Vikan


Vikan - 19.10.1972, Page 46

Vikan - 19.10.1972, Page 46
fagnaðarlátunum, svo að hægt er að ímynda sér að þorri há- tíðargesta hafi varla eða alls ekki skilið það mál. Einn er sá hópur lettneskra manna sem alveg ákveðið verð- ur að hafa í huga þegar litið er á þróun mála þar í dag. Fyrri heimsstyrjöldin kom sem kunn- ugt er mjög hart niður á Lett- landi, þar eð víglínan milli Þjóðverja og Rússa lá lengi gegnum landið. Fjöldi Letta, líklega ekki færri en tvö hundr- uð þúsund, barst þá austur til Rússlands. Var það bæði fólk, sem flýði eyðileggingu og ógn- ir ófriðarins, og lettneskir her- menn, sem sameinuðust hinum rauða her bolsévíka og voru mikilvægur þáttur hans fyrst í stað; því hefur meira að segja verið haldið fram að framganga þeirra hafi ráðið úrslitum um að rússneska byltingin tókst. Auk þessara hermanna og flóttamanna höfðu fjölmargir Lettar flutt búferlum til Rúss- lands fyrir stríðið. En eftir inn- limun Lettlands í Sovétríkin hafa margir í þessum hópi snú- ið aftur heim og mörgum ver- ið hossað verulega af stjórnar- völdum. Þeir hafa verið skip- aðir í æðsta ráðið, miðnefnd- ina og svo framvegis, sem sagt komizt í áhrifastöður, þar sem þeir eru jafnframt eins konar milliliður Rússa og Letta. Þess- ir menn, sem áratugum saman höfðu dvalizt fjarri ættlandinu, voru að sjálfsögðu orðnir því að mörgu leyti framandi þegar þeir sneru heim, kannski búnir að týna niður málinu sumpart eða alveg, höfðu engin kynni haft af Lettlandi sem sjálfstæðu og áttu erfitt með að skilja eða meta arfleifð þess timabils. —■ Nú fyrir skömmu bárust fréttir af mótmælum í Litháen gegn rússneskum yfirráðum. Hver er aðstaða Litháa í þeim efnum, samanborið við Letta? — Iðnvæðingin hefur verið minni í Litháen en Lettlandi og innflutningur fólks þar af leið- andi minni. Það auðveldar Lit- háum eitthvað þjóðernislegt viðnám þeirra. Þar að auki er kaþólska kirkjan mjög sterk hjá þeim, og má vera að hún sé að einhverju leyti bakhjarl eða uppörvun til þjóðernislegs við- náms. Benda má á að í Póllandi virðist kirkjunni hafa tekizt nokkurn veginn að halda velli fyrir kommúnistaflokknum, en samband Póllands og Litháen er náið frá fornu fari. Það sem ég hef séð af litháískri list bendir til að hún sé þar mó- derníseraðri en í Lettlandi, og kynni það líka að standa í sam- bandi við pólsk áhrif. Raunar er ekki úr vegi að benda á í þessu sambandi að þjóðernislegt viðnám gegn rússun minnihlutaþjóða í Sovétríkjunum er síður en svo bundið við baltnesku lönditl ein. Þessarar andstöðu gegn yf- irdrottnun rússneskrar tungu og menningar gætir meira að segja í sovétlýðveldum Mið- Asíu, og liggur þó í augum uppi að sovétstjórnin hefur komið í verk mjög miklum framförum í þessum löndum, sem áður bjuggu við sárustu fátækt og ólæsi. — Nú eru Lettar ekki nema tæplega sextíu af hundraði íbúa í sínu eigin landi, 1 minnihluta í eigin höfuðborg, meirihluti efnis, sem útvarpað er í land- inu er rússneskt, og svona mætti lengi telja. Sjást þá ekki merki þess að Rússum sé farið að verða eitthvað ágengt í þeim ásetningi sínum að breyta Lett- um í Rússa? — Nei, ekki enn sem komið er, að því er bezt verður séð. í borgunum, þar sem innflutt fólk er fjölmennast, virðist lettneskt fólk til dæmis svara með þvi að