Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 43
HILLUSKILRÚM teiknuð af Þorkeli G. Guðmundssyni, húsgagnaarkitekt. Smiðum liilluskilrúm úr öllum viðartegundum. Leitið upplýsinga og fáið tilboð hjá framleiðanda. Sverrir Hallgrímssoi Smíðastofa, Skipholti 35, sími 36938. það verður mun betra að muna það sem eitthvað sem hefur ver- ið, í stað þess að muna það síðar sem eitthvað sem það getur orð- ið. Beztu kveðjur, Benjamín. — Ég fékk bréfið þitt„ sagði frú Robinson nokkrum kvöldum síðar er þau sátu í veranda- salnum og dreyptu á glösum. — Bréfið já, sagði Benjamín. Ég er hræddur um að ég hafi misst aðeins stjórn á mér þarna um stundarsakir. — Ha? Reikul? sagði hún. — Finnst þér ég virkilega reikul? — Ég sagðist hafa misst stjórn á mér. Gleymum þessu. Samband þeirra hélt áfram fram á haust. Til að byrja með hafði frú Robinson sent Benja- mín bréf í póstinum þegar hún vildi hitta hann, og hann hafði svo komið á Taft-hótelið kvöld- ið eftir um miðnætti. Fyrsta mánuðinn komu þau svo sem einu sinni í viku, en svo fóru þau að koma oftar og að lokum bað Benjamín hana að hætta að skrifa sér, því móðir hans var vön að taka póstinn áður en hann vaknaði og spurði hann nokkr- um sinnum frá hverjum bréfin væru. í staðinn gengu þau þann- ig frá hnútunum, að Benjamín hringdi í frú Robinson á hverj- um degi eítir hádegi, og hún sagði honum í símann hvort hún gæti komið það og það kvöldið. Eina vikuna hittust þau fimm sinnum I röð. Kvöldin sem hann hitti hana, borðaði Benjamín með foreldr- um sínum eíns og venjulega, horfði á sjónvarp fram undir miðnætti, fór í betri fötin og keyrði út að hótelinu. Þar keypti hann frú Robinson Martini-glas og síðan fengu þau sér herbergi. Til að byrja með hafði hann far- ið upp á undan og beðið eftir henni þar, en eftir nokkrar vik- ur lét hann það nægja að veifa í hana úr anddyrinu og þau fóru saman í lyftunni upp. Um leið og þau voru komin inn í her- bergið hringdi Benjamín niður og lét liggja skilaboð um að hringja í herbergið fyrir dögun. Svo þegar hringt var fór frú Robinson á fætur og heim, til að sjá um morgunverðinn handa eiginmanni sínum. Benjamín vaknaði ekki fyrr en um hádegi. Þá fór hann í stevpibað, klæddi sig og boreaði fyrir herbergið um leið og hann fór heim. Þau töluðu ekki mikið saman eftir fyrsta kvöldið. Venjulega sátu þau saman við gluggann í veranda-salnum og horfðu út um gluggann. — Frú Robinson? sagði Benjamín kvöld eitt þegar hann hafði pantað í glösin handa þeim. — Já? — Mér þykir fyrir því ef ég er að trufla hugsanir þínar, en væri ekki ráð að við töluðum svolítið saman? — Ha? — Ég var að segja að samræð- ur okkar væru ekki beint fjörug- ar. — Nei, það er rétt, sagði hún. Benjamín kinkaði kolli og leit á pálmatréð úti á lóðinni. Hann lauk úr glasinu án þess að segja orð og stóð svo upp. — É'g skal útvega herbergið, sagði hann um leið og hann gekk af stað fram í anddyrið, og að afgreiðsluborð- inu. — Mig vantar eins manns herbergi, tólf dollara, sagði hann. — Já herra, sagði afgreiðslu- maðurinn, um leið og hann ýtti gestabókinni til hans. — Nokk- ur farangur í kvöld, herra Glad- stone? spurði hann. Benjamín hristi höfuðið og gekk aftur inn í veranda-sal- inn. Hann dinglaði lyklunum framan í frú Robinson. — Komdu, sagði hann. Þau fóru upp með lyftunni án þess að segja orð, gengu hljóð- lega eftir gonginum og inn í her- bergið. Enn sögðu þau ekkert. Frú Robinson fór úr jakkanum og henti honum á einn stólinn. Svo brosti hún til Benjamíns og gekk að honum til að losa um bindið hans. — Bíddu aðeins, sagði Benja- mín og ýtti hendinni á henni frá sér. — Setztu aðeins. Frú Robinson lyfti brúnum. — Viltu setjast aðeins, sagði Benjamín og benti á rúmið. Frú Robinson hikaði andartak en snerist síðan á hæli og settist á rúmið; hún beygði sig niður og fór að losa af sér skóinn. Nei, sagði Benjamín. — Bíddu aðeins með þetta. Hún kinkaði kolli og rétti úr sér. — Jæja, sagði Benjamín. — Gætum — gætum við ekki talað eitthvað örlítið saman áður í þetta skiptið? — Ef þú vilt. — Gott, sagði Benjamín. Hann ýtti iakkanum hennar til hliðar á stólnum og settist. f langan tíma sat hann og horfði á teppið fyrir framan sig. Það ríkti graf- arþögn. Hann leit aðeins á hana og síðan á teppið aftur. — Ég meina — erum við dauð eða hvað? sagði hann. — Nei, ég held bara ekki að við höfum mikið að segja. sagði hún. En af hverju ekki? Hún yppti öxlum. — Ég meina — við erum ekki bjánar. eða hvað? Ha? — Ég veit það ekki. — Nei, við erum það ekki, sagði hann. — En það eina sem við gerum er að koma hingað, tæta af okkur fötin og æða í rúmið saman. — Ertu orðinn þreyttur á því? — Nei, alls ekki. En heldurðu ekki að við gætum lífgað aðeins upp á það með því að segja nokkur orð öðru hvoru? Hún svaraði ekki. — Sjáðu nú til, sagði Benja- mín, og stóð upp. — Það hlýtur að vera eitthvað athugavert við tvær mannlegar verur, sem þekkast jafn náið og við, en tala samt aldrei saman. — Um hvað viltu tala, elskan mín? — Eitthvað, sagði hann og hristi höfuðið. — Hvað sem er. — Gott og vel. Viltu segja mér eitthvað frá skólanum sem þú vart í? — Guð minn góður. — Jæja? — Frú Robinsoon! Ef það er það bezta sem við getum gert, þá finnst mér ráðlegra að við höfum okkur bara úr görmunum og .... — Hún beygði sig niður eftir skónum. — Láttu hann vera! sagði Benjamín. — Nú ætlum við að gera þetta. Við ætlum að tala saman. Hugsaðu um eitthvað sem við getum rætt. — Hvað um listir? — Listir, sagði Benjamín. Hann kinkaði kolli. — Það er fínt umræðuefni. Þú byrjar. — Nei, þú byrjar, sagði hún. — Ég veit ekkert um listir. — Ó? — En þú? — Já. sagði Benjamín. — Ég veit helling um listir. — Byrjaðu þá. Benjamin kinkaði kolli. — List, sagði hann. — Ja, hvað viltu fá að vita um list og listir? 9. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.