Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 45
það bil fimm ár, sagði hún. — Ó, nei! — Ha? — Ert þú að reyna að vera sniðug? — Nei. — Hefur þú ekki sofið hjá manninum þínum í fimm ár? — Öðru hvoru, jú, sagði hún. — Hann verður fullur stöku sinnum. — Hve oft á ári? — Á gamlárskvöld. Stundum á afmælisdeginum sínum. — Vúppí, sagði Benjamín. — Þetta er svei mér skemmtilegt. — Finnst þér það? — Svo þú elskar hann ekki. Þú myndir ekki.. . . — Við höfum talað nóg, Benjamín. — Bíddu aðeins. Þú myndir ekki segja að þú elskaðir hann? Ha? — Ekki alveg, sagði hún og fór úr pilsinu. —• En þú hatar hann ekki? — Nei, Benjamín. Eg hata hann ekki. Viltu losa brjósta- haldarann minn? Hún sneri bak- inu að honum. — Þú hatar hann ekki og elskar hann ekki, sagði Benja- mín um leið og hann losaði br j óstahaldarann. — Alveg rétt, Benjamín. — Jæja, hvaða tilfinningar berðu þá tii hans? — Engar. Hún lét brjósta- haldarann detta á gólfið. — Það er ekki nógu gott ástand, eða hvað? — Finnst þér það, Benjamín? - Ég meina að það hljómar ekki eins og það gæti verið öllu verra. Ef þú hataðir hann — ja, þá myndir þú allavega hata hann. Hún kinkaði kolli og fór úr undirpilsinu. — Einhvern tíma hefur þú þó elskað hann, ekki satt? — Ha? — Ég sagði að sennilega hefur þú einhvern tíma elskað hann. Þegar þú kynntist honum til dæmis. — Nei. — Ha? — Nei, ég elskaði hann aldr- ei, Beniamín. Jæja, förum. . . . — Bíddu aðeins, sagði hann. — Þú giftist honum þó. Hún kinkaði kolli. — Hvers vegna giftist þú honum? — Reyndu að geta. Hún los- aði sokkana og fór að rúlla þeim niður eftir leggjunum á sér. — É'g veit það ekki, sagði Benjamín. — Reyndu. - Vegna peninganna? — Reyndu aftur, sagði hún um leið og hún fór að bisa við að ýta magabeltinu niður um sig. •— Varstu bara einmana eða eitthvað svoleiðis? — Nei. Benjamín fitjaði upp á nefið. — Útlitið? Hann er sennilega álitinn myndarlegur maður. — Hugsaðu þig nú vel um, Benjamín. Benjamín leit niður fyrir sig og hristi svo höfuðið. -—- Eg bara veit það ekki, sagði hann, — nema . . . þú varðst ekki að giftast honum eða hvað? — Ekki segja Elaine frá því, sagði frú Robinson. — Ó, nei. Hún kinkaði kolli. — Þú varðst að giftast honum vegna þess að þú varst orðin ófrísk? — Ertu hissa? —• Ja, sagði Benjamín, -— ég hafði eiginlega aldrei hugsað um þig og herra Robinson sem þess konar fólk . . . Hann hristi höf- uðið. — Allt í lagi, sagði hún. — Komdu nú í rúmið. Framhald í næsta blaði. Minningar um einstakt hjónaband Framhald af bls. 21 betri vegar; en hin fagra Hedwiq dó þá, á unga aldri, og Marie gift- ist unpum manni, sem hún var trú- lofuð. En Bismarck var áberandi persónule’ki og allar þessar stúlkur voru hrifnar af honum, en hann var bara „vinur" þeirra. Johanna féll líka fvrir honum. Það var auðvitað ekki ást við fyrstu svn, þessar stúlkur voru og hlédrægar og háðar ströngum sið- ven|um. En eftir hálft annað ár, um sum- arið 1846, fór Johanna með Marie vinkonu sinni og fleira unqu fólki úr nágrenninu í skemmtiferð til Harz. Þetta varð ógleymanleg ferð, unga fólkið skemmti sér konung- lega og Johanna og Bismarck voru mjög ástfangin. En í nóvember dó Marie von Tadden-Blankenburg, sem Bismarck hafði verið ákaflega hrifinn af. Við jarðarför hennar hittust þau Johanna og Bismarck, og hann bað um hönd hennar. Hún játaðist honum, en þó með því skil- yrði að foreldrar hennar samþykktu ráðahaginn. Þau voru leynilega trú- lofuð. Johanna var mjög hrifin af því að Bismarck skrifaði föður hennar mjög háfleygt bréf og hógvært, þar sem hann bað um hönd dóttur hans. 12. ianúar 1847 var leyfið fenaið, faðir hennar gaf sitt sam- þykki, en það var haft eftir honum að aldrei hefði hann orðið eins hissa, ,,það var eins og ég hefði verið sleginn," sagði hann. HÚN VISSI HVAÐ HENTAÐI BISMARCK BEZT: INNILEG ÁSTARBRÉF, GÓÐAR PYLSUR OG HLÝIR SOKKAR Bismarck þurfti að fara. rétt fyr- ir brúðkaupið til Schönhausen, ætt- aróðalsins við Elbu. Eftir að faðir Framhald á bls. 50. BIBLÍAN RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA BIBLtAN — RIT HENNAR 1 MYNDUM OG TEXTA er falleg myndabók í alþjóða- útgáfu. Myndirnar, sem danska listakon- an Bierte Dietz hefur gert, eru litprentað- ar í Hollandi, en textinn er prentaður hér- lendis. Magnús Már Lárusson, háskóla- rektor, hefur annazt útgáfuna og ritar inn- gang og ágrip af sögu islenzkra Biblíuþýð- inga frá upphafi. — Þetta er vönduð og glæsileg myndabók, sem hefur að geyma nýstárlega túlkun á Heilagri ritningu. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 POSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK 9. tbi. VIICAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.