Vikan


Vikan - 15.07.1971, Qupperneq 10

Vikan - 15.07.1971, Qupperneq 10
DAUÐANUM Lana Blake reif upp dyrnar og hrópaði: - Þarna er það! Þetta er sama hljóðið sem ég heyrði! Spennandi framhaldssaga eftir Mignon G. Eberhart 4. og síðasti hluti Jim hrökk við og tók sér stöðu til hliðar við gluggann. Hann sá eftir að hafa ekki slökkt ljósið, en nú var það of seint. Maður var að skríða hægt og varlega gegnum gluggann, það var sá sem kallaði sig Jam- es Smith. Hann var með hrafn- svart hár og hélt á skjalatösku. Hvað nú? hugsaði Jim. — Upp með hendurnar, sagði hann. Það datt honum fyrst í hug. Maðurinn snarsnerist og lyfti höndunum. Taskan féll á gólfið. — Hver ... Hver eruð þér? spurði hann eftir að hafa virt Jim fyrir sér. Svo lét hann hendurnar síga. — Ég sagði „upp með hendurnar“! sagði Jim í hótun- arróm. Hann hélt hendinni und- ir jakkanum og bætti við: — Ég er vopnaður (það var satt). James Smith hlýddi. Hann var mjög ungur, með ljósblá augu og freknur, sem alls ekki pössuðu við svarta hárið. — Takið af yður hárkolluna! sagði Jim. — f alvöru ... — Takið hana af yður! Jim bar sig til að taka fram vopnið og nafni hans tók af sér hárkolluna, mjög treglega. Mik- ill rauður hárlubbi kom í ljós. — Þér eruð Sandy Blake! sagði Jim. — Hárrétt, sagði ungi mað- i’n'nn. — Líklega til lítils að r»'ts bví núna ... — Þér hefðuð átt að segja lögreglunni hver þér eruð, herra Blake, sagði Jim. — Hverju máli skiptir það fyrir -"ður? — Ég er eigandi þessa hótels. Þér komuð hingað undir fölsku nafni og ég greio yður í því að fara inn í herbergi annars manns — Herbergi Puseys? Blake baðaði út höndunum í uppgjöf. — Heyri þér mig nú, Pusey er lögfræðingur minn. Ég fór þangað til að ... til að leita ráða hjá honum. — Með leynd. Á sama hátt og þér komuð hingað til hótelsins. — Nei, ég ... Allt í lagi, ég skal segja yður sannleikann, sagði Blake. — Ég kom til Ber- muda til að hitta frænda minn. Ég vissi að hann ætlaði hingað. — En yður var greinilega ekkert um það gefið að hann vissí af yður. — Nei, að minnsta kosti ekki fyrr et> ég vissi meira um þetta hjónaband hans. Það er nú svo, þegar eldri menn ... — Ef þér eigið við Peter Blake, þá var hann aðeins fimmtugur. — .... taka upp á því að kvænast ungum og laglegum einkaritara, eftir aðeins sex vikna kynni, er það ekki svo undariegt að nánustu ættmenn hans vilja eitthvað vita um hvernig því er háttað. — Má ég spyrja hvað þér höfðuð hugsað yður að gera í því sambandi? — Það kemur yður ekki við, sagði ungi maðurinn reiðilega. Svo sljákkaði í honum. — Allt í lagi, ég veit að ég hagaði mér óskynsamlega. Ég hafði hugsað mér að spyrja Pusey ráða. — Eruð þér að reyna að segja mér að þér hafið komið hingað eingöngu af umhyggju fyrir frænda yðar? Blake kinkaði kolli. — Já, þetta var skyndileg hugdetta hjá mér. Ég hugsaði þetta sem svo, að ef ég gæti séð þau sam- an, þá gæti ég komist að því hvort hann væri raunverulega hrifinn af henni og hún af hon- um. Hvort Peter frændi minn væri hamingjusamur eða ekki. Ef hún elskaði hann og gerði hann hamingjusaman, þá var allt í bezta lagi. En ég varð að vera viss um það. — Og nú hafið þér eflaust hugsað yður að segja mér að þér hafið ætlað að sýna Pusey skjalatöskuna, til að spyrja hann hvað þér ættuð að gera, eftir að þér voruð búinn að slá herbergisþernuna niður, látið greipar sópa um herbergi frú Blake og læsa mig inni í skáp? Svipur unga mannsins stirðn- aði. — Það ... það var einmitt það sem ég ætlaði að gera. Láta Pusey fá töskuna. Ég hélt hún væri öruggari hjá honum. Svo þurfti ég líka að tala við hann. — Áður en lögreglan kæmist að því hver þér eruð. Hvar er Lana? — Ég veit það ekki, sagði Sandy Blake reiðilega. — Og ég hefi engan áhuga á því. Jim hugsaði sig um. Svo beygði hann sig niður og tók upp skjalatöskuna, án þess að líta af Blake. — Hvað ætlið þér að gera við töskuna? Þér hafið engan rétt til að taka hana! Hvert eruð þér að fara? — í símann. Ég ráðlegg yður að hafa hægt um yður. Jim þreyfaði fyrir aftan sig eftir símanum. Ungi maðurinn var náfölur. — Ég myrti hann ekki. Ef þér ætlið að hringja til lögreglunn- ar... Jim tók símann upp og það var strax svarað í gestamóttök- unni. — Komið upp á herbergi númer 22, sagði Jim í símann, en í sömu andrá þaut Blake út um gluggann. Jim sleppti sím- anum. Hann var ennþá með töskuna og eldhúshnífinn hafði hann líka í sínum fórum. Nú var um að gera að koma hvorutveggja í örugga geymslu. Hann opnaði töskuna og stakk hnífnum milli skjalanna í henni. Fingraför hans voru auð- vitað á hnífnum, en þar voru eflaust önnur fingraför. Svo hljóp hann fram á ganginn. Dyravörðurinn kom í sama mund út úr lyftunni. — Herra? — Hérna, Jim leit í kringum sig og sagði lágt: — Settu þetta í öryggisgeymsluna og passaðu að enginn sjái til þín. — Já, herra. Pilturinn faldi skjalatöskuna undir jakkanum. — Ég þarf á hjálp að halda. Segðu Mark og Luzo að koma hingað og segðu Tom að taka við símaborðinu. Sæktu svo skammbyssuna mína, hún ligg- ur ' skrifborðsskúffunni til hægri og taktu með þér nokk- ur vasaljós. Ég verð sennilega á svölunum. Pilturinn lokaði lyftudyrun- um ng hvarf. Jim hljóp inn í herbergi Puseys. Honum var ekkert um að láta töskuna af höndum, en hann varð að finna Sandy. Sandy Blake, sem hafði þrefað við frænda sinn og myndi verða af töluverðum peningum, ef erfðaskránni yrði breytt. (Henni yrði auðvitað ekki breytt úr þessu). Sandy Blake vissi líka að áríðandi skjöl voru í þessari tösku. Var það Blake, sem hafði náð í hnífinn og geymt hann í tómu herbergi, til að nota hann síðar? Blake hataði Lönu. Það var mjög greinilegt. Hvar var haryt? Og hvar var Lana? Jim klifraði út um gluggann á herbergi Puseys og leit í kringum sig á svölunum. Þær voru mannlausar og myrkar. Hann fór inn aftur og út á 10 VIKAN 28. TBL

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.