Vikan - 08.10.1970, Síða 27
Jane Fonda hefir orSiS
aS yfirgefa Banda-
ríkin vegna afskipta
hennar af stjórn-
málum. Almenningur
kunni ekki aS meta
þaS aS hin dáSa
leikkona fór aS koma
fram í hópi „Svörtu
Pardusanna". Húnfékk
morShótanir og
hrollvekjandi
símaupphringingar
dag og nótt. A5
lokum gat hún ekki
þolaS þetta lengur og
flúSi frá Banda-
ríkjunum.
Krossferðir Jane Fonda í
Bandaríkjunum fengu skjót-
an endi. Leikkonan hefur á
þessu ári barizt við hlið Indí-
ána og negra um jafnfrétti
þeim til handa.
Nú er hún á flótta. Hún
fékk hæli fyrir sig og dóttur
sína hjá fyrrverandi eigin-
manni sínum, Roger Vadim.
— Líf mitt er í hættu,
sagði hún við nánustu vini
sína, áður en hún fór frá
Bandaríkjunum. — Ég hef
fengið hótanir, bæði bréflega
og skriflega og í síma. Ókuhn-
ugt fólk hefur ráðizt inn í
íbúð mína og hótað að taka
mig og dóttur mína af lífi. Ég
vil ekk deyja.
Þessar ofsóknir hófust 13.
júní í sumar....
Jane Fonda var ein af að-
alræðumönnum á fundi hjá
Svörtu Pardusunum. Þessi
fundur var haldinn til að
safna fé, svo hægt væri að
greiða tryggingu fyrir Bobby
Seal, foringja Pardusanna,
sem situr í fangelsi, ákærður
fyrir morð.
Jane kom á fundinn í síð-
buxum og peysu, án skart-
gripa. ...
Hún gaf ..Svörtu Pardusun-
um“ 50.000 dollara.
Jane var ákveðin og sagði:
— Það verður að sleppa
Bobby úr fangelsi og læsa
þess í stað inni þá sem tóku
hann fastan. Þegar hún hafði
lokið við ræðu sína, gaf hún
50.000 dollara til félagsins.
Þegar hún hafði lokið ræðu
sinni, settist hún meðal for-
ingjanna á pallinum, en þá
kom maður til hennar og
hvíslaði einhverju að henni.
Jane fölnaði, æpti upp yfir
sig og þaut út úr salnum.
Eftir stundarkorn kom hún
aftur inn og var þá rólegri.
— Vanessa er ekki í hættu!
sagði hún.
Meðan á ræðu Jane stóð,
hafði einhver skrifað bréf-
snepil, sem síðan var sendur
til hennar. Á honum stóð:
Jane og dóttir hennar eiga
ekki langt ólifað!
Lifverðir Pardusanna tóku
strax til að kroppskoða þá,
sem ekki voru í félaginu, en
án árangurs.
— Þú færð sömu örlög og
Tate.
Síðan þetta skeði hafa Par-
dusarnir haft nánar gætur á
Jane Fonda.
Nokkrum vikum síðar kom
Jane frá mótmælafundi, sem
haldinn var meðal Indíána á
eyjunni Alcatraz, fyrir utan
San Francisco. Þá beið henn-
ar nýtt hótunarbréf.
Það hljóðaði þannig:
Ef þú hættir ekki að vinna
með Svörtu Pardusunum, þá
kostar það lif þitt og dóttur
þinnar!
Og bréfin urðu fleiri, hún
hefur fengið fleiri hundruð
hótunarbréf.
Jane Fonda var lengi búin
að leita að traustri barnfóstru
handa dóttur sinni. Að lok-
um fékk hún eina, sem ætlaði
að byrja starf sitt næsta dag.
Stúlkan kom, en hún var
marin og blá og hágrátandi!
Fyrir utan húsið hafði
maður komið til hennar og
spurt hvort hún aetlaði að
fara í vist til Jane Fonda.
Þegar hún svaraði því ját-
andi réðist hann á hana og
hótaði að drepa hana og
sömuleiðis Jane og dóttur
hennar. Stúlkan þorði ekki
að taka starfið að sér.
Þegar barnfóstran var far-
in, hringdi síminn og skugga-
leg rödd sagði:
— Er þetta hjá Sháron
Tate?
— Nei, þetta er hjá Fonda,
sagði Jane, skelfingu lostin.
Hún vissi allt um örlög Shar-
on Tate.
__ Það kemur út á eitt,
sagði röddin. — Endalok þín
verða þau sömu!
Pardusarnir komu Jane fyrir
á leynilegum stað.
Þegar þetta skeði, þá bjó
Jane hjá föður sínum, Henry
Fonda. En hún vildi ekki
biðja hann hjálpar, hún vissi
að honum var ekkert um fé-
lagsskapinn.
Hann hafði áður sagt:
— Mér finnst að Jane. sem
komin er yfir þrítugt, ætti að
fara að þroskast. Þessi mót-
mæli hennar eru aðeins
barnaskapur. Ée hef ekkert á
móti mótmælum, en það
verður að flytja þau á annan
hátt. Dóttir mín er ekki bú-
in að bíta úr nálinni með
þetta.
Svo Jane hringdi í einn af
Framhald á bls. 49.
26 VIKAN 41 tbl-
Janc Fonda beitir sér mikið fyrir bættum kjörum Indíána og rétti
þeirra til að endurheimta landsvæði sín. Kjörorð hennar eru:
„Kolumbus fann ckki Ameríku“.
Þessi mynd er tckin þcgar hún bjó hjá eiginmanni sínum, Roger Vadim, sem nú hefur skotið
skjólshúsi yfir dóttur sína og fyrrvcrandi ciginkonu.
41. tbi. VIKiAN 27