Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 49
ingjusamur. Hjarta hennar sló
hraðar.
— Elsku Anna ... Guð minn
góður, stelpa, barn, hvað eigum
við að gera hér lengur? Við
skulum hraða okkur héðan og
reyna að vera í friði saman!
Það var kökkur í hálsi hans og
hann varð að ræskja sig, áður
en hann skellti upp úr. Hann
sveið svo undarlega í augun, en
hann hió.
— Heyrðu, sagði hann. — Er
þér alvara? Áttu við, að þú ...?
— Já, svaraði hún. — Ég á
víst við það, Yngvi.
— Ég verð að fá að kyssa
þig núna. Á stundinni' Ég veld
hneyksli, en mér stendux á
sama um það.
— Komdu! sagði Anna.
Hún tók um hönd hans og fór
með hann að fatageymslunni.
Hneyksli, umtal, ekkert. En hún
vildi ekki, að neinn kæmi auga
á þau núna. Sérstaklega ekki
Kristján og Kristín.
Þau fengu fötin sín. Stúlkan
í fatageymslunni sótti hvítu
kápuna hennar og ljósa frakk-
ann hans. Menn gláptu á eftir
þeim. Hvers vegna í ósköpunum
fóru þau, meðan á sýningunni
stóð? Anna leit um öxl og sá
undrunarsvipinn og hana lang-
aði mest til að skella upp úr. Já,
hún var að hlaupast á brott,
þótt um seinan væri! Hún var
hjá Yngva og þau voru ekki ein-
mana lengur. Þau voru tvö.
Tvö, sem gátu staðið gegn öll-
um. Tvö, sem vissu, hvað þau
vildu.
Yngvi rétti henni kápuna eins
og hann vildi helzt, að hún
félli í faðm honum og hún gerði
það. Hún fann, hvernig hann
tók um axlir hennar og það
handtak var unaðslegt. Hún var
hiá honum, hún átti sér mann.
Hún hvildi í faðmi hans og gai
þó litið um öxl og horft á hann.
— Þú hefur engu svarað mér,
sagði hún og það glampaði á
eitthvað í grábrúnum augum
hennar. — Kannski viltu mig
ekki?
— O, ég skal sýna þér, hvort
ég vil þig eða ekki! Komdu,
vina mín! Hvar náum við í
leigubíl? Og hvert eigum við
að fara? Ég vil fá kampavín,
því að ég er hamingjusamasti
maður í heiminum.
Anna varð alvarleg. Þetta var
raunverulegt. Hann var hjá
henni, skammt frá henni og
vildi alltaf vera nálægt henni.
Hann yrði maðurinn hennar —
hún hafði beðið hans sjálf ...
Og nú yrðu þau hjón ... hann
og hún ...
Kristján? Nei, hann var hjá
Kristínu og það vissi hún. Og
svo þótti henni líka vænt um
Yngva.
— Já, svaraði hún eilítið há-
vær, en hraðmælt. — Mig lang-
ar líka í kampavín! Skemmtum
okkur nú ærlega!
Þau náðu sér í borð við glugg-
ann á Savoy. Þjónninn kom
með kerti og þau virtu hvort
annað fyrir sér í flöktandi
kertaljósinu.
— Hvenær eigum við að gifta
okkur? sagði Yngvi. — Þetta
borð er annars allt of breitt,
mig langaði til að hafa þig við
hliðina á mér. En nú get ég
ekki einu sinni horft á þig.
Heyrðu, komdu annars hingað
til mín. Ja, nema við komum
okkur héðan sem fyrst. Fáðu
þér sopa, hjartað mitt! Við höf-
um aldrei skálað fyrir neinu
fyrr!
Þau lyftu bæði glasi og drop-
arnir freyddu við andlit henn-
ar. Henni fannst veröldin allt í
einu svo undursamleg.
— Bráðum, sagði Anna. — Ég
á við það, að við verðum að
gifta okkur bráðum. Ég vil gift-
ast þér strax.
Og hún vildi það líka. Hún
fann núna, að hún þráði það.
Hún leit á hönd hans, sem
hvíldi á hennar og minntist
þess, að fyrsta kvöldið hafði
henni fundizt hún of breið og
fingurnir of stuttir, en núna
hugsaði hún um það eitt, að
hún var styrk og hlý. Að henni
leið vel, þegar hún fann hönd
hans snerta sína. Hún færði
hönd sína til svo að hún hvíldi
undir hendi hans og þar var
gott að vera. Eins og í hreiðri.
Þannig fannst henni það. Eins
og hún væri örugg og vernduð.
— Anna, Anna .. . hvíslaði
hann. — Að þú skulir vilja það.
Að það eigi að verða við. Seinna
sagði hann spenntur og ákafur
eins og hann væri lítill drengur:
— Ég elska þig svo heitt, Anna.
Ég skal gera allt til þess, að þú
verðir hamingjusöm. Ég skal
aldrei láta neinn gera þér mein.
Hún varð orðlaus. Eitt andar-
tak hugsaði hún: sá, sem elsk-
ar, sem er elskaður ... En það
var ekki rétt. Henni þótti vænt
um hann og henni hlaut að
þykja meira vænt um hann
seinna. Þetta með Kristján var
ímyndun ein. Hún átti aðeins að
minnast þess alltaf sem Yngvi
hafði verið að segja henni.
Henni virtist sem múr hefði
risið umhverfis hana, traustur
og styrkur múrveggur, sem
gæti verndað hana gjörsamlega.
— Ef ég hefði ekki neyðzt til
að fara heim, sagði hann seinna.
— En ég get ekki verið lengur
að heiman. Lofaðu mér nú að
segja upp vinnunni á morgun,
Anna. Og sjá svo um, að þú
getir komist fljótlega til mín.
Heyrðu nú — nei, ég kem til
þín og sæki þig. Við eigum
húsið í Steinbrú. Hvítt einbýl-
ishús, sem er gamalt en vel við
haldið. Geturðu annars ekki
komið með mér á morgun til að
skoða það?
— Því miður, flýtti Anna sér
að segja. — Ég kemst ekki
svona fyrirvaralaust. Það gerir
heldur ekkert til, því að nú er
skammt eftir. Segðu nú frá,
Yngvi frændi og ...
— Yngvi frændi, skammastu
þín! En hann hló og tók upp
pennann sinn. — Hérna gengur
maður inn og þar er komið inn
í borðstofuna, þarna er vinnu-
herbergi, lítið og notalegt, ég
kallaði það alltaf hliðarher-
bergið, þegar ég- var lítill —
eldhús og jómfrúrbúrið. Og svo
setustofa og fjögur svefnher-
bergi uppi á lofti.
— Hvað! sagði Anna og
skelfingin var engin uppgerð.
—■ Sjö herbergi! Þetta er risa-
stórt hús!
— Það er það ekki fyrir þann
sem er vanur því. Ég hef alltaf
átt heima þar. Já, ég fæddist
þar. Þau ætluðu víst að fylla
húsið af systkinum mínum, en
þau urðu aldrei til og nú er þar
tómlegt. Anna ég þrái þig.
Og hún þráði hann einnig.
— Eigum við að fara heim til
mín? hvíslaði hún.
Hann roðnaði, en hann leit
ekki undan.
— Þú mátt ekki misskilja
mig, sagði hann. — En nú —
núna, þegar ég veit, að við
verðum hjón — já, þá vil ég
bíða eftir þér. Mér þykir nefni-
lega svo vænt um þig, skal ég
segia þér, að ég . . .
Hún kyngdi og fann til ástar,
stolts og gleði. Hún vissi, að
þau hefðu öll hæðst að þessu —
Lotta og hin á blaðinu. Og hann
Kristián. Kristján hefði hlegið
sig í hel. En henni þótti vænt
um þetta. Allt var breytt. Og
hún var svo glöð, svo innilega
glöð í hjarta sínu.
— Ég skil, sagði hún lágt. —
Það er betra þannig.
— Nú fylgi ég þér heim,
sagði Yngvi. — Ég fer snemma
í fyrarmálið, en ég hringi. Og ég
kem aftur.
— Já, hvíslaði hún lágt eins
og áður.
Þetta var allt eins og það
átti að vera. Svo yndislegt og
rétt. Það færi allt vel, þau gátu
— Allar poppstjörnur, sem snúa
bakhliðinni út, eru annaðhvort
giftar eða trúlofaðar!
beðið. Hún var kona manns,
elskuð og vernduð. Þetta var
nýnæmi fyrir hana og hún naut
þess.
Hún lá lengi vakandi um
kvöldið, þegar Yngvi hafði
kvatt hana. Henni fannst, að
hann hefði komið fram eins og
heiðursmaður, ekki aðeins
vegna þess, að hann vildi bíða,
heldur vegna þess að í þessari
íbúð hafði hún búið með
Kristjáni. Það hefði ekki verið
rétt að elska Yngva þar.
Næsta morgun leit hún í
kringum sig. Að fara — yfir-
gefa allt lífið í Málmey, hvern-
ig gat hún það? Hún hafði búið
þar svo lengi og var orðin svo
rótgróin þar og hafði liðið þar
vel. En hér minnti allt hana á
fyrra hjónabandið og því var
lokið. Það var bezt að skipta
alveg yfir. Losa sig við íbúðina
og allt, sem í henni var. Byrja
á byrjuninni.
Hún hafði rétt tyllt sér á
stólinn við skrifborðið á blað-
inu, þegar Yngvi hringdi.
— E... en, sagði Anna og
leit heimskulega á klukkuna. —
Ætlarðu ekki heim?
— Ég er heima, sagði Yngvi
hlæjandi. — Taki maður sjö-
lestina er maður kominn klukk-
an níu. Mig langaði bara að
heyra í þér. Vita með vissu, að
bú hefðir ekki skipt um skoðun.
Hann hló ekki lengur og hún
fann einhvern óróa í raust hans.
— Nei, sagði Anna blíðlega.
— Nei, Yngvi, ég hef ekki skipt
um skoðun.
Hann þagði dálitla stund,
svo sagði hann. — Mér datt dá-
lítið áriðandi í hug. Hverjum
ætlarðu að bjóða í brúðkaups-
veizluna? Ættingjum, vinum,
fólki hvaðanæva að?
— Alls engum. Bróðir minn
kemur. Hann heitir Pétur og
býr hérna. Viltu, að hann komi?
— Vitanlega vil ég það. Ætl-
ar þú að tala við hann? Segja
honum frá okkur? Svo að hann
viti það allt og samþykki.
— Já, sagði Anna og skelli-
28. TBL. VIKAN 49