Vikan


Vikan - 15.07.1971, Síða 29

Vikan - 15.07.1971, Síða 29
Brúðkaup Triciu er sá viðburður, sem mesta athygli hefur vakið í fjölskyldulífi forsetahjónanna í seinni tið. Hér sést forsetinn leiða stoltur hina friðu dóttur sína. on óvenjulega falleg. Hún var rauðhærð, með skásett augu og jafnvel framandi í útliti. En hún hafði lítinn tíma til að not- færa sér þessa kosti. Þegar hún var búin í skólanum á daginn, vann hún í litlum söluskála niðri við þjóðveginn, þar sem hún seidi afurðirnar af búi föð- ur síns. Þar að auki var hún þvottakona í banka. Hún gekk móðuriausum bræðrum sínum í móður stað. Hún hiúkraði föð- ur sínum. Hann hafði veikzt í lungum vegna starfs síns sem námamaður. Líklega hefur hann þá verið orðinn berkla- veikur. Þegar hún hafði lokið menntaskólaprófi, langaði hana óskaplega til þess að halda áfram námi í háskóla. En hún hafði enga peninga til slíks. Þá réð hún sig til þess að aka rosknum hjónum yfir þver Bandaríkin allt til Austur- strandarinnar. Og sú staðreynd, að þau tóku í mál að láta 18 ára stúlku gera slíkt, sannar það, sem hefur alltaf verið stað- reynd allt frá fyrstu tíð: Pat Nixon vekur traust fólks. Fólk ber ósjálfrátt fyllsta traust til hennar. Hún hefur alltaf getað fengið starf, hvar sem hún hef- ur verið, og haldið því starfi eins lengi og hún hefur viljað. „Voruð þér ekki hrædd við að leggja upp í slíka langferð alveg hjálparlaust?“ spurði ég hana. Og svar hennar hljóðaði á þessa leið: „Ég er aldrei hrædd.“ En hún tók svar þetta aftur Framhald á bls. 31 28. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.