Vikan


Vikan - 08.10.1970, Qupperneq 42

Vikan - 08.10.1970, Qupperneq 42
[A /1 W—W írx\ SKARTGRIPIR UWUWrWliW Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. - SIGMAR OG PÁLMI - Hverfisgötu 16a. Sími 21355 og Laugaveg 70. Sími 24910 Cissi varð að hafa vald á röddinni, þegar hún spurði: — Hvers vegna haldið þér það? — Hún stóð niðri í ganginum, þegar Sara læsti húsinu. Síðan hvarf hún. Cissi skildi hvað hann var að fara. Ef útidyrnar voru læstar, þá var það einhver sem hafði lykil. Ef ekki hann eða hún hefði verið í felum í stigaganginum. En þetta hlaut að vera karfan, sem þau fundu í gluggaskotinu. Átti hún að segja honum að þau hefðu fundið körfuna? Segja frá innihaldinu? Cissi hugsaði sig um, en hún losnaði við að taka sjálf ákvörðun. Sten sagði, hægt og rólega. — Nei, við höfum ekki séð hana. Hans Skopalski urraði eitt- hvað og hélt svo niður stigann. Á sama augnabliki sá Cissi að þau voru ekki ein þarna. Án þess að þau hefðu tekið eftir því var Samson forstjóri kom- inn til þeirra og virti þau fyrir sér með glettnisbrosi. — Jæja, þið eruð komin heim. Eg ætti líklega að óska ykkur velkomin, þótt ég skilji ekki að fólk skuli koma af frjálsum vilja til borgarinnar í þessum hita. En þetta virðist vera farsótt, því að ég hef tekið eftir því að allir íbúar hússins eru komnir heim. — Takk. Við erum rétt ný- komin, og. . Cissi hugsaði sig um andartak, en neyðin lýtur ekki lögum, drengurinn gat vaknað á hverri stundu — og ja, þér búið líkiega ekki svo vel að eiga mjólk, sem við gætum fengið að láni? Við komum svo seint að við náðum ekki fyrir lokun. Hann lyfti brúnum og leit brosandi á hana. — Mjólk? Klukkan ellefu um kvöld? Væri ekki svolítið snið- ugra að fá sér einn Martini? Þið eruð velkomin inn til mín upp á svolitla brjóstbirtu. —■ Takk fyrir, en við.... — Auðvitað getið þið fengið mjólk. Það er kannske ekki trú- legt, en ég á alltaf mjólk í ís- skápnum. Gjörið þið svo vel að ganga í bæinn! Hann hafði opnað dyrnar að íbúðinni sinni og benti þeim að ganga inn. Þau gengu inn, en eitt augnablik gleymdi Cissi er- indi sínu, svo undrandi varð hún. Það var eins og að koma inn í annan heim. Að vísu var þetta nákvæmlega eins íbúð og sú sem þau höfðu, en það var samt ómögulegt að ímynda sér að þetta væri í sama húsi, varla af sama heimi. Cissi hafði aldrei látið sig dreyma um að sjá slíkt, nema þá á forsíðum auglýsingatímarita. Sófasett úr leðri, sem stóð í einu horninu, hlaut að vera meira virði en venjuleg húsgögn á heilt heim- ili. Allt — frá þykkum gólftepp- unum til lýsingarinnar og vegg- klæðninganna, var stórkostlegt, það var eins og óraunverulegur draumur. Líklega var þetta alltof mik- ið, það var varla hægt að setja þetta í samband við lifandi fólk. Cissi leit í kringum sig, til að koma auga á eitthvað, sem rauf þetta samræmi, — gamlan stól .— eða eitthvað slitið eða snjáð. Samson gekk að bar í einu horninu og tók fram þrjú glös. — Þið skuluð fá mjólkina ykk- ar, en ég vona að þið hafið tíma til að skála við mig fyrst. Cissi ætlaði að malda í móinn, en kom ekki upp nokkru orði. Hvernig átti hún að skýra það fyrir honum að þau væru að flýta sér, án þess að telja fram einhverja ástæðu. Samson hafði tekið þögn þeirra sem samþykki og kom með döggvuð glösin á bakka. — Eg kost ekki hjá því að heyra eitthvað talað um körfu, hvað var húsvörðurinn að þvæla? Sten sagði honum það og Sam- son fór að hlæja. — Jæja, glæp- ir hafa þá haldið innreið sína í húsið. Leyndardómurinn um horfnu þvottakörfuna. Hver haldið þið að sé sekur? Nábúar okkar hér fyrir neðan? Ég — við vitum það ekki. . . . Við þekkjum þau ekki einu sinni höfum ekki séð þau, Sam- son forstjóri. Brosmild augu Samsons rugl- uðu Cissi og hún tók eftir því að hann virti hana vel fyrir sér, virti hana fyrir sér sem konu. — Eg leyfi aðeins nánustu óvinum mínum að kalla mig Samson forstjóra. Eigum við ekki að drekka dús strax? Góð- ir nágrannar.... Ég heiti Willie. Þau skáluðu og Cissi fann að það var töluvert meira gin en vermouth í drykknum. — Jæja, þið hafið ekki séð fólkið á neðri hæðinni? Þið hljótið að hafa lesið um Leo van der Heft. Cissi kinkaði kolli. Hún sá að Sten hreyfði sig ekki, en starði niður í glasið sitt, eins og hon- um væri ekkert um þetta