Vikan


Vikan - 15.07.1971, Síða 14

Vikan - 15.07.1971, Síða 14
Hljómleikar DEEP PURPLE sem haldnir voru hér daginn eftir 27 ára afmæli lýðveldis- ins í síðasta mánuði voru tví- mælalaust beztu popphljóm- leikar sem hér hafa verið haldnir frá upphafi — svo langt sem þeir náðu. Það var bara ekki nógu langt, því miður. Þegar þeir félagar voru að komast í gott stuð fór allt á annan endann — rafmagn fór af nokkrum sinnum — og þar með var allt búið. Það er undarlegt, en á öllum tónleik- um sem hér hafa verið haldnir skeður alltaf það sama þegar listamennirnir ætla að láta al- mennilega til sín taka: Raf- magnið fer af. Skýringin er líka alltaf sú sama: Rafkerfi hússins þoldi ekki álagið, en fyrir mína parta er ég hættur að taka þá skýringu góða og gilda og satt að segja hef ég aldrei gert það. Frekar hallast ég að því að raf- magnið sé einfaldlega tekið af. En nú er manni sém sé sagt að i Laugardalshöllinni sé kerfið gert fyrir ákveðið álág og þeg- ar þeir félagar settu stróbó- skópið í samband undir lokin hafi álagið orðið of- mikið og eftir að skipt hafi verið um ör- yggi tvisvar eða þrisvar hafi þeir orðið reiðir og neitað að spila meira — enda búið að henda öllu draslinu á sviðinu í gólfið. En hvað sem því líður, þá voru þetta góðir hljómleikar og DEEP PURPLE komu mjög á Ómar Valdimarsson heyra Ip- má óvart, sérstaklega þó Ritchie Blackmore, gítarleikarinn. Ann- ar eins gítarleikur hefur aldrei heyrzt á íslandi og áreiðanlega líður á löngu þar til slíkt endur- tekur sig. Sviðsframkoma Blackmores var líka með fá- gætum hressileg og var hann sjálfur kominn í svo gott stuð undir lokin, að hann þrusaði gítarnum í vegginn og mölbraut hann. Þeir byrjuðu á „Speed King“, af síðustu LP-plötu sinni, „Deep 14 VIKAN 28. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.