Vikan


Vikan - 08.10.1970, Side 30

Vikan - 08.10.1970, Side 30
er því ævinlega haldið fram að hann sé merkilegur karakter sem hafi heilmikið vit á því sem hann er að gera. Því þótti okkur það alveg upplagt tækifæri, er hann kom hér fyrir réttum mánuði, að spjalla við hann um hljómsveitina, tónlist yfirleitt og eitt og annað sem tíndist með. Gösli sat upp á sjö- undu hæð á Hótel Esju, daginn sem hljóm- leikarnir voru haldnir, og er við komum þar inn, var hann í félagsskap ungrar og Höfum nýtt fram að færa VIÐTAL VIÐ JOHN GOSLING, PÍANÓLEIKARA HLJÓMSVEIT- ARINNAR KINKS. TÆPLEGA ERU HONUM ALLIR SAMMÁLA fallegrar stúlku, af íslenzkum ættum og upp- runa. Ég hef ákveðið að sleppa öllum hefðbundn- um aðferðum í íslenzkum viðtölum, það er að segja kaffiþambi, mannlýsingum og sól- arlagi, en hér á eftir fer það sem við mælt- um okkar á milli: — Hvers vegna eru hinir ekki komnir? — Þsfð er nefnilega það. Ja, ég er hrædd- ur við að fljúga, og sú er aðalástæðan. Ég er yfirleitt nokkra klukkutíma og jafnvel daga að jafna mig eftir flugferð, svo það var ákveðið að láta mig fara á undan og kynna mér hlutina hér í leiðinni. Hinir fljúga frá London til Glasgow og þar skipta þeir um vél, en það hefði að öllum líkindum riðið mér að fullu. Þeir hinir aftur á móti geta farið úr einni vél í aðra án þess að finna nokkuð fyrir því. Hefði ég til dæmis ekki verið væntanlegur hingað fyrr en klukkan sjö í kvöld, eins og hinir, þá hefði ég sennilega fengið taugaáfall á sviðinu! — Hvað gerðir þú áður en þú gekkst í lið með Kinks? — Hitt og þetta. Ég var með hljómsveit- um af ýmsu tagi og var þjóðlagasöngvari um tveggja ára skeið, en í hljómsveitum var ég í um það bil fjögur ár. En svo ákvað ég að fara í skóla og lagði stund á klassískan orgelleik við „Royal Academy of Music“, og þar var ég í þrjú ár. Ég tel það nauðsynlegt að hafa einhverja grundvallarþekkingu á klassískri tónlist áður en maður fer að geta gert einhverja góða hluti á öðrum sviðum tónlistar. Ray (Davies) hefur þessa þekk- John Gosling, hinn nýi meðlimur Kinks, hefur aðeins verið með hljómsveitinni í hálft ár, og íslenzkum tónlistarunnendum þótti það lítil og heldur ómerkileg viðbót við hljómsveitina. í líkamlegu tilliti er þó tæp- lega hægt að segja viðbótina litla og ó- merkilega, því Gösli er með stærri og ó- frýnilegri mönnum sem sést hafa til bæjar. í útlendum músíkblöðum höfum við nokkr- um sinnum lesið sögur af honum, og þar 30 VIKAN «• tw.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.