Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 23

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 23
Hún var með ljótt glóðarauga, en tók það ekkl svo hátíðlega. Kuldinn var ægilegur, mér fannst ég deyja hundrað sinnum. Siðust allra var hún horin burt. að það var mjög kalt í vélinni. Nokkrum mínútum eftir flugtak slokknuðu liósin í farþegarúminu og ég heyrði einhver dauf hljóð, eins og í sprengingu. Enginn náði því að gefa frá sér nokkurt hljóð, þetta gekk allt svo fljótt. Við hröp- uðum niður í myrkrið. Það síðasta sem ég man eftir var að ég beygði miq áfram og hélt handleggjunum fyrir andlitinu. Svo kom sprenging- in. Éq veit ekki hve lengi ég var meðvitundarlaus. Það var ískaldur snjórinn sem vakti mig. Ég lá á grúfu í sniónum. Öryggisbeltið hélt mér fastri í stólnum, sem lá ofan á mér, og það bjargaði örugglega lífi mínu. Ég gat fljótlega losað mig og fann þá að ég gat bæði hreyft mig og gengið, án þess að finna til. Ég heyrði ekki nokkurt hljóð, það var grafarþögn í kring- um mig. Guð minn góður hvað mér var kalt. Ég áttaði mig svolítið þeg- er ég sá lendingarljósin á flugvell- inum, það var ekki búið að slökkva þau, svo ég fór að líta í kringum mig, og þá sá ég einhverja hrúgu, sem gat verið flakið af vélinni. Það var nokkur spölur þangað; það var greinilegt að ég hafði kast- ast út úr vélinni, þegar hún hrap- aði. Stjórnklefinn var um 75 metra frá mér. Þegar ég kom í nánd við hann heyrði ég greinilega að ein- hver var að kalla, svo ég flýtti mér þangað. Þar sat vélamaðurinn í snjónum, með brotinn fót. Svo kom klugstiórinn. Hann var berfættur og hræðilega blóðugur í framan. Við lögðumst á eitt við að reyna að draga þá tvo, sem voru á lífi, en fastir í flakinu. Það var ógerning- ur. Þeir voru báðir slasaðir, en með fulla meðvitund. En svo slokknuðu lendingarljós- in og allt varð koldimmt. Flugstjór- inn bað mig að reyna að finna hitt fólkið. Ég staulaðist út í skóginn og reyndi að leita að hinum félög- um mínum,- kallaði stöðugt en fékk ekkert svar. Það var rétt svo að ég rataði að stjórnklefanum aftur. Við sáum að við þyrftum að reyna að kveikia eld, bæði til að ylja okk- ur og svo til að gera vart við okk- ur. Okkur var svo kalt að við gát- um varla talað. Ég gat skrapað saman nokkrum kvistum og hrísi, — sjáið hendur mínar! Að lokum varð þetta lítið bál, svo ég fór að leita að neyð- arsendinum. Og af hreinni tilviljun rak ég fótinn í eitthvað hart, og þar var sendirinn! Ég kallaði aft- ur og aftur. Þegar ég að lokum náði sambandi við Arlanda-flugvöll- inn, hefði ég getað grátið af gleði. En mér fannst ég deyja hundrað sinnum áður en hjálparsveitin kom. María gat ekki sagt mikfð, hún kallaði aðeins, eins og hræddur fugl: — Flýtið ykkur, góðu flýtið ykkur, við erum að deyja úr kulda! Þegar hjálparsveitin kom, klukk- an hálf fjögur um morguninn, gat Maria José ekki sagt neitt annað en: — Takið þá fyrst! Þessi hetja frá Arlanda flugslys- inu er grannvaxin og fíngerð, og lítur út fyrir að vera betur byggð til að dansa tango á heitum nótt- um, en að vera við björgunarstarf í 28 gráðu frosti, og þó nokkuð meidd sjálf. Það er greir.ilegt að það er ekki nauðsynlegt að vera sterkbyggður eins og John Wayne, þegar um lífið er að tefla. Það hefði enginn mannlegur máttur getað gert meir en Maria José gerði þessa nótt, og félagar hennar geta þakk- að henni að þeir fengu að halda lífi og limum . . . . 9. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.