Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 14

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 14
ERSKINE CALDWELL Hann lagði af stað með hattinn á höfðinu, en fékk eftirþanka og ákvað að skilja hann eftir í húsinu heima. Vetrungarnir áttu það til að stökkva inn í kjarrið og hann vildi ekki eiga á hættu að hatturinn dytti af honum ofan í þyrnana eða forina .. Það fyrsta sem Tuffy Webb sá, þegar hann vaknaði um morgtrn- inn, var nýji stráhatturinn hans, sem hékk á stólnum með reyr- setunni framan við rúmið hans. Rauði og blái borðinn á hattin- um skartaði í sólskininu eins og litauðugasta búðargluggaskreyt- ing í borginni á markaðsdegi. Hann rétti út hendina og strauk fingrunum yfir hrjúft stráið í börðum og kolli hattsins. Hann þurfti sannarlega ekki að víkja úr vegi fyrir neinum með þenn- an hatt á höfðinu. „Skyldi þeim ekki verða star- sýnt á hann þennan.“ Tuffy fleygði af sér teppinu og stökk fram á gólfið. :.Þeir verða rang- eygðir af öfund af því að horfa á hann.“ Hann setti hattinn gætilega á höfuðið og gekk að speglinum á veggnum. Nýi stráhatturinn var jafnvel enn þá skrautlegri nú á sunnudagsmorgninum, heldur en þegar hann mátaði hann á laug- ardagskvöldið. „Nancy verður alveg frá sér numin, þegar hún sér hann,“ sagði Tuffy, gekk aftur á bak og hallaði hattinum ofurlítið út í annan vangann um leið og hann hneigði sig fyrir sjálfum sér. Hann gekk nokkrum sinnum fram hjá speglinum í hnésíðu náttskyrtunni sinni og athugaði spegilmynd sína Það var auðvelt að safna kjarki með svona hatt á höfðinu. „Nú get ég gert allar stelpur vitlausar í mér ef ég kæri mig um,“ sagði hann við sjálfan sig. Tuffy klæddi sig í snatri og kveikti upp í eldstónni. Hann þrýsti hattinum gætilega niður á kollinn svo hann félli ekki af honum niður á gólfið, meðan hann eldaði matinn. Allan tímann meðan hann sauð matinn var hann að hugsa um það, að nú væri ástæðulaust að hika lengur eftir að Nancy hefði séð hann með nýja stráhattinn. Hún mundi áreiðanlega vdrða óðfús að giftast honum um leið og hún sæi hann koma gangandi heim að húsinu hennar með hatt- inn úti í öðrum vanganum. Að loknum morgunverði rak Tuffy kýrnar í haga í brekkunni fyrir handan lækinn. Hann lagði af stað með hattinn á höfðinu, en fékk eftirþanka af því og ákvað að skilja hann eftir heima í húsinu. Vetrungarnir áttu það til að stökkva inn í kjarrið, og hann vildi ekkert eiga á hættu með það að hattur- inn dytti af honum ofan í þyrn- ana eða forina og yrði þar máske fótumtroðinn af nautgripunum. Eftir á að hyggja minntist hann þess nú, að hafa séð belju jóðla stráhatt og kyngja honum. Hann flýtti sér inn í húsið og hengdi hattinn á stólinn framan við rúmið. Tuffy kom heim úr haganum, þegar klukkan var nálega ellefu og hafði fataskipti í flýti. Hann fór í frakkann og setti upp strá- hattinn. Þá varð hann að bíða í næstum því heila klukkustund áður en hæfilegt var að leggja af stað; vegna þess að hann vildi ekki koma til Millersfjölskyld- unnar meðan hún var að snæða hádegisverðinn. Ef hann kæmi á þeim tíma mundi einhver í fjöl- skyldunni segja að hann kæmi til að sníkja sér eitthvað að éta. Hann gekk út í anddyrið og hallaði sér þar fram á handriðið stundarkorn. Sólin var næstum því í hvirfilpunkti og hvergi sást skýdrag á lofti. Honum var ljóst að hann hefði ekki getað valið betri dag til að heimsækja Nancy með nýja stráhattinn. Það var ekki til einn einasti regndropi í öllu himinhvolfinu. „Þetta er allra heppilegasti tíminn til að tala við Nancy um giftingu okkar,“ sagði hann um leið og hann gekk út í garðinn og á bak við runnana. „Í5g þarf aðeins að spyrja, ég veit fyrir fram hvað Nancy segir. Hún er sama sinnis og ég, og það þýðir ekkert fyrir hana að vera með nein látalæti.“ Tuffy hallaði sér upp að víðitré og krafsaði í börkinn á því með þumalfingursnöglinni. „Ef ég geng beint til hennar og segi: Nancy, hvernig væri að við kræktum okkur saman, þú og ég? Þá segir hún bara: „Hvenær Tuffy?“ og þá segi ég: „Því fyrr 14 VIKAN 9-tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.