Vikan - 08.10.1970, Qupperneq 44
fyrirgefið Sylviu að hún hafði
ekki alið manni sínum son, til
að viðhalda nafni fjölskyldunn-
ar.
Hann fékk Cissi mjólkina og
svo hélt hann áfram með blik í
augunum:
— Þetta gæti líka verið lausn
körfuhvarfsins. Van der Heft
myndi ekki hika við að bæta
nokkrum aurum við auðæfi sín,
ekki einu sinni þótt hann þyrfti
að stela pela úr munni ungbarns!
Cissi kom alveg á réttu augna-
bliki. Þegar hún kveikti ljósið í
loftinu, heyrðist fyrsta hljóðlð 1
drengnum. Hún flýtti sér að
körfunni, náði í pelann og fékk
Sten hann og mjólkina.
— Hérna. Farðu fram í eld-
hús og settu upp tvo skaftpotta.
í annan seturðu pelann og tútt-
una. Hitt vatnið læturðu kólna
og blandar mjólkina með því til
helminga og hellir því svo á pel-
ann.
Hún rétti hendurnar varlega
niður í körfuna og lyfti barn-
inu upp. Hún hélt vel undir bak-
ið og hnakkann. Sem betur fór
var aðeins bleian vot. Nú var
hún sannarlega fegin að hún
hafði farið á þetta námskeið.
Hún klæddi drenginn úr fötun-
um og lagði hann nakinn á mitt
rúmið. Hann var hættur að
gráta, en Cissi vissi að hann gat
farið til þess hvenær sem var.
— Sten, hvernig gengur með
mjólkina?
— Eg er að koma með hana.
— ÍSg held ég eigi talkumbauk
44 VIKAN «• tbi.
á hillunni í baðherberginu.
Taktu hann með.
Hún var búin að ná í hreint
handklæði, braut það í horn.
Hún beið eftir Sten.
— Sjáðu hann, er hann ekki
indæll?
Hann svaraði ekki, en hún sá
að hann virti barnið fyrir sér,
hugsandi á svipinn. Cissi horfði
á hann. Var eitthvað meira í
augnaráði Stens, alvara, — íhug-
un? En Cissi hafði ekki tíma til
frekari athugana, því drengur-
inn rak upp öskur og hún flýtti
sér að taka hann upp og vefja
bleiunni um hann.
— Svona, svona, vinurinn, þú
ert bráðum þurr og saddur.
Gáðu hvort mjólkin er mátulega
heit, Sten, þú getur prófað það
á handarbakinu.
Hún sat með barnið í fanginu
og beið eftir pelanum og hún
fann ylinn gegnum þunna blúss-
una. Svo lítill og hjálparvana.
Hvernig gat nokkur manneskja
lagt svona litla veru í körfu og
skilið hana eftir í stigagangi.
Skyndilega sló nýrri hugsun
niður og hún kallaði í Sten, sem
ennþá var í eldhúsinu.
— Finnst þér ekki skrítið að
hann skyldi vera skilinn eftir
þarna?
— Hvað áttu við?
Hann kom nú inn og rétti
henni pelann, sem var mátulega
volgur, en alveg íullur, hún
hafði gleymt að segja honum að
hann þyrfti ekki að vera nema
hálfur. En það gerði ekkert til,
sá litlí kunni eflaust sitt maga-
mál.
— Ég á við það að karfan var
á milli annarrar og þriðju hæð-
ar. Hvers vegna einmitt þar? Ef
sá eða sú ,sem setti körfuna þar
hefði óskað þess að einhver ræk-
ist á hana, þá hefði verið skyn-
samlegra að setja hana neðar.
Heldurðu að karfan hafi verið
látin þarna í ákveðnum tilgangi?
— Hvað áttu eiginlega við?
Rödd hans var nú svo hvöss
að Cissi leit upp. Sten virti barn-
ið fyrir sér.
— Ja, það hefur kannske ver-
ið ætlazt til að Samson rækist á
hana.
Cissi yppti öxlum. Hún gat
engu svarað.
Hálftíma síðar voru þau búin
að slökkva ljósið. Cissi var syfj-
uð. Hún hafði sett körfuna á
gólfið við hlið sér og drengur-
inn svaf vært. En hún heyrði á
andardrætti Stens að hann var
vakandi. í annað sinn þennan
dag, hafði hún það á tilfinning-
unni að hún þekkti han ekki.
Þetta gat samt verið ímyndun,
en þetta var sannarlega tilbreyt-
ingaríkur dagur!
Hugsanir Cissiar flugu víða.
Það var orðið sæmilegt loft í
íbúðinni, enda höfðu gluggarnir
staðið opnir síðan klukkan sex.
Ef einhver af kunningjum þeirra
hafði gengið fram hjá, þá var
hægt að sjá. að þau voru komin
heim....
Hver gat óskað að Willie Sam-
son rækist á körfuna með barn-
inu? Eða var það Willie sjálfur,
sem hafði sett hana þarna í
gluggaskotið?
Rétt í því að hún var að festa
blund flaug henni í hug:
Hvers vegna Samson? Það
gátu allir séð að við vorum kom-
in heim. Þaff gat þó aldrei veriff
aff drengurinn hafi einmitt ver-
iff okkur ætlaffur?
Framhald í næsta blaði.
SYNGUR f
FÍLHARMONÍUNNI
Framhald af bls. 11.
mér þá, ef ég þekki þessa ekki!
Svo reynir það að átta sig, en
getur ekki í svipinn og heilsar
manni snöggt um leið og maður
gengur hjá. Það er ekki fyrr en
um kvöldið að maður birtist á
skerminum að fólk áttar sig.
Það er alltaf að koma til mín
fólk sem vill gefa mér góð ráð
í sambandi við það hvernig ég á
að vera á skerminum og að þetta
og hitt skiptið hefði ég nú ekki
átt að gera svona heldur svona.
55g er þessu fólki ákaflega þakk-
lát, en mér finnst það dálítið
undarlegt, og þó ekki, að yfir-
leitt er enginn sammála um
hvernig ég á að haga mér. Þetta
er skiljanlegt, því auðvitað vill
fólk fá að ráða nokkurn veginn
hvernig fólk sem er í stofunni
hjá því á kvöldin, hagar sér. Það
kærir sig alls ekki um að hafa