Vikan


Vikan - 15.07.1971, Page 12

Vikan - 15.07.1971, Page 12
Ósýnilega konan Smásaga eftir Alberto Moravia Ég stend fyrir framan manninn minn, allsnakin. Við erum rétt risin upp, maðurinn minn situr á rúmstokknum, hann er í skyrtunni einni og er að hnýta hálsbindið sitt. — Hvaða blettur er . þetta? spyr hann. Ég horfi ósjálfrátt niður á mig, þangað sem hann horfir, í hæð við magann. En ég sé ekki neitt óvenju- legt. — Hvaða blettur? segi ég. Maðurinn minn er hæg- látur og hugsandi, hann svarar aldrei strax þegar hann er spurður; hann hugsar, það er eins og hann eigi erfitt með að finna orðin. Þannig - er það líka núna. Hann veit að ég er þarna í miðju herberginu, ég stend þar bein og hreyfingalaus, eins og fyr- irsæta í myndlistaskóla, sem lætur nemendurna teikna- sig. Loksins segir hann: — Þessi blettur þarna á veggnum. Þá dettur mér í hug, að hefði ég áður fyrr staðið þannig fyrir framan hann, án nokkurra spjara, eins og ég stend nú, og hann hefði horft á mig eins og hann gerir nú, svona lengi og gaumgæfilega, þá hefði það komið honum í uppnám, sem hefði náð á honum slíkum tökum að hann hefði gleymt því sem hann ætlaði að segja, gleymt hversvegna hann horfði þannig á mig. En nú sé ég greinilega að hann er alls ekkert vandræðalegur. Augu hans eru athugul og fullkomlega róleg: tveir litlir dökkir stöðupollar, fullir áhugaleysi. Og hann 12 VIKAN 28. TBL segir einu sinni ennþá: — Þessi blettur þarna við miðstöðvarofninn. Ég sný mér við: blettur- inn er reyndar þarna, ein- mitt á veggnum hjá mið- stöðvarofninum. En hvern- ig fer hann að því að sjá hann, ég stend fyrir og skyggi á blettinn með lík- ama mínum? Þetta er skrítinn blettur, undarleg- ur í laginu, einna líkastur Norður-Ameríku á landa- kortinu. — Jahá, segi ég. — Þetta er reyndar blettur. Hvernig getur staðið á honum? Meðan ég segi þetta fer ég fram fyrir miðstöðvar- ofninn og þykist vera að athuga blettinn nánar, en gæti þess vandlega að ég skyggi algerlega á blettinn. — Þetta er rakablettur, segir hann. Ég þrýsti mér fastar upp að veggnum og segi svolít- ið stríðnislega: — Og í ofanálag er hann furðulegur í laginu. Nú skulum við prófa hve at- hugull þú ert, hvernig er bletturinn í laginu? Hann lýkur við að hnýta hálsbindið, svo horfir hann aftur á blettinn, það er að segja í gegnum mig og seg- ir: — Það er rétt hjá þér, hann er skrítinn í laginu. Hann líkist eiginlega Norð- ur-Ameríku. — Þú elskar mig ekki lengur, segi ég einfaldlega. — Hvað áttu við? Ég hefði átt að svara honum svo: Ég á við að ég er orðin ósýnileg, gegnsæ fyrir þín- um augum. Þú horfir beint í gegnum mig eins og ég væri úr gleri, eins og ég sé ekki til. En ég hafði ekki kjark

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.