Vikan


Vikan - 08.10.1970, Qupperneq 39

Vikan - 08.10.1970, Qupperneq 39
SJÓNIIARPSHORNIB Raðsett, sem má breyta eftir aðstæðum. Framleiðandi og seljandi: Bólstrarim Hverfisgötu 74 — Sími 15102 slíkt væri að sjálfsögðu- óhugs- andi. Og hann var ekki nærri eins grannur og hún hafði hald- ið. Og svipur hans hafði breytzt. Hún skynjaði það um leið og hún faðmaði hann að sér. — Ég var ekki vitund hrædd- ur við þrumurnar, mamma, sagði hann. — Ekki vitund. Augu þeirra mættust. Augu hans höfðu breytzt. Hann hafði verið einn að heiman í fyrsta sinn, lent í óveðri, orðið hrædd- ur og þurft að hugga sig sjálfur. Hin sakleysislega undrun dá- dýrskálfsins var horfin. ☆ JANE FONDA Framhald af bls. 26. félögum sínum og Pardusarn- ir komu henni fyrir á leyni- legum stað, fyrir utan Los Angeles. Þar var hún í þrjá daga, meðan storminn lægði, að hún hélt. En þegar hún kom aftur tóku hótunarbréf- in að streyma til hennar, það voru jafnvel gerðar ítrekað- ar tilraunir til að brjótast inn til hennar. Að lokum var hún orðin svo taugaveikluð að hún hringdi til fyrrverandi eigin- manns síns og bað hann að skjóta skjólshúsi yfir þær mæðgur og það var auðfeng- ið. Áður en hún fór sagði hún: — Ég þarf að koma Vanessu á öruggan stað, sjálf kem ég fljótt aftur og tek upp bar- áttuna.... En að öllum líkindum verður bið á því, hún getur ekki gleymt örlögum Sharon Tate. — É"g vil ekki verða önnur Sharon Tate, ég vil ekki deyja. . . . VIÐ ERUM SJÁLFSELSK Framhald af bls. 21. er reiðskjótinn, sem mér er ætl- aður. Síðan fundum okkar bar þá saman hefur hann forframast, því nú er hann orðinn reiðhest- ur skólastjórans í Hveragerði, sem gefið hefur leyfi til að hann megi bera rhig þennan spöl. Þarna er Hringur. Hans hef ég heyrt að ýmsu getið, meðal ann- ars þess, að á baki hans væri þeim einum sætt, sem hann vildi þar hafa, en einnig líka hins, að kjarkur hans og fótfimi væri með eindæmum. Mér þótti þess vegna sem drengurinn Sigurjón væri nokk- uð til manns vaxinn, þegar hann bregður sér á bak færleik þess- um og var ekki annað að sjá en hann ætti þar vel heima. Bjarni er með gæðingsefnið Eld son Harðar frá Kolkuósi og gæðinginn Eitil, sem ættir rekur til Hornafjarðar . . . einnig hleypur með brún hryssa, fagur- skapað hross. Hún hefur undan- farnar vikur átt sér að elskhuga einn þekktasta gæðing þessa lands, Sörla frá Sauðárkróki og væntir Bjarni sér, í framtíðinni, góðs af þeirra samskiptum. — Einn Húnvetningur er með í ferðinni, gulur í báða enda. Sagður er hann ættaður úr Langadal, vera gæðingsefni og koma til með að verða hátt met- inn á hrossaþingum, þegar hann hefur lært að semja sig að sunn- lenzkum háttum. Við höldum nú sem leið ligg- ur upp með Ölfusborgum austur um hálsa að Sogni. Sigurjón fer fyrir á þeim hringeygða, opnar öll hlið og veitir aðra þá þjón- ustu, sem áður var talin í verka- hring góðra meðreiðarmanna. Veðrið, sem um morguninn lofaði einum heitasta degi sum- arsins, hefur nú breytt um svip. Þungbúin regnský hylja austur- loftið og þegar við erum í Sogni er komin sallarigning, og þar með fengin ærin ástæða fyrir uppgjöf ferðarinnar án þess að fleira þurfi til að koma. Enginn hefur þó orð á slíku og nú fær Húnvetningurinn að finna til fóta sinna neðan háls- ana. Aumingja Jarpur, hann bregður sér hvergi þó byrðin sé þung, enda höfum við lært að vinna saman. Ekki finnst mér að þessi leið muni liggja hátt frá sjó, og vek- ur það nokkra undrun mína hve nakið og gróðurvana umhverfið er. Hygg ég að víða sé mýkra undir fæti um hæðir og hálsa minnar heimabyggðar þótt norð- ar liggi. Leiðin liggur lengst meðfram lækjarfarvegi eða gildragi milli brattra hæða. Hæðin að vestan virtist mér klædd gráum mosa hið efra en valllendisgróðri um lækjarbakka, en sú að austan nakin og grýtt. Af suður- og norðurbrúnum hálsanna mun vera vítt og fag- urt útsýni í góðu veðri og skyggni, en nú byrgðu regn- þrungin ský og þokumóða alla fjarsýn. Þegar kom norður í Grafning- inn, fannst mér ekkert sjálfsagð- ara en skjótast upp að Stóra- Hálsi og heilsa upp á húsbænd- urna þar, féllust þeir feðgar fús- lega á það. Þangað heim að líta er mjög staðarlegt, enda vel og myndarlega búið. Ársæll Hannesson hefur setið jörðina í 15 ár ásamt konu sinni og má kalla að það hafi verið byltingatími í sögu hennar. Óræktarkarginn er orðinn rennisléttur töðuvöllur og öll hús hafa verið endurbyggð full- komnari og stærri í sniðum en áður var. Húsbóndinn var úti í Ölfus- forum að sækja hey en hús- freyja veitti okkur af mikilli rausn. Og frá Stóra-Hálsi fórum við í sólskinsskapi, þakklátir góðum gestgjafa. Þangað vona ég að leið mín liggi fljótlega aft- ur. Mig langar til að heyra, hvern- ig svona ævintýri geta gerzt hjá fólki, sem tilheyrir þeirri stétt þjóðfélagsins, sem sögð er verst launuð og bera minnst úr bítum allra stétta. Ég sé að Bjarni hefur lagt hnakkinn minn á Hring. Jæja, eitthvað hef ég unnið mér til ágætis, annars mundi hann tæp- ast bjóða klárnum upp á þessi mannaskipti. — Það er ekkert vanmat á þér, Jarpur minn. En nú finnst mér ég hverfa hálfan þriðja ára- tug aftur í tímann. Þessi mjúku hófatök vekja upp minningar, sem blundað hafa undir fargi áranna. Ég held blessaður hest- urinn skynji hvernig mér er inn- anbrjósts. Eyrun kvika, hann 4i. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.