Vikan - 08.10.1970, Síða 28
HEYRA MÁ
Cþó tægra fáfi)
OMAR valdimarsson
Þetta em þeir Dave Davies og John Dalton. Dave var með þennan sama
gítar 1965 — og hefur litið lært á hann síðan.
KINKS eru komnir og farnir.
Eftir situr KSÍ með sárt enni
og gerir ítrekaðar tilraunir til
að láta enda mætast. Fyrirtæki
þeirra var dauðadæmt frá upp-
hafi og í raun og sannleika
óskiljanlegt. KINKS hefðu vissu-
lega náð að fylla annaðhvort
Austurbæjarbíó eða Háskólabíó,
og jafnvel tvisvar, en það eru
ekki allir sem geta fyllt Laugar-
dalshöllina. Led Zeppelin gátu
það, Creedence Clearwater gætu
það og sömuleiðis Crosby, Stills,
Nash & Young og fleiri, en ekki
Kinks, þó svo að dágóður skild-
ingur hafi náðst inn á þeim fyr-
ir fimm árum síðan.
Það er engin ástæða til að
þakka KSÍ fyrir að fá þessa
hljómsveit hingað; poppmúsíkin
er nægilega góð til að græða á
henni peninga, en hún er ekki
nægilega góð í annað og menn
-jfc- Sveinn ÞormóSsson, ljósmyndari
MorgunblaSsins var að mynda þá fé-
laga á meSan á hljómlcikunum stóS,
og ailt í einu reif Dave af honum
vélina og skellti mynd á móti!
hafa verið alsendis ófeimnir við
að láta í ljós þá skoðun sína að
það hafi verið þeim „mátulegt"
að svo tókst til sem raun varð
á. Það sjónarmið er að vísu held-
ur illgirnislegt en þó skiljanlega
algengt. Og það var fáránlegt að
ganga ekki betur frá málum en
svo að eftir rúmar 40 mínútur á
sviðinu gátu KINKS leyft sér að
fara út og neita að koma fram
Ljósmyndir: Egili
Sigurðsson.
síðan olli stórfelldum truflunum
og leiðindum fyrir þá sem ætl-
uðu að reyna að hlusta; íþrótta-
höllin bar sannarlega nafn með
réttu þegar krakkarnir hlupu
um og sníktu tómar gosflöskur
af þeim sem áttu slíkt í fórum
sínum. Geri ég það hér með að
tillögu minni að hljómleikar sem
þessir verði í framtíðinni bann-
aðir unglingum innan 15—16 ára
aldurs.
Þegar KINKS hóf að leika
síðasta lagið á þessum hljóm-
leikum, hafði Ray Davies tekizt
að fá þá áheyrendur sem fyrir
framan sviðið voru, til að rísa
á fætur og koma fast að sen-
unni. Þvaga myndaðist og þar
af leiðandi stympingar og læti,
lögreglan hljóp til (þeir stóðu
sig merkilega vel í þetta sinn)
og þá brá svo við að svalirnar
tæmdust af þeim, sem tilheyra
þeim aldursflokki er ég tel
óæskilegan á samkomum sem
Ray Davics gerói lítið af því að spila, heldur söng hann og kiappaði til að
fá fólkið í „stuð“ — cn lítið gekk.
aftur, þó svo að meirihluti
áheyrenda hafi borgað 450 krón-
ur fyrir að „njóta“ þessara tón-
leika. KSÍ var að vísu svo vin-
gjarnlegt að senda okkur boðs-
miða, og fyrir það þökkum við
pent!
Þá má það teljast höfuðsynd
að einn framámanna KSÍ leyfði
sér að hleypa inn ókeypis 100—
200 eininga krakkastóði, sem
-jp. Þó kom fyrir að Ray gerði róslr
á gitarinn, eins og til dæmis hér . ..
þessum. Allir vildu niður „í
fjörið“. Og þegar hljómsveitin
neitaði að koma aftur fram urðu
leiðindi af og því er ekki að
undra þó rúður hafi verið brotn-
ar fyrir 100.000 krónur. Slíkt er
að vísu ófyrirgefanlegt og hin
mesta skrílmennska.
Á þeim fimm árum sem liðin
eru síðan KINKS voru hér síð-
ast hefur þeim ekkert farið fram
sem hljómsveit, nema síður sé.
Persónulega fannst mér þeir
ekki taka málinu líkt því eins
alvarlega nú og þá, og eini mað-
urinn sem sýnt hefur einhverja
framför er trommuleikarinn,
Mick Avory. Sá sem sýndi þó
mesta kunnáttu á sitt hljóðfæri
var bassaleikarinn, John Dalton.
Hann var leikandi léttur og með
mjög gott „sound“. Þeir Davies-
bræður eru báðir heldur slappir
hljóðfæraleikarar, og nýi með-
limurinn, John Gosling, sem
leikur á píanó og orgel, er svo
sem ekki neitt neitt. Hann lék
með Trúbroti í Glaumbæ kvöld-
28 VIKAN «• tbi.