Vikan


Vikan - 08.10.1970, Page 16

Vikan - 08.10.1970, Page 16
HENNI VAR ÞAÐ fullljóst, að syni hennar lá eitthvað á hjarta. Hann var á stöðugum þeysingi milli herbergis síns, þar sem hann átti að vera að læra lexí- urnar sínar, og skrifborðsins, þar sem hún sat við bréfaskriftir. Hins vegar hafði hann enn ekki sagt neitt, sem benti til þess, hvert raunverulegt erindi hans væri. Síðast hafði hann hætt að læra til þess að ræða við hana um framtíð sína. — Þú veizt, að ég hafði hugs- að mér að verða markvörður í fótboltaliði, þegar ég er orðinn stór. En ég er hættur við það. Þegar hún svaraði honum ekki, stóð hann kyrr, en tók svo að ókyrrast og sveifla öðrum fætinum fram og aftur. — Viltu ekki vita, hvað ég ætla að verða í staðinn? — Jú, auðvitað, Roger. Hvað er það? — Ég ætla að verða kapp- akstursmaður, sagði hann og skaut fram hökunni, eins og hann byggist við andstöðu gegn þessari mikilvægu ráðagerð hans. Þegar yfirlýsingin virtist engin áhrif hafa, endurtók hann hana og hækkaði róminn til muna: að þér úr brennandi húsi, nema hún bjargi sjálfri sér um leið? — Jæja? Roger beit á vör, en það gerði hann jafnan, þegar hann glímdi við stóru systur sína. — En ef ég er nú staddur á efstu hæðinni og hún fleygir mér út um gluggann, en kemst ekki sjálf? Elisabét leit með fyrirlitningu í áttina til litla bróður síns. Hann var ekki hár í loftinu, greyið, og mjór að auki. Hann var ekki enn orðinn sex ára gamall, þótt hann væri rétt ný- byrjaður að ganga í skóla. — Heyrðu, sagði hún. — Hversu hátt er efsta hæðin, sem þú ert að tala um? — Ægilega hátt, sagði Roger hreykinn. — Hundrað hæðir minnst. Kannski miklu meira. Hún kastaði til höfðinu og fór að skellihlæja: - Hundrað hæðir! Það væri gáfulegt að bjarga þér með því að fleygja þér út um gluggann. Roger blóðroðnaði af skömm. Hann hafði ekki roð við systur sinni í rökræðum frekar en fyrri daginn og þótti súrt í brotið að þurfa að þola háðsglósur henn- ar. Neðri vör hans tók að titra. Hann var kominn með grátstaf- rsta nóttm að heiman Ég var að segja, að ég ætl- aði að verða kappakstursmaður. — Já, það er afbragðsgott, tautaði frú Clark og hélt áfram við bréfaskriftirnar. En það leið ekki á löngu, þar til Roger ónáð- aði hana enn einu sinni: — Ef það mundi nú kvikna í og þú gætir aðeins bjargað -einni manneskju, hvort mundir þú þá heldur bjarga sjálfri þér — eða mér? Eldri systir hans, Elisabet, lagði frá sér skólabók, þar sem hún sat i hnipri fyrir framan sjónvarpstækið og horfði á spennandi kvikmynd. Þarftu alltaf að vera með þessar bjánalegu spurningar þín- ar, sagði hún fyrirlitlega. — Þessi síðasta spurning þín var reyndar asnalegri en allar hin- ar. Hvernig getur mamma bjarg- inn í kverkarnar. í sömu svifum lét heimilis- faðirinn, herra Clark, til sín taka. Hann hætti andartak að lesa blaðið sitt, leit til Elisabet- ar og sagði: — Hver hefur leyft þér að horfa á sjónvarpið, þegar þú átt að vera að læra? — Æ, góði pabbi, svaraði Elisabet. - Ég er að læra. Þú sérð, að ég er með mannkyns- söguna hérna í höndunum.... — Þú getur ekki gert hvort tveggja í einu, lesið mannkyns- söguna og horft á glæpamynd í sjónvarpinu. Slökktu á tækinu og farðu strax inn í herbergið þitt og lestu þar. Elisabet slökkti á sjónvarps- tækinu og gekk snúðugt út. í dyragættinni stanzaði hún, leit Framhald á bls. 36

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.