Vikan - 08.10.1970, Side 20
Hún er úr Vestmannaeyjum og
heitir Kristín Björg Jónsdóttir.
Foreldrar hennar, Jón Magnús-
son og Sigurlaug Sigurjónsdóttir,
ættuð að austan, ólu hana upp
heima fram til þess tíma, að hún,
samkvæmt laganna bókstaf hafði
hlotið sjálfstæði. Þó var hún
oftast í sveit á sumrum og þá
ekki eyjarskeggi heldur hafði
fast land undir fótum.
Lítil stúlka hoppaði hún um
götur síns heimabæjar og hjálp-
aði lundapysjunni, sem þar var
á vakki, til eðlilegra lífshátta.
Hann er Hornfirðingur, Bjarni
Eiríkur Sigurðsson. Foreldrar
arvatni og að því loknu í loft-
skeytaskólann. Varð því sú raun
á, að eftir 16 ára aldur var hún
sjaldan langdvölum heima.
Bjarni fór í garðyrkjuskólann
og lauk prófi þaðan, því næst í
íþróttakennaraskólann og loks í
handavinnudeild Kennaraskól-
ans og hefur hann lokið öllum
þessum prófum.
Hvenær ástarævintýrið byrj-
aði, sem leiddi til þess að þau
urðu hjón Kristín og Bjarni, er
mér ekki kunnugt. Hitt sýnist
mér auðsætt, að ævintýrið er
ennþá þeirra.
Bjarni Eiríkur á Eldi.
hans, Sigurður Eiríksson ættað-
ur frá Mjóafirði eystra og Ing-
unn Bjarnadóttir, slitu samvist-
um, þegar drengurinn var á öðru
aldursári. Hún giftist aftur Hróð-
mari Sigurðssyni kennara og
man Bjarni ekki annan föður en
fóstra sinn. Til ellefu ára aldurs
átti hann heima í Kyljarholti en
þá fluttist fjölskyldan til Hvera-
gerðis, hvar Hróðmar gerðist
kennari.
Nú munu ýmsir kalla, að
nokkur spölur og ekki greiðfær
sé milli Vestmannaeyja og
Hornafjarðar og því ekki auð-
velt um náin kynni milli þeirra,
sem þessa staði byggja. En eins
og móðir náttúra hefur gefið
hórmey hófsóleyjarinnar vængja-
tak til að svífa yfir á næsta lind-
arbakka, þannig hefur hún gef-
ið mannanna börnum útþrá til
að leita lengra en að garði næsta
granna.
Kristín fór til náms að Laug-
Garðyrkjumaður —- nei. Eg
tók garðyrkjuskólann á milli
vita. Fór þangað beint úr gagn-
fræðaskóla án þess að hafa
markað mér neina framtíðar-
stefnu. í íþróttakennaraskólann
fór ég aftur á móti með ráðnum
hug og svo áfram í handavinnu-
deild Kennaraskólans, enda hef-
ur kennsla verið mitt aðalstarf
síðan.
Kennarastarf mitt byrjaði ég
í Sandgerði og var þar einn vet-
ur. Eitt ár 1958—1959 starfaði
ég við heilsuhæli Náttúrulækn-
ingafélagsins og lærði þar nudd.
Næsta ár réðst ég svo að
barna- og miðskólanum í Hvera-
gerði og hef kennt hér síðan.
Tvö og hálft ár vann ég við
gufubaðstofuna á Kvisthaga 29 í
Reykjavík, hjá Jónasi Halldórs-
syni. Starfi mínu var þannig
hagað, að yfir vetrartímann
vann ég aðeins föstudaga og
laugardaga, en aftur á móti alla
virka daga sumarsins þegar stof-
Aning.
an var opin. Síðan hef ég svo
unnið hér á heilsuhælinu flest
sumur.
Strembið að byggja sér hús?
Allir verða nú að hafa þak yfir
höfuðið. Auðvitað hef ég unnið
og þá ekki síður konan mín.
Fyrir utan heimilisstörfin hefur
hún öðru hvoru starfað hjá sím-
anum.
Hún hefði nú sennilega haltr-
að meira en verið hefur þessi
heimilisuppbygging, ef konan
væri ekki dugleg, ráðsett og
reglusöm.
Þau eru búin að halda heimili
í 13 ár þessi ungu hjón og hafa
nú komið sér upp rúmgóðu og
vönduðu húsi, eiga nokkra gæð-
inga, fáeinar kindur og fiðurfé,
svo í því efni er fullnægt heim-
ilisþörfum.
Ölfusborgir og Hvcragerði.
20 VIKAN «• tbi.