Vikan - 19.10.1972, Síða 11
ur ár eftir lát móðurinnar. Fað-
ir hans gat lítið sinnt honum,
hann fluttist milli fósturfor-
eldra og ættingja og varð æ
innhverfari.
Áhorfendur hlógu að
James Dean.
En svo fór samt að hann
stundaði skóla og komst í há-
skóla, þar sem hann ætlaði að
leggja stund á lögfræði. Náms-
árangur hans var ekki beinlín-
is aðdáunarverður, en einhvern
veginn komst hann í kynni við
leikara í áhugamannaklúbb.
Það átti að setja Macbeth á
svið og James fékk hlutverk
prinsins.
Þetta urðu mestu hrakfarir,
fólkið æpti af hlátri, þegar
James kom fram í múnderingu
sinni og las hátíðlega hlutverk
sitt. Gagnrýnendur rifu niður
sýninguna í heild, en sérstak-
lega þó James Dean.
James Dean, sem aldrei hafði
þolað gagnrýni, flýði til New
York. Já, honum hafði mistek-
izt við listina. En hann skyldi
svei mér sýna þessu fólki, hann
skyldi verða frægur leikari. En
það var ekki hlaupið að því.
Hann fékk samt nokkur smá-
hlutverk í sjónvarpsþáttum og
statistahlutverk í leikhúsum, en
það var allt og sumt. Og ef
húsmæðurnar, sem hann leigði
hjá, hefði ekki vikið einu og
öðru að honum, hefði hann
varla tórt. Hann átti það til að
loka sig inn á herbergi sínu
annan daginn en svo gat hann
verið hjálpsamur og elskulegur
hinn daginn.
Að lokum ákvað hann að
Þessa mynd af James Dean höfðu þúsundir ungra stúlkna undir
koddanum sinum á óiiðjum sjötta tug aldarinnar.
að daginn eftir voru óskir hans
uppfylltar.
En þegar James var níu ára,
fékk hann mikið áfall. Móðir
hans lézt úr krabbameini.
Honum fannst hann hafa ver-
ið svikinn. Hvernig gat móðir
hans yfirgefið hann á þennan
hátt?
— Hún gat auðvitað ekki
lifað, sagði hann, mörgum ár-
um síðar. — Hún var of góð
fyrir þennan heim . . .
Hann var í reiðileysi í nokk-
reyna að komast inn á Actors
Studio, bezta leikskólann í New
York. En á síðustu stundu var
hann næstum búinn að missa
kjarkinn. Hann ætlaði að flýja
af hólmi, en einn vinur hans
gat komið i veg fyrir það og
stappað í hgnn stálinu.
A inntökuprófinu var hann
látinn leika fyrir dómnefnd og
í henni var, meðai annarra,
Elia Kazan, leikstjórinn frægi.
Prófið gekk vel og hann fékk
inngöngu í skólann, en á eftir
benti dómnefndin samt á tölu-
verða galla í frammistöðu hans.
James Dean gerði það sem
hann var vanur að gera: flúði
og lokaði sig inni. Það var ekki
fyrr en eftir miklar fortölur,
að hann fékkst ti) að koma
aftur í skólann til að taka þátt
i að minnsta kosti hluta ai'
námsefninu. En oftast nær hélt
hann sig í einhverju horninu
og svaraði varla, þegar hann
var ávarpaður.
En svo fékk hann gullið tæki-
færi, það sem hann sjálfur
sagði að hefði ráðið örlögum
hans. Honum var boðið sæmi-
legt hlutverk í leikriti, sem
Framhald á bls. 46.
„Risinn" varS síðasta kvikmyndin
hans. Hann var látinn, þegar
myndin var frumsýnd og frum-
sýningargestir voru flestir i sorg-
arbúningi.
James Dean og Elizebath Taylor
urðu beztu vinir, meðan á upp-
töku „Risans" stóð. Hann bauð
henni, meira að segja, i bíltúr.
42.TBL. VIKAN 11