sam- tal. Eins og þið vitið, þá er hann allur og stundum dettur manni það sama í hug um ekkj- una. Sylvia hefur hreinlega far- ið í felur síðan Leo dó. — Er þá alveg víst að hann sé dáinn, hrökk upp úr Cissi. Sam- son leit snöggt til hennar og brosið í augunum var horfið. Röddin var líka nokkuð þurrleg þegar hann svaraði: —• Reyndar hefur Ííkið ekki fundizt, en það er ekki nokkur vafi á því að hann er látinn. En hvernig, það er mergurinn máls- ins. Það er hægt að segja margt og mikið um Leo og það er ekki allt jafn fallegt, en hann var betri flugmaður en flestir aðrir. Þetta slys hefur aldrei getað orðið fyrir tæknileg mistök af hans hálfu. — En — hvað eigið þér við — þér, fyrirgefðu, — átt þú við að.... - Ég á aðeins við að slysa- varnardeildin gæti þegið að fá flakið til rannsóknar, ef það þá finnst nokkurn tíma. Það varð þögn og andrúms- loftið var þrúgandi. Cissi hafði aftur á tilfinningunni að þetta væri ekki raunveruleiki. Hvgrs konar hús var þetta? Hún leit á Sten, en hann sat jafn grafkyrr. Það var engu líkara en að hann heyrði ekki það sem fram fór. Þá brosti Samson aftur, glettn- islega brosinu, eins og hann vildi breiða yfir það sem sagt hafði verið. — Nú, en Leo hefur ábyggilega ekki hirt þessa körfu og hvað Sylviu viðkemur, þá fylgist hún ekki með því sem gerist. Hún myndi ekki beygja sig niður til að hirða heila gull- stöng, þótt hún væri á vegi hennar. Hann var hugsandi á svipinn, saup á glasinu, áður en hann hélt áfram: — Og ekki er hægt að ímynda sér að Sturehjónin leggist svo lágt, það sæmir ekki verðandi sendiherra að láta grípa sig í smárupli. Og hvað Elisabeth Sture viðkemur, þá myndi hún nú frekar kjósa að stela öðru en þvottakörfu. Þegar Cissi leit undrandi á hann, benti hann fingrinum á hana, eins og til viðvörunar. •— Já, passaðu þig, stúlka mín! Sér- grein Elisabethar er nefnilega að stela eiginmönnum annarra kvenna. Hún er ennþá ung og mjög aðlaðandi og svo er hún ábyggilega staðráðin í því að valda einhvern tíma stórkost- legu hneyksli. Persónulega held ég að þetta sé aðeins taugaveikl- un hjá henni. Ég veit að hún leitar ráða hjá sálfræðingum, en ég er helzt á því að hún ætti heldur að heimsækja snjallan kvensjúkdómalækni. Agnarlítil, hrukkótt mannvera, skríkjandi smábarn, væri henni hollara en allar heimsins geðpillur, og það sem meira er, ég held henni sé það sjálfri ljóst. Síðasta setningin hristi við Cissi og hún spratt á fætur. Hvernig gat hún setið svona ró- leg, þegar drengurinn gat vakn- að hvenær sem var. — Fyrirgefðu, ég verð . . . ég þarf. . . . Cissi fann hvernig hún roðn- aði. Hann hlaut að halda að hún væri eitthvað skrítin í kollinum. En Willie Samson lét ekki í neitt slíkt skína. Hann stóð upp, mjög rólegur. — Já, það er alveg rétt. Mjólkin. Ég skal sækja hana. Gegnum opnar eldhúsdyrnar heyrði hún hann halda áfram: — Líklega er hin sorglega stað- reynd að okkar góða húsvarðar- frú hefur gleymt körfunni í kjallaranum. Annars væri gam- an að halda áfram að ræða um þetta fram og aftur, því að satt að segja hefur verið töluverð umferð í húsinu í kvöld. Þegar ég fór út í kvöld, til að hreyfa mig fyrir svefninn, þá rakst ég á Seved Sture, sem var að koma heim' frá útlöndum, og aðeins tveim mínútum síðar sá ég hvar Sylvia van der Heft kom upp að húsinu í leigubíl. Klukkan hef- ur þá verið um hálftíu. Ég veit ekki hvort hún vissi að tengda- foreldrar hennar sátu og biðu hennar í íbúðinni. Hálftíma áð- ur sá ég þau nefnilega koma, og ég hugsa að van der Heft kon- súll sé ekki sú manngerð sem er hrifinn af að bíða. Cissi hafði beðið, eins og á nálum, og loksins kom hann með mjólkurílát í höndunum. En samt gat hún ekki á sér setið, hún sagði með spyrjandi rödd: — Van der Heft konsúll? — Já, vissirðu ekki að hann var faðir Leos? Gamla tígris- dýrið í eigin persónu, með harð- an hatt, regnhlíf og ökklahlífar, táknmynd kapitalistá, sem ung- ir byltingasinnar húðfletta að minnsta kosti einu sinni í viku í dagblöðunum. Sjálfur skil ég ekki hvers vegna, því að svo rík- ur er hann nú ekki. Hann er ekki meðal hinna reglulegu auð- kýfinga, þótt hann eigi víða ítök. Leo var eini sonur hans, og ég er ekki viss um að hann hafi 42 VIKAN 41 ■ tbi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.