halda sig út af fyr- ir sig. Talsverð hætta er auð- vitað á því að þvinganir sov- étstjórnarinnar leiði til þjóð- ernishaturs. Það væri illa far- ið. Mér er óhætt að fullyrða að það er engin andúð á Rússum sem slíkum, sem knýr mig eða landa mína yfirleitt til and- stöðu við þá, heldur aðeins að- stæðurnar eins og þær eru í landinu. dþ. „ÉG ER ROLEGRI f DAG“ Framhald af bls. 19 Country Joe McDonald var mjög góður í Liseberg þetta kvöld, hann hafði fullkomið vald á öllu sem hann gerði en var greinilega ekki ánægður með að syngja fyrir svo fáa, þegar hann hafði reiknað með svo mörgum. Þegar hann var spurður eftir hljómleikana hvernig honum hefði líkað við áheyrendur svaraði hann að- eins: — Jú, það var allt í lagi með þá. En þegar fór að síga á seinni hlutann hjá honum á sviðinu spurði hann allt í einu, dálítið fýldur: — Hvað ef að? Er kalt þarna úti? Eru ekki allir að skemmta sér? Einhver baulaði syngjandi sænskt „ja!“ og hann svaraði strax: — Það fer þá fram hjá mér! Meinfýsnislegur hlátur fór á milli bekkja og svo var klapp- að hraustlega. Country Joe er nú orðið þekktur sem „sóló“-maður, hann hefur um tveggja ára skeið aðallega unnið einn og það var ekki fyrr en þessi hljómleikaferð um Skandina- víu og Evrópu barst í tal, að hann ákvað að stofna hljóm- sveit. Og sú hljómsveit er svo sannarlega ekki af verri end- anum enda vakti hún sízt minni athygli og hrifningu en Coun- try Joe sjálfur í Liseberg. Þrjár konur voru í hljómsveit- inni: Dorothy Moscovitz á píanó, Anna Ricco á trommur og Bailey, sem hvað eftir ann- að fékk mikil og stór klöpp eftir góð sóló. Aðrir í hljóm- sveitinni eru congaleikarinn Sebastian, stór og digur blökku- maður og trommuleikarinn Da- vid Getz, sem var með Janis Joplin í „Big Brother & the Holding Co.“, þannig að trommuleikarar eru þrír og eru þau Anna Ricco og Getz sér- staklega skemmtileg saman. Bassaleikarinn Peter Albin var einnig í „Big Brother“, svo og gítarleikarinn Phil Marsh. Þeir Getz og Albin voru síðar með Country Joe í „The Fish“. — Sjálfur leikur hann á kassagít- ar og syngur. „Hljómsveitin heitir örugg- lega ekki The Fish,“ svaraði Joe spurningu minni í kjallar- anum. „Og ekki heldur The New Fish. Fish er dauð hljóm- sveit og það eina sem ég við- held frá því tímabili er „Jan- is“ og „I-feel-like-I‘m-fixin‘- to-die-rag“ (það sem hann flutti á Woodstock). Allt ann- að efni er tekið af sólóplötun- um mínum.“ Á undanförnum tveimur- þremur árum hefur Joe Mc- Donald verið mikið í Evrópu, búið um tíma í Englandi og leikið inn á plötur með evr- ópskum tónlistarmönnum; Se- bastian congaleikara hitti hann til dæmis fyrst í London. En Country Joe, einn leiðtoga og fulltrúa byltingarsinnaðrar æsku í Bandaríkjunum vill ekki flytja þaðan. „Ameríka er mitt land,“ sagði hann og brosti breitt. „Þar er margt sem breytinga þarf við og ég vil taka þátt í þeim breyt- ingum, því ég elska Ameríku — þrátt fyrir allt!“ ó.vald. HEIL KYNSLÓÐ GRET Framhald af bls. 11 átti að koma upp í einu leik- húsanna við Broadway. James Dean varð gjörbreytt- ur. í sex vikur vann hann dag og nótt að hlutverkinu. Ekkert mátti fara forgörðum, hver setning varð að vera fáguð og gallalaus. Nú ætlaði hann að sýna . . . Svo kom frumsýningin. James Dean lék af hjartans lyst