áreiðanlega geta funrlið það siálf, þegar þú hittir hann aftur í maí, hvort þú ert nógu hrifin af honum til þess að þMa m*>ð honum súrt og sætt upp á lífstíð. Sá galli hans að vera afbrýðisamur getur varla ráðið neinum úrslitum hvað það snertir. Skriftin er ágæt, en staf- setningin mætti vera betri, sér- staklega ypsilonin. Fávís svarar tölvísum Kæra Vika- í 5. tölublaði þessa árs getur að líta bréf sem einhver er nefn- ir sig „Tölvís“ hefur skrifað. Veit ég ekki hvort yfirskriftin „Deilu- efnið eilífa" er hans eða blaðs- ins og kemur enda í sama stað niður. Vonandi verður það ekki eilíft deiluefni, hvort tugur sé fullur þegar níu er náð eða tíu. Ekki kann ég að meta tölvísi þá sem bréfritarinn beitir. Ég hef aldrei fyrr heyrt þess getið að nokkurt ártal eða yfirleitt nokkur tala byrji á 0, því að aft- an við núllið verður einatt að vera einhver tala. Við svonefnd- ir kristnir menn miðum tímatal okkar við fæðingu Krists. Áður fyrr miðuðu menn tímatalið jafn- vel við „sköpun veraldar". Og ég man svo langt, að á Þjóðvinafé- lags almanökum sem gefin voru út hér á landi kringum aldamót- in síðustu, stóð skírum stöfum á 2. síðu; „Frá sköpun veraldar (svo og svo mörg ár). „Frá upp- hafi Júlíönsku aldar“ og loks i 3. línu; „Frá fæðingu Krists“. — Á þessu ætti að vera skiljanlegt, að atburður sem skeði á síðasta ári hins gamla tímatals, hann getur ekki talizt ársgamall fyrr en að ári liðnu þar frá. Annað dæmi mætti nefna sem sýnir ljóslega hvernig „tölvísir menn“ skráðu ártölin áður, og yfirleitt allt sem með tölum var talið. Flestum mun kunnugt að allar tölur voru skráðar með bókstaf I., II., III., IV., V. En hvergi hef ég séð eða heyrt þess getið, fyrr en við lestur áðurnefnds bréfs, að nokkur tala hafi byrjað á 0. Ég var orðinn 7 ára um alda- mótin síðustu og man þau vel; það sýnir nú kannske hvað ís- lendingar voru fáfróðir þá. En ég held að engum hafi þá dottið í hug, að nýja öldin byrjaði fyrr en klukkan sló 12 slög á miðnætti 31. des. Og fáfróðir hafa þeir verið stórskáldin okkar þá, Hannes Hafstein og fleiri. sem ortu aldamótaljóðin sem fyrst voru sungin á gamlárskvöld 1899. Og dæmalaus fífl hafa rit- stjórarnir og Reykjavíkurfólkið yfirleitt verið á þeirri tíð, að vera að halda aldamótahátíðina ári seinna en „tölvís“ segir okk- ur nú að hún hefði átt að vera. Ekki hef ég lesið erlendu blöð- in sem tölvísi maðurinn vitnar i. En mikið má það vera, ef það er rétt með farið, að „alls staðar annars staðar í heiminum“ en á íslandi, „telji fólk sjöunda ára- tuginn liðinn um síðustu ára- mót“. En sé þetta satt, þá fer ég að trúa því, að fslendingar séu „gáfaðasta þjóð veraldar". Að endingu þetta, kæra Vika. Þar sem þú segist hafa sannfærzt um tölvísina er að framan grein- ir, hvenær varðst þú ársgömul? Var það þegar 1. tbl. þitt kom út (með öðrum orðum ,þegar þú fæddist eða var það ári síðar? Ég stend í þeirri meiningu að það hafi verið árið eftir að fyrsta blaðið kom út. Og ekki tel ég mig áttræðan fyrr en ég hef lif- að nákvæmlega 80 ár. É'g hlýt að vera 79, þangað til ég hef fyllt áttunda tuginn. Fávís. Enn er deilt um þetta mál, og þar sem enn hefur enginn end- anlegur botn fengizt í það, þyk- ir okkur rétt að birta ofangreint bréf, sem er ágætlega skrifað, enda frá kunnum bónda og merkismanni, sem oft hefur áð- ur skrifað í blöð, þótt hann vilji ekki láta nafns síns getið að þessu sinni. Strákurinn, sem ég er með, gaf mér minnsta kveikjara sem ég hef séð — svo lítinn að ég fæ varia nógu litla steina í hann. Annar strákur gaf mér kveikjara, sem hann keypti í siglingu — honum er fleygt þegar hann er tómur. Ekki man ég, hvorn ég lét róa fyrr, kveikjarann eða strákinn. Ég er alltaf aS kaupa eldspýtur, en þær misfarast meS ýmsum hætti. En eld þarf ég aS hafa. Hver vill gefa mér RONSON? TILVALINN TIL TÆKIFÆRISGJAFAR Mig langar svo í einhvem af þessum Milady gas kveikjari Comet gas kveikjari Adonis gas kveikjari Empress gas kveikjari Til gefenda RONSON kveikjara: Áfyllingin tekur 5 se:kúndur, og endist svo mánuSum skiptir. Og kveikjarinn — hann getur enzt aS eilífu. RQNSQN Einkaumboð: I. Guðmundsson i Co. bf. 9. tbi. vikan 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.