Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 33
FRAMHALDSSAGA EFTIR BRUCE GRAEME NÍUNDI HLUTI Enn hefur ekkert orðið nánar uppvist um dauða hennar, en lögreglan hefur komið hér oftar en einu sinni til að spyrjast fyrir, af því að svo skammt var liðið siðan hún hafði dvalið hér. í»vi miður get ég engar upplýsingar gefið. hverri annarri ástæöu láta mig gera tilraunirnar á sér. En þvi miöur eru ekki nærri allir til þess hæfir. — Þessar tilraunir yöar iltheimta þá einhverja sérstaka eiginleika hjá fólkinu, sem þær eru gerðar á? spurði dr. Priestley, Partington skildi sýnilega rétt, hvaö hinn var að hugsa, og svaraði: Þér megiö ekki halda, aö þaö sé neitt dularfullt við þessar aðferöir minar. Þær útheimta ekki neinn sérstakan næmleika hjá tilraunafólkinu. Miklu frekar mætti segja, aö mistök min séu sjálfum mér aö kenna, eða þvi, að áhöld min séu enn ekki nógu fullkomin. En sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir endurteknar tilraunir get ég ekki fengið neinn samfelldan árangur hjá sumu fólki, en aftur á móti hjá ööru. Til dæmis var siöasti gesturinn minn, sem dó svo snögglega og sorglega, einn þeirra, sem ekki dugðu til tilraunanna. Dr. Priestley setti uppundv- unarsvip og Partington flýtti sér að halda áfram: — Hún hét ungfrú Cynthia Bartlett. Aður en mánuður var liðinn frá þvi að hún fór héðan, fannst hún hengd I eldhúsinu i Wargrave House, sem er ekki nema fáar milur héðan. Enn hefur ekkert orðið nánar uppvist um dauða hennar, en lögreglan hefur komiö hér oftar en einu sinni til að spyrjast fyrir, af þvi að svo skammt var liðið siðan hún hafði dvalið hér. Þvi miður gat ég engar upplýsingar gefið, þar sem ég hafði ekki séð hana siðan hún fór héðan. En auðvitaö snart þetta mig afar illa, ekki sizt þar sem það gerðist réttri viku eftir að veslings André varð fyrir slysinu. — Það er merkilegt, sagöi Priestley. — Er hægt að hugsa sér nokkurt samband þar i milli? Partington hristi höfuðið. — Það get ég varla skiliö, enda þótt ég haldi, að lögreglan sé sannfærð um, að svo hafi verið. Og meira að segja hefur fulltrúinn hérna haldið fram þeirri skoðun, að André, sem af einhverjum ókunnum ástæðum kom heim svona óvænt, hafi látið böggul detta niður hjá Wargrave House. Hann virðist halda, að ungfrú Bartlett, sem — mér óafvitandi — dvaldi i Waldhursf um það leyti, hafi hirt þennan böggul. Ég veit vitanlega ekki við hvað hann kann að styðja þetta álit sitt, en i mlnum augum er það ekki annað en vitleysa. Ég sagði Everley fulltrúa, að þeim André og ungfrú Bartlett hafi komið mjög vel saman, meöan þau dvöldu hér bæði, en þar út yfir er ég sann- færður um, að ekkert samband hefur verið milli þeirra. — Tilviljunin er meiri þáttur i lifi manna en flestir vilja kannast við, sagði Priestley. — Auðvitað getur eitthvert samband hafa verið milli þessara tveggja at- burða. Mér skilst, að ekkert hafi orðið uppvist um tilganginn með morðinu? — Ekki svo að ég viti. Ég geri ekki kröfu til að. heita neinn glæpafræðingur, en ég get ekki fundiö aðra skýringu en þá, að ungfrú Bartlett hafi orðið fyrir barðinu á einhverjum morð- sjúkum manni. Hún var annars einkennileg að mörgu leyti. Ég hafði næg tækifæri til að athuga það meðan tilraunir okkar stóðu yfir. Hún var sterk og sjálfstæð kona, og gædd þessu kappi og kæruleysi, sem tekur ekkert tillit til torfærna á veginum að óskum manns. Auðvitað er það vel hugsanlegt, að hún hafi bakað sér hatur einhvers, en að það hatur hafi verið nægileg ástæða til að myrða hana, þvi trúi ég ekki. — Þér segið, að hún hafi verið myrt ekki langt héöan. Vissuð þér Fravihald á bls. 38. . 42. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.