Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 5
FATNABURINN í SUMARFERBALAGIB PERMA-PREST Buxurnar sem ekki þarf að pressa Safarijakkar - Sportblússur Sportskyrtur - Peysur - Bolir KJðRGAKDUR - KERRADEiLD allt með því að rétta út litla putta. Ensku textana úr HAIR held ég að erfitt sé fyrir þig að fá nema þú getir útvegað þér leikinn sjálfan og svo er náttúrlega sá möguleiki fyrir hendi að setja plötuna á fóninn og reyna að skrifa niður eftir því öllu saman. En það er mikil vinna! Spákonan á heima á Kolbeins- stöðum II, Seltjarnarnesi, sími (91)21626. Deep Purple Kæri Póstur! Við erum hérna tvær stelpur sem voru á hljómleikunum með Deep Purple í Laugardalshöll- inni. Okkur langar að vita hvort þeir séu giftir og hverjir af þeim eiga börn og hvað mörg. Hvað eru þeir gamlir og hvar eiga þeir heima. Elsku Póstur, við vonum að bréf- ið lendi ekki í ruslakörfunni og að þú svarir þessu sem allra fyrst. Með þökk fyrir allt gamalt og gott. Tvær mjög forvitnar. Eftir því sem við komumst næst, munu þeir Roger Glover og Jon Lord vera giftir og eiga eitthvað af börnum, en slíkum málum er yfirleitt haldið leyndum, þannig að lítið er vitað um fjölda af- kvæma. Varla eru þau þó mörg. Þeir eru á milli tvitugs og þrí- tugs og búa í London. Kynvillt? Kæri Póstur! Ég ætla að koma strax að efninu. Ég vil biðja þig að svara þess- um spurningum eftir þv( sem þú getur bezt: 1. Hver eru einkenni kynvillu? 2. Er það merki þess að ég sé kynvillt, ef ég er mjög kyn- óð. 3. Hvað er hægt að bera á negl- urnar til að styrkja þær? 4. Hvernig getur meyjarhaft slitnað öðru vísi en við sam- farir? 5. Hvað merkir það að dreyma konu sem ég dái? Elísabet. 1. Gleggstu einkenni kynvillu eru þau að sækjast framar eftir kynferðislegu sambandi við sitt eigið kyn en hitt. 2. Þó þú sért „kynóð" eru það engin merki þess að þú sért kynvillt, nema síður sér. Hitt er annað mál að ef þú ert „kynóð" með kvenfólki ætt- ir þú að athuga málið. 3. í snyrtivörubúðum færðu naglaherði. 4. Meyjarhaft getur til dæmis slitnað í leikfimi og eins er það svo veikt í sumum kon- um að þær verða hreinlega ekki varar við það þegar það er rofið. 5. Samkvæmt upplýsingum draumspekings okkar er það varla fyrir neinu góðu. 28.TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.