Vikan - 19.10.1972, Qupperneq 13
makki. Hann skeytti litið um ástir
og langaði umfram allt til þess aö
lifa kyrrlátu llfi. Hann lét sér
nægja sllkar augnabliksástir öðru
hverju sem ungir menn geta
alltaf notiö. 011 sú viðkvæmni,
riddaramennska og blíða, sem
vel uppalin og menntuö kona
krefst jafnan. olli honum einungis
leiðindum. Þau bönd semskapast
jafnan viö þess konar ástar-
ævintýri, hversu óljós sem þau
kynnu að vera, fylltu hann jafnan
ótta. Hann sagöi þá við sjálfan
sig: „I mánaðarlokin verö ég
búinn að fá nóg af þessu og svo
neyöist ég til að draga þolin-
móður aö sllta þessu i heila sex
mánuði af kurteisisskyldu.”
Og sllk reikningsskil ergðu
hann og þreyttu, með öllu þvi,
sem þeim var samfara,
tálvonum, tilfinningum og
stööugri hollustu konunnar, sem
hann var I þann veginn að
yfirgefa.
Hann foröaðist þvi að hitta
Madame Poincot.
En kvöld nokkurt lenti hann við
hlið hennar I veizlu einni. Og hann
fann hið brennandi augnaráð
þessa fagra sessunautar á húð
sinni, I augum slnum og jafnvel
hjarta sinu. Hendur þeirra
snertust og þrýstu hvor aðra
hlýlega og næstum þvl ósjálfrátt.
Astamakkiö var þegar að byrja.
Hann hitti hana aftur og alltaf
án þess að gera nokkuð til þess
sjálfur. Hann sá nú, aö hún
elskaði hann. Hann fann til
samblands af meöaumkun og
hégómagirni, þegar hann
skynjaði, hviltk ofsaleg ástriða
eftir honum bjó I hjarta þessarar
konu, svo að hann lét það gott
heita, að hún dáðist að honum, og
sýndi henni aöeins riddara-
mennsku, þar eö hann vonaöi, aö
þetta samband yrði aðeins
hugræns eðlis.
En dag nokkurn mælti hún sér
mót við hann til þess eins að hitta
Framhald. á bls. 34.
42. TBL. VIKAN 13