Vikan


Vikan - 08.10.1970, Síða 21

Vikan - 08.10.1970, Síða 21
99 Líklega hefur hugur minn helzt staðið til þess að vera bóndi. Mér þykir gaman að skepnum, sérstaklega hefur hesturinn frá blautu barnsbeini staðið hug mínum nærri. Nú orðið skortir mig kannski hug- rekki til að breyta um, og gera með því nám og starfsreynslu lítils virði í átökum við verk- efni framtíðarinnar. Svo ég víki örlítið að hestin- um aftur og samskiptum mínum við hann. Ég man mig ungan í fangi móður minnar, er hún reiddi mig yfir grátt ólgandi jökulvatn. Straumurinn vall um okkar er oftast góður andi og tillitssemi á báða bóga. Frú Kristín? Já, ég er hætt að elta lunda- pysjuna þó ég komi út í Eyjar, og ég kann vel við mig í Hvera- gerði. Okkur hefur fundizt það sjálfsagður hlutur að vinna og koma upp notalegu heimili. Við hefðum ekki gert það nema vegna þess að það veitti okkur ánægju, því að við erum bæði sjálfselsk. Strákarnir okkar eru komnir nokkuð á legg. Bjarni, sá yngsti, er bráðum fimm ára, Hróðmar, sá elzti, tólf ára og Sigurjón á ellefta ári. Bjarni Eiríkur, Kristin, Sigurjón, Bjarni, Hróðmar. Nokkur undanfarin ár, hef ég unnið öðru hvoru við símaaf- greiðslu hér á stöðinni, einnig á heilsuhælinu. Já, strákarnir eru komnir á legg. Það var nefnilega í gær sem ég kom hingað. Þá var frú Kristín ennþá ókomin úr orlofs- ferð sinni til Vestmannaeyja. Með henni fór yngsti sonurinn, Bjarni, en Hróðmar er þegar bú- inn að vera þar í mánuð sem hver annar starfandi strákur. Heima er því aðeins húsbóndinn og sonurinn Sigurjón, og ég á eftir að sjá það svo greinilega, að ekki verður um villzt, að hann er kominn vel á legg. Einhvern tíma fyrr hafði svo Hús fjölskyldunnar í Hveragcrði. bóga hestsins og síður. Ég horfði yfir brúnan makkann, sem hringaði sig þróttmikill og mjúkur, ekki angraður og ótta- sleginn heldur glaður og örugg- ur. Þessi sama ljúfa kennd, sem ég tæpast get lýst með orðum grípur mig jafnan í návist hest- anna minna. Þó er það með þá eins og mennina, að þeir eru misjafnlega skapfelldir í sam- skiptum. Ég og hesturinn mælum ekki á sama máli, en skiljum þó hvor annan tiltölulega fljótt. Milli Húsfreyjan á Stóra-Hálsi. til talazt milli okkar Bjarna, að ég skyldi sækja hann heim og þá færi hann með mig á hestum frá Hveragerði um hálsa norður í Grafning. Seinna fékk ég að vita, að hann gerði ekki ráð fyrir lengri ferð en austur í Sogn. Þar bjóst hann við að mér mundi þykja sem nóg væri og vilja aftur snúa. Jæja, oftraustið er nú heldur ekki gott. — Jarpur, vinur minn frá í fyrra, Framhald á bls. 39. 4i. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.