Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 5
höfðu símastrengir fyrir allt
hverfið verið snyrtilega kubb-
aðir í sundur. Púkinn tók að
sprikla og dansa og hefur gert
það síðan. Og er við öðru að
búast?
Svo að talað sé í fullri alvöru:
Þetta hverfi var símasambands-
laust alla helgina, frá því á
laugardagsmorgni og þar til
síðdegis á mánudag. Hvernig á
því stendur hlýtur landssíminn
okkar blessaður að geta útskýrt.
Með beztu kveðjum og von um
birtingu.
Kærleiksríkur kjósandi
í Túnunum.
Þa8 verður mörgum hált á því
aS huga ekki vel að fortíSinni,
sem i þessu tilviki leynist i
moldinni. ViS erum alveg sam-
mála þessum „kærleiksríka
kjósanda", sem ræSur ekki viS
púkann í sér og tökum undir
ummæli hans: Er viS öSru aS
búast?
í þjónustu lífsins
Kæra Vika!
Ég hef lengi ætlað að skrifa
ykkur nokkrar línur og þakka
ykkur fyrir gott efni í blaðinu.
Það hefur verið gaman að
fylgjast með breytingunum á
blaðinu. Sérstaklega eru lit-
myndirnar nú orðnar fallegar
og standast að mínum dómi al-
veg samanburð við prentun á
erlendum blöðum. En fyrir
minn smekk er of mikið af
tízkumyndum og matarmyndum
í lit hjá ykkur. Þetta er kannski
ágætt fyrir kvenfólkið, en það
verður líka að hugsa vel um
vesalings karlpeninginn, þótt
hann sé ekki hátt skrifaður á
þessum síðustu og verstu rauð-
sokkutímum. Hvers vegna birt-
ið þið ekki fallegar myndir af
íslenzku landslagi og náttúru-
fegurð? Eða til dæmis myndir
af dýrum og fuglum og þess
háttar?
Að síðustu langar mig til að
þakka alveg sérstaklega fyrir
greinaflokkinn ,,í þjónustu lífs-
ins", þar sem sagt er frá af-
reksmönnum á sviði læknavís-
indanna. Þessar greinar hafa
mér fundizt bæði fróðlegar og
skemmtilegar. Þið skuluð birta
meira af slíku efni.
Með þökk fyrir birtinguna.
Sv. B., Hafnarfirði.
ViS þökkum kærlega fyrir þessi
vingjarniegu orð. ViS reynum
að gera öllum til hæfis, bæði
körlum og konum. Tillagan um
litmyndir af landslagi og dýr-
um skal tekin til athugunar.
Vill ráða yfir mér
Kæri Póstur!
Ég er í mjög miklum vanda
stödd. Ég er með strák og er
mjög hrifin af honum. En hann
vill ráða alveg yfir mér. Ég má
ekki fara út á kvöldin með vin-
konu minni nema hann sé með.
Um daginn fóru tvær stelpur I
útilegu, og ég fór með þeim,
án þess að tala við hann, en
bað vin hans að segja honum
það. Hann reiddist og fór á
ball. Um nóttina kom hann með
félögum sínum. Hann var að-
eins „í því" og bað mig að
fyrirgefa sér, og ég gerði það.
En núna frétti ég, að hann hefði
verið með annarri stelpu á ball-
inu.
Segðu mér nú eitt, elsku Póst-
ur: Á ég að hætta við hann eða
hætta að hugsa um þetta ball?
Viltu svara mér og ekki snúa út
úr fyrir mér Ég er alveg ofsa-
lega hrifin af honum, og ég
held, að hann sé hrifinn af mér.
Með fyrirfram þökk.
Ein ástfangin.
ÞaS var ekki rétt af þér aS fara
í útilegu meS vinkonum þínum,
án þess aS láta hann vita af
því. ÞaS er mjög niðrandi aS
fá skilaboS um slíkt frá öSrum.
ÞaS var því ekki nema eSlilegt,
aS hann reiddist, færi á ball og
væri eitthvaS meS annarri
stelpu. ÞaS sýnir aSeins, hvaS
hann er hrifinn af þér. — Þess
vegna skaltu hætta aS hugsa um
þetta ball.
SAFARI-JAKKAR
úr bláu denim (vinnu-
fataefni), með hvitum
saumum. Mjög nýtízku-
legir, með fjórum
stórum vösum, axla-
spælum og belti. Jafnt
á stúlkur sem pilta.
Stærðir: 14, 16, 18, 48.
Verð kr. 1.198,00
STUTTBUXUR
úr bláu denim (vinnu-
fataefni), með hvitum
saumum og fjórum
vösum.
Stærðir: 8—48.
Verð: Nr. 8—14 kr. 598
Verð: Nr. 16—48 kr. 648
•
TÖSKUR
úr rauðu krumplakki,
þægilegar og fallegar.
A. Með langri höldu,
fyrir axlir, sem
dregin er
gegnum hringi.
Verð kr. 398,00
B. Með venjulegri
höldu og vasa.
Verð . kr. 348,00
C. Með venjulegri
höldu án vasa.
Verð ... kr. 298,00
HARKAUP
Sólbrnn án
solbruna
Jnhn
lindsaChf.
SÍMI 26400
26. TBL. VIKAN 5