Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 16

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 16
Skólaár Jacks London Þegar Jack London var orðið ljóst, að hann vildi heldur vinna fyrir sér með heilanum en vöðvunum, álvvað hann að skrifa smá- sögur. En fyrst varð hann að afla sér meiri menntun- ar. Háskólinn í Kahforniu var rétt hjá heimili hans, en hann hafði aldrei i mennta- skóla gengið. Hann var nítján ára að aldri, þegar liann var tekinn í fyrsta bekk menntaskólans í Oakland. Hann var i bláum, druslulegum fötum og baðm- ullarskyrtu. Ljósa hárið hans var allt í óreiðu. Hann tuggði skro — það hafði hann van- íð sig á, þegar hann var flæk- ingur — og gat ekki hætt því, vegna þess að hann fann ekki eins mikið til í tönnunum, sem voru allar skemmdar, ef hann var með skroið uppi í sér. Þegar Eliza bauð honum að borga fyrir hann tannvið- gerð, ef hann hætti að tyggja skro, var hann fús til að hætta því. Þegar gert hafði verið við allar hans tennur, keypti hann sér tannbursta í fyrsta sinn á ævinni. Jack var ákaflega silaleg- ur í hreyfingum. Þegar hann sat við skrifborðið sitt, hall- aði hann sér aftur á bak, teygði úr fótunum, stakk höndunum í vasana og starði út í bláinn. Lexíurnar kunni hann alltaf illa. Bekkjarsystkini hans voru 14 og 15 ára, Flest voru þau frá góðum heimilum og höfðu aldrei komið lengra en til San Francisco. Jack fannst þau vera smábörn. Hann dró enga dul á, að hon- um dauðleiddist. Hann langaði til að tala við bekkjarsystkini sín, en ef einhver yrti á hann, hrað- aði hann sér burtu. Bekkjar- „Hann var kynlegt sambland af nor- rænum víkingi og grískum ;guði.“ l>annig lýsir einn af samtímamönnum stúdentsins Jacks Londons honum. Jack London var staSráSinn í aS gerast rithöfundur. En hann gerSi sér Ijóst aS til þess varS hann aS afla sér menntunar. Hann settist í menntaskóla 19 ára gamall, en skólasystkini hans voru flest 14 og 15 ára. Hann gafst upp í skólanum, en tók stúdentspróf utanskóla og hóf nám í háskóla. Hér segir einnig frá ástarsambandi hans og Mabel Applegarth. systkinin langaði til að kynn- ast honum og skilja liann. John London hafði ein- hverja illa launaða atvinnu, en Jack varð að sjá fyrir sér sjálfur. Á laugardögum og sunnudöguin gekk hann að þeirri vinnu, sem hann féldk — sló grasbletti, barði gólf- íeppi og fór i siendJiferðir. Eliza keypti handa honum bækur og hjól til að fara á í slcólann. Þegar skólinn var úti, gerði hann hreint hér og þar. Mörgum árum siðar skrifaði hann dóttur sinni, að hann hefði hreinsað hvern einasta glugga i byggingunni, sem hún geklc í skóla í. Hann hafði nú komizt að því, að nemendurnir gáfu út blaðið „The Aegis“ og í það skrifaði hann greinar um Bonin-eyjarnar, sem eru sér- staklega skemmtilega skrif- aðar og hinar læsilegustu í hvívetna. Jack lærði meira á að sjá þessar greinar sínar á prenti en á leiðréttingum kennara síns, sem var aldrei um hið hversdagslega mál hans, ákafa hans og lífsgleði. 1 skólablaðinu komu fimm greinar eftir hann, þar af tvær sögur frá flækingsárum hans. Síðan missti John London atvinnu sina, og Jaclc varð þá að sjá fyrir fjölskyldunni. Hann var alltaf þreyttur, því að hann fékk hvorki nægan mat né svefn. Þar að auki leiddist honum, að stelpurn- ar í slcólanum sneiddu hjá honum, þegar þær höfðu les- ið greinar hans frá flækings- árunum. Jack London geklc í Henry Clay-félagíð, þar sem menn æfðu sig í mælskulist. Þegar Jack hafði setið þar tvo fundi, tók hann sjálfur þátt í umræðunum. Hrifning hans af sósíalismanum hafði mikil áhrif á alla, sem á hlýddu. En Jack fannst mest 16 VIKAN 9-tb]

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.