Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 25

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 25
Stofurnar í heimili ráöherrahjónanna eru fremur litlar, en þar fer saman glæsileiki og sannur heimilisandi. Viö getum aðcins sýnt þaö fyrrnefnda á mynd. sarnan i sima á hverjum degi. Hún sér mér m.a.s. fyrir varabarnabörnum, eins og ég kalla þau, þvi að ég á engin barnabörn ennþá sjálf. — Hvað um skólagöngu? — Ég gekk i Gagnfræðaskóla Reykvikinga, sem var i gamla Iðnskólahúsinu. Sá skóli var stofnaður, þegar Jónas Jónsson setti takmörk á fjölda nýrra nemenda við Menntaskólann, en þaðan komst maður i fjórða bekk. Stúdentspróf tók ég 1935, en við vorum þá 6 stúlkur af um 40 stúdentum. Svo fór ég i heim- spekina i Háskólanum og sótti einnig tima i efnafræði með læknanemum til þess að búa mig undir starf við Atvinnudeild Háskólans, sem þá var að taka til starfa. — Þessu starfi gegndi ég svo, þar til ég giftist og raunar nokkru lengur. M.a.aðstoðaði ég við undirbúning verklegrar kennslu i efnafræði, sem þá fór fram á efstu hæð hússins', en þangað komu bæði læknanemar og nemendur Húsmæðra- kennaraskólans, sem þá höfðu aðsetur i kjallara Háskólans og hlutu kennslu hinna ýmsu kenn- ara skólans. — Hvernig kynntust þið Ölafur? — Við kynntumst á 1. des. balli 1935. Hann varð stúdent sama ár og ég, en fyrir norðan. Svo gift- umst við 1941, og það hefur varla verið neitt glapræði, þvi að okkur hefur ekki orðið sundurorða i þessi rúmlega 30 ár, sem við höfum búið saman. Ölafur og Dóra hafa búið á Aragötu 13 siðan 1952. Húsið er ekki stórt og lætur litið yfir sér, en innan dyra er sannur heimilis- andi, stofurnar fremur litlar og 42.TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.