Vikan


Vikan - 15.07.1971, Síða 46

Vikan - 15.07.1971, Síða 46
jyrirtœkinu, þetta er jorstjórinn að vinna fyrir hádegisverðinum. — Ég sagði... hvað áttu við? — Þú sagðir að herbergið hefði ekki „suðað“. — Ó, það var eitthvað í her- berginu, eða kannski í eyrum mínum, einhverskonar titring- ur ... Eitthvert holt hljóð, eins- konar suð ... Jim starði á hana. Hann hugsaði til vikadrengsins, sem sagði fyrir um morðið á Peter Blake. Hann hafði staðið á því fastar en fótiun að herbergið „suðaði“. Jim lokaði augunum og reyndi af alefli að muna eitt- hvað úr eðlisfræðinni. — Hvað er þetta, Jim? Þú ert svo ... Jim opnaði augim. — Heyrðu Lana. Ef einhver setur fótinn innfyrir dyrnar hérna, þá öskr- ar þú eins hátt og þú getur. Ég verð í hinu svefnherberginu. Hann gekk inn í dagstofuna og benti á Tovery. — Ég þarf að tala við þig. — Nei, sagði leikarinn ákveðinn. — Þetta mál kemur mér ekkert við, ég neita ... — Svona flýttu þér nú, sagði Jim og hélt dyrunum opnum fyrir hann. Tovery reis treglega á fætur og fylgdi honum eftir. Jim lokaði eftir þeim. Hann vissi að raddir þeirra heyrðust inn í dagstofuna, en ekki orða- skil. — Hvern andskotann mein- arðu með þessu? sagði Tovery hneykslaður. — Þú myrtir Peter Blake. — Nei, þú getur ekki... To- very var orðinn náfölur og hörfaði undan Jim. Vel þjálfuð leikararödd hans varð skerandi. — Ég held því fram að þú hafir gert það. Þú komst hing- að inn með hnífinn þegar von Holzen leit undan. Þú ... — Nei! — Allt í lagi, sagði Jim ró- lega. — Þá ert þú saklaus. En ég þarf að spyrja þig nokkurra spurninga... Tveim mínútum síðar lokaðist skáphurðin að baki Toverys. Leikarinn opnaði svolitla rifu og hvíslaði: — Viltu að ég hlusti: — Já, ég þarf á vitni að halda, sem veit hverju hann á að hlusta eftir. Tovery kinkaði kolli og lok- aði að sér. Jim fór aftur inn í dagstofuna. Það var líklega brjálæðiskennt, en hann neydd- ist líklega til að bera fram fjór- ar morðákærur, við Adelu og Fritz von Holzen, Pusey og Sandy Blake. Og hann þurfti að flýta sér. Lögreglan myndi ekki hlusta á hann, nema hann gæti fært eitthvað fram til sönnunar máli sínu. — Von Holzen, viljið þér koma hingað inn? Aftur lokaði hann dyrunum. — Þér myrtuð Peter Blake. Þér vilduð ná í nýju uppfinn- inguna hans og koma honum út úr leiknum. Þér eruð keppi- nautur hans. Þér ... — Ég! öskraði von Holzen. — Hvaða uppfinningu? Hann var ofsareiður, en samt sá Jim að áhugi hans var vak- inn. Hann hélt áfram: — Þér komuð inn í þetta her- bergi og stunguð hann með hnífnum. Ég hefi sönnun fyrir því að þetta er rétt. Þér sátuð á svölunum allan morguninn, það gat enginn annar hafa gert það og þér ... Jim heyrði sjálfur að þetta var nokkuð sannfærandi og von Holzen var greinilega dauð- skelkaður. — Ég vissi ekkert um nýja uppfinningu. Ég sagði engum að ég hafði þekkt Peter Blake og að ég hataði hann ... — Hversvegna? — Vegna þess að ég vildi ekki láta blanda mér í þetta mál. Eí ég hefði hugsað þetta nánar, þá gat ég sagt mér það sjálfur að lögreglan kæmist að þessu fyrr eða síðar, en mér var svo mikið í mun að halda mér utan við þetta. Ég sat á svölun- um, ég fór á hausinn vegna Peters Blake og ég vissi að lög- reglunni fyndist þetta næg ástæða. En ég myrti hann ekki! Þér getið ekki sannað ... Jim hugsaði sig um og sagði svo: — Þetta er í lagi. — Hvað er í lagi? — Þér getið farið. Út á sval- irnar. En í öllum bænum hald- ið þér yður saman. Von Holzen staulaðist út fyrir. Jim sneri sér að dyrunum. Ef honum hefði nú skjátlast. Ef þessi hugmynd væri nú alveg út í bláinn. Setj- um svo að ... Lana var komin inn í dag- stofuna og Jim brosti til henn- ar. — Pusey, sagði Jim. — Viljið þér hjálpa mér andartak? — Sjálfsagt. En hvernig ... — Komið hingað. Hann lokaði á eftir þeim og sagði í þriðja sinn: — Þér myrtuð Peter Blake. — Hvað í dauðanum eigið þér við? — Það að þér myrtuð hann. Þér vissuð um uppfinninguna og þér ætluðuð að nota yður af því. Þér voruð alltaf öfund- sjúkur út í Peter Blake, vegna þess að hann græddi svo mikið. Ef þér gætuð komist yfir þessa nýju uppfinningu, þá yrðuð þér ríkur maður og hann gjald- þrota. Þér komuð inn í þetta herbergi til að tala við hann, áður en von Holzen fór út á svalirnar. Þér töluðuð við hann, og þið fóruð að rífast. Þá réðust þér á hann með hnífnum... — Nú verð ég að biðja yður að gæta yðar herra Smith, sagði Pusey. Rödd hans var alveg ró- leg, kannski svolítið dýpri en ella. ■ — Svo hurfuð þér á brott... Jim þagnaði. — Einmitt, sagði Pusey bros- andi. — Þar kemur vandamálið, von Holzen sat á svölunum og þér vitið það jafnvel og ég að enginn gat komist undan þá leiðina. Þér viljið örugglega vel, herra Smith og þér eruð að reyna að hjálpa stúlkunni. Ég hefi lika hug á því, en ekki á minn kostnað. Jim svaraði ekki. Hann var að reyna að muna eitthvað, eitthvert smáatriði. Eitthvað sem hafði verið sagt, eða aðeins drepið á; eitthvað til að hengja hatt sinn á. Hvað? Hann starði á Pusey eins og svarið væri að finna þar. — Fjandinn hafi það, sagði Jim. Þarna kom það. Hann vissi að hann hafði á réttu að standa. Sólhlíf á svölum, sólhlíf, sem ekki átti að vera þar. Ljósbrúnn einkennisbúningur, ljósbrúnar buxur. — Fjandinn hafi það, það voruð þér sem myrtuð hann! Grá augun í Pusey urðu að mjóum rifum. Rödd Jims hafði verið svo sannfærandi. — Asni! sagði Pusey og rödd hans varð hás og djúp. — Hvernig vogið þér yður ... Það var rétt, rödd hans varð mjög djúp, þegar hann reiddist. Djúp og titrandi.. og'þarna kom hljóðið. Eins og bergmál. Holt og suðandi. Það hætti um leið og Pusey þagnaði. Einhver hljóp yfir gólfið í dagstofunni og Lana Blake reif upp dyrnar og kaliaði:: —• Þarna er það! Þetta var hljóðið sem ég heyrði! Adele von Holzen og Sandy Blake voru á hælum hennar. — Hvað á þetta að þýða? sagði Ernest Pusey. lágt og fólskulega og hljóðið lét ekki á sér standa. — Haldið þér að ég ætli að standa hérna og hlusta á alla þessa þvælu, á ásakanir, sem eru alveg út í bláinn! Jim starði undrandi á skammbyssuna, sem Pusey tók upp úr sloppvasanum. Pusey stóð aðeins tíu skrefum frá hon- um og Jim hafði ekkert til að verja sig með. Lögreglan var á leiðinni, en myndi ekki ná fram fyrr en eftir fimm til tíu mín- útur. — Þessi skammbyssa, sagði Pusey og járnbentir steinvegg- irnir endurómuðu rödd hans, — þessi skammbyssa er ekkert í sambandi við ímyndaða sekt mína. Ég ætla einfaldlega að verja mig með henni, verjast gegn brjáluðum manni. En hann beindi vopninu að Lönu. Jim þorði ekki að hreyfa sig, því að Pusey var með fing- urinn á gikknum. Hann myndi örugglega halda því fram að hann hefði notað hana í sjálfs- vörn... Hvað var þetta? Jim sá skáphurðina hreyfast. Tovery var nú um það bil að leika sitt stærzta hetjuhlutverk. Myndi áandy Biake koma auga á hann? Eða Adele von Holzen gefa frá sér hljóð? Nei, hún var sem steinrunnin. Myndi Sandy Blake koma auga á hann? Eða Adele von Holzen gefa írá sér hljóð? Nei, hún var sem steinrunnin. Myndi Pusey. •Jim bað fyrir sér í hljóði. Tovery stökk fram. Jim fleygðl sér til hliðar og skotið reið af. Adele von Holzen hljóð- aði hátt og frá dyrunum heyrð- ist myndug rödd: — Hvað er hér um að vera? Jim og Lana stóðu nú aftur hlið við hlið við handriðið á svölunum. •—- Ég mundi það allt i einu úr eðlisfræðinni, sagði Jim og fleygði sígarettunni niður í vatnið. — Það er eiginlega sama lögmálið og með tónkvíslina. Rödd getur hitt ákveðna tón- hæð í herberginu og orsakað titring. Það hljómar sem eins- konar suð... að minnsta kosti í stuttri fjarlægð. Það er ekki óvenjulegt í húsum sem byggð eru úr járnbentri steinsteypu. Ég spurði Tovery um það og 46 VIKAN 28.TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.