Vikan


Vikan - 08.10.1970, Síða 6

Vikan - 08.10.1970, Síða 6
er ávallt með í tízkunni BUXUR, BUXNADRAGTIR, PILS, „MIDI“ DRAGTIR „MIDI“ PILS KJÓLAR & BLÚSSUR Vönduð el'ni Vönduð snið Veljið Ilausttízkuna ’70. Verðlistinn Laugavegi 116 (Hlemmtorgi) - Sími 83755 TELPN AKÁPUR stærðir 2—14 TÁNIN GAKÁPUR stærðir 34—42 TERYLENEKÁPUR stærðir 34—50 FRÚ ARKÁPUR stærðir 36—52 HEILSÁRSDRAGTIR stærðir 36—52 Buxnadragtir, úlpur, peysur og síðbuxur. Kynnið ykkur verð og þjónustu í stærstu kápuverzlun landsins. Verðlistinn Vill verða handavinnukennari Kæri Póstur! Það ber að þakka það, sem vel er gert, segir málshátturinn, og ég þakka Vikunni margt fróð- legt og skemmtilegt, sem hún hefur flutt. Ég er sautján ára og fer í kvennaskóla í haust, en langar til að fara í Handíða- og mynd- listaskólann í Reykjavík, þegar ég er búin í kvennaskólanum. Hins vegar vantar mig upplýs- ingar um þennan skóla. Viltu vera svo góður. Póstur minn, að gefa mér upplýsingar um hann? Þarf sérstakt próf til að fara þangað? Mig langar til að verða handavinnukennari. Með fyrirfram þökk. B.S.S.E. Námið í Myndlista- og handíða- skólanum tekur fjögur ár og skiptist í tvo hluta: forskóla í tvö ár og síðan sérnámsdeild í önnur tvö. Öllu núminu er auk þess skipt niður í svokallaðar annir og er sérstakt verkefni tekið fyrir í hverri önn, sem stendur yfir í einn mánuð. En ef þú ætlar að verða handa- vinnukennari, þá verðurðu að fara í Kennaraskólann. Hand- iðaskólinn útskrifar teiknikenn- ara og vefnaðarkennara, en ekki handavinnukennara, að því er við bezt vitum. Reið við Vísi og Keflvíkinga Kæri Póstur! Ég varð einhvers staðar að láta i ljós reiði mína í garð íþróttafréttaritara Vísis og Kefl- víkinga, og datt þessvegna Póst- urinn í hug. Það leyndi sér ekki á umsöpn Vísis. um leik Kefl- víkinga og Akraness, sem fram fór i Keflavík, að fréttamaður hélt með Keflavík. Annars hefði hann ekki getað skrifað annað eins og þetta: ..Keflvíkinear á áhorfenda- pöllunum urðu ekki fyrir neinu teljandi ónæði af völdum þess- ara drykkiuláta Akurnesinga, og af stakri háttvísi, sem gestgjöf- um sæmir, fylgdust þeir með boltaleiknum á vellinum og létu sem þeir tækju ekki eftir því, er löereglan fjarlægði hina öfur- ölvi af staðnum." Fréttamaðurinn sagði ýmislegt fleira, sem sannarlega var ekki sannleikanum samkvæmt, en ég nenni ekki að birta það hér. Það er satt, að það voru marg- ir fullir á þessum knattspyrnu- leik, en ekki eingöngu Skaga- menn. Oft hefur verið mikið fyllirí á kappleikjum heima á Skaga, en aldrei gert veður út af því. Nei, Keflvíkingar voru alls ekki kurteisir í umræddum leik. Þeir hentu meira að segja möl í nokkrar stelpur, þegar annað markið var gert. Maður þorði varla að segja, hvaðan maður væri, því að þá var sagt með fyrirlitningu: „Það er auðséð, að þið eruð frá Akranesi". Ég hélt nú, að Keflvíkingar gætu tekið tapi og verið dálítið kurteisari en þeir voru. En því var ekki að heilsa og þessvegna er óskiljanlegt, að fréttamaður Vísis skyldi snúa staðreyndum við. eins og hann gerði. Ég hef miklu meira um þetta mál að segja, en læt þetta nægja að sinni. Ég vona, að þú hafir getað lesið skriftina. Ein öskureið á Akranesi. Það virðist hafa hitnað í kolun- um, er Keflvíkingar og Akurnes- ingar kepptu í umrætt skipti, en sá leikur skar úr um það, hver yrði íslandsmeistari í ár. Póstur- inn var ekki viðstaddur þennan leik og getur því ekkert um það dæmt, hvort fleiri voru fullir meðal áhorfenda, Akurnesingar eða Keflvíkingar. En við birtum þetta ágæta bréf engu að síður, svo að Keflvíkingum og íþrótta- fréttaritara Vísis sé kunnugt um, að uppi á Akranesi er ein stúlka, sem er þeim fjarska reið. Hér kemur Lína langsokkur... Kæri Póstur! Þú ert svo viljugur að leysa úr alls konar ómerkilegum vandamálum, sem enginn annar nennir að sinna, og þess vegna skrifa ég þér fáeinar línur. — Krakkarnir mínir sáu Línu lang- sokk í Kópavogi í fyrra og urðu svo hrifnir af henni, að þeir geta alls ekki gleymt henni. Þeir voru allaf að suða í mér að fara afur á þetta ágæta leikrit, en mér þótti það nú einum of mikið og dró það á langinn. Geturðu sagt mér, hvort leikritið verður sýnt aftur í vetur? Og fleira þarf ég að vita um þessa merkilegu stelpu, hana Línu langsokk: Er til bók um hana á íslenzku? Og hefur sagan af henni verið kvik- mynduð? Segðu mér allt sem þú veizt um Línu langsokk, því að krakkarnir mínir dýrka hana. K.D. 6 VIKAN «• tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.