Vikan - 19.10.1972, Side 8
Rættvið lettneska rithöfundinn Gunars Irbe
- í hitteðfyrra var mikið um dýrðir í Riga,
þegar haldið var upp á þrjátíu ára afmæli
Sovét-Lettlands. Aðalfagnaðurinn fór fram í
Lettnesku óperunni, og var útvarpað
frá honum. Og um níutíu og fimm af hundraði
ræðuflutningsins var á rússnesku . . .
Gunars Irbe við ritvélina. Hann skrifar (undir höfundarnafninu Andrejs
TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON MYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON Irbe) bæði á lettnesku og sænsku.
FIMMTAN
ÞÚSUND
MANNS
HURFU Á
EINNINÓTTU
Nýlega var staddur sér á
landi lettneski rithöfundurinn
Gunars Irbe, í fremstu röð
þeirra sem nú yrkja á lett-
neska tungu. Hann er fæddur
í Riga 1924, en hefur um langt
skeið búið í Svíþjóð. Hann hef-
ur einkum skrifað ljóð og smá-
sögur (undir höfundarnafninu
Andrejs Irbe) og munu þekkt-
ust verka hans smásagnasöfn-
in Mums nav svetvakaru (Okk-
ur vantar helgarkvöld, 1962)
og Marisandra kaza (Geit Mari-
söndru, 1966). Eru verk Irbes
talin mjög í existensíalískum
anda. Hann er félagsfræðingur
að mennt, en skrifar auk þess
um fagurmenningarefni í ýmis
blöð, þeirra á meðal Göteborgs
Handels- och Sjöfartstidning.
Þá hefur hann þýtt á lettnesku
verk eftir marga sænska og
norska höfunda, þar á meðal
Harry Martinson og Tarjei Ve-
saas, sömuleiðis eftir íslenzk
skáld eins og Hannes Péturs-
son, Jóhann Hjálmarsson og
Vilborgu Dagbjartsdóttur.
Lettar eru sem kunnugt er
meðal þeirra þjóða, sem hörð-
ustum örlögum sættu í heims-
styrjöldinni síðari. í upphafi
stríðsins hernámu Rússar land-
ið og innlimuðu það í Sovét-
ríkin, 1941 var það hernumið
af Þjóðverjum og í stríðslokin
aftur af Rússum. Sovézk stjórn-
arvöld beittu Letta ofboðslegri
grimmd og níðingsskap til að
brjóta á bak aftur alla raun-
verulega og hugsanlega and-
stöðu meðal þeirra; menn voru
í hundraðatali teknir af lífi eða
pyndaðir til bana í fangelsum,
og tugþúsundir voru fjuttar í
þrælabúðir í Síberíu og á
heimskautssvæðunum. Fjöldi
Letta flýði til Vesturlanda, og
eru lettneskir útlagar þar nú
taldir að minnsta kosti hundr-
að og tuttugu þúsund talsins,
í Svíþjóð, Vestur-Þýzkalandi,
Bretlandi, Norður-Ameríku,
Ástralíu og víðar. Útlagar þess-
ir hafa með sér mjög virk sam-
tök er halda uppi mikilli menn-
ingarstarfsemi, og má þar til
nefna bókmennta- og listatíma-
ritið Jauna Gaita, sem gefið er
út í Ontario í Kanada. En Gun-
ars Irbe er í ritstjórn þess og
kom einmitt til íslands til að
safna efni í hefti af ritinu, sem
helgað verður íslandi.
Vikan hafði samband við Ir-
be og spurði hann nokkurra
spurninga um lettneska þjóð-
menningu og ástandið í Lett-
landi eftir stríðið. Við vikum
fyrst að sögulegum og menn-
ingarlegum tengslum Norður-
landa og baltnesku landanna,
sem standa á gömlum merg;
þannig voru miklar samgöngur
milli þessara svæða þegar á
víkingaöld og raunar miklu
fyrr, og á seytjándu öld heyrðu
Eistland og mestur hluti Lett-
lands undir hið sænska stór-
veldi Vasakonunganna.
— Það er ljóst að allmargt
er svipað með baltnesku þjóð-
unum og Norðurlandabúum
menningarlega séð, sagði Gun-
ars Irbe, — þótt tungumálin
séu að vísu gerólík. Ég get til
dæmis nefnt miðsumarhátíðina
i Lettlandi, en hún er sem
kunnugt er líka tíðkuð í Finn-
landi og Svíþjóð, að vísu í
nokkuð öðru formi. Það má
lika greina svipuð form í lett-
neskri og sænskri skreytinga-
list, já og jafnvel í lettneskri
og íslenzkri. Sama er að segja
um þjóðlega ljóðlist, þjóðkvæði
og þjóðvísur.
— Lettneska þjóðin er ein-
mitt mjög auðug af þjóðkvæð-
um og þjóðvísum, er ekki svo?
—■ Jú, þjóðlegur kveðskapur
okkar og tónlist er mjög mik-
ið að vöxtum og fjölbreytilegt.
Alls hefur um níu hundruð
þúsund þjóðkvæðum og þjóð-
vísum verið safnað, þar á með-
al mörgum tilbrigðum, og yfir
átján þúsund þjóðlög hafa varð-
veitzt. Á lettnesku eru þessir
þjóðsöngvar kallaðir tautas
dziesmas eða dainas. Heimildir
eru til um þennan þjóðlega
kveðskap Letta þegar á þrett-
ándu öld, og erlendir ferða-
menn, sem síðar lögðu leið sína
til landsins fram eftir öldum,
skrifa einmitt oft um að Lettar
hafi aldrei verið ósyngjandi,
ekki einungis þegar þeir gerðu
sér glaðan dag, heldur og við
dagleg störf. Þetta fylgir okkur
Lettum allt fram ó þennan dag;
hvenær sem við komum nokkr-
8 VIKAN 42. TBL.