Vikan


Vikan - 19.10.1972, Page 16

Vikan - 19.10.1972, Page 16
DAGBÓK ÚR HVÍTA HÚSINU Lady Bird Johnson, fyrrverandi for- setafrú Bandarikjanna, nýtur nú rólegrar og áhyggjulausrar ævi I Texas. Hún hefur gefið sér tima til að skrifa bók um lífið I Hvita húsinu, byggða á dagbók, er hún hélt þau fimm ár, sem hún var húsfreyja. Johnsonhjónin komu i opinbera heimsókn til tslands árib 1963, én þá var Johnson varaforseti Bandarikjanna. Sérstök dagskrá var fyrir frá Johnson, og Bragi Guömundsson tók þessa mynd i Arbæ, þar sem hún var aö skoöa gamia aska hjá Lárusi Sigurbjörnssyni. Arineldurinn á heimili John- sonshjónanna i Texas bauö þau velkomin eftir löng og ströng ár i Washington, og þau þáöu feginsamlega sæti fyrir framan hann. „En segir forsetafrúin fyrrverandi,„ég minnist meö ánægju næstum hvers einasta dags á árunum 1963 - 1969, þegar Hvfta húsiö var okkar heimili”. Þaö er von, aö oröiö næstum fljóti meö, þvi aö auövitaö hlutu þau aö upplifa erfiöa daga, eins og annaö fólk, jafnvel hræðilega daga. Einn hinna hræöilegu daga var fyrsti dagur Lyndons B. Johnsons I hinu háa embætti, nóvemberdagurinn blóöugi, þegar John F. Kennedy var myrtur i Dallas. 22. nóvember 1963 skrifar Lady Bird: „Frú Kennedy var komin, og kistan var einnig komin um borö. Og þarna sór Lyndon eiöinn i þrönga ganginum milli sæta- raöanna meö Jackie, úfna og þó svo rólega og stillta á aöra hliö og mig á hina, Hughes dómara fyrir framan sig og þingmenn, leynilögreglumenn og annaö starfsliö 1 kring. Þaö er furðulegt, hvernig ómerkilegir gmámunir festast i manni, þegar svona atburöir eiga sér staö. Ég man setningar á stangli, eins og þegar lögreglust jórinn I Dallas sagöi viö frú Kennedy: „Ég fullvissa yöur um, aö viö geröum allt, sem viö gátum”. Þá var þaö lika, sem ég leit á hana og sá, aö hún var öll ötuö i blóöi, fötin, háriö, ^okkarnir og skórnir. Ég spuröi hana, hvort ég ætti aö hjálpa henni að skipta um föt. En hún svaraöi ákveöin: „Nei, ekki núna, seinna, ég vil aö þeir sjái, hvaö þeir hafa gert Jack”, Eitt af þvi fyrsta, sem Lady Bird varð aö venja sig viö sem forsetafrú, var aö eiga naumast lengur neitt einkalif, vera alla tiö umkringd blaöamönnum, sem fylgdust meö hverju hennar fótmáli. Þaö sýndi sig, aö bæöi frúin og dætur hennar læröu fljótt aö umgangast blaöamenn á þann hátt, aö þær ööluöust vinsældir þeirra. En 7. desember 1963 skrifar Lady Bird: „Þaö er ný reynsla fyrir mig, aö allt skuli vera fréttnæmt, sem viÖ tökum okkur fyrir hendur. Ég vil vera sanngjörn, en þaö er min skoöun, aö einkainál eigi fullan rétt á sér, jafnvel hér á 1600 Pennsylvania Avenue. Frá þvi viö stigum út úr flugvélinni kvöldiö eftirminnilega i nóvember hefur rignt yfir okkur beiönum um viötöl, greinar og efnihvaöanæva úr heiminum. Viö höfum visaö öllum þessum beiönum beint til Pierre Salinger, blaöafulltrúa. En okkur er ljóst, aö þaö er kominn timi til aö létta af honum byröunum. Einn af fulltrúum okkar hefur átt fund meö blaðamönnum til þess aö komast aö þvi, hvaöa efni þeir slægjast helzt eftir og hvernig fyrirkomulag er bezt á þessum hlutum. Ég vil sjálf gjarna hafa einhverjar fastar reglur aö fara eftir, sem hentaö geta báöum aöilum. Ég þekki raunar marga blaöamenn persónulega, og ég viröi þeirra starf og þá sjálfa. Tvær kröfur hafa verið settar fram: 1) aö viö séum til viötals eins oft og mögulegt er, 2) aö viö segjum sannleikann. Þaö er betra aö viðurkenna, aö maöur getur ekki vitaö né heldur sagt frá öllu”. 1 janúar 1964 heimsækir Lady Bird héraö, þar sem ríkir at- vinnuleysi. Verksmiöjurnar taka bara konur f vinnu, karlar eiga erfitt með aö fá nokkuö viö sitt hæfi, og „afleiöingin er sú,” skrifar Lady Bird, „aö þaö er konan, sem vinnur fyrir heimilinu, meöan karlmaöurinn stendur i tiltekt, bleijuþvotti og innkaupum. Hugsa sér, hverja þýöingu þetta hefur fyrir þjóöfélagslega þróun, ef þessu heldur áfram f t.d. tuttugu ár enn”, skrifar hún í dagbókina, án frekari athugasemda. En þaö er augljóst, aö henni lizt ekkert á slfka framtiö. Dagur forsetafrúarinnar er skipulagöur langt fram i timann. Engu aö síöur getur skipu- lagningin fariö út um þúfur. Stundum finnst henni hún vera i stöðugum eltingaleik viö sjálfa sig og tímann. Auk þess er skrifboröiö alltaf hlaöiö verk- efnum, og þó að hún hafi bæöi einkaritara og aöra, til aöstoöar er margt, sem hún veröur aö 16 VIKAN 42.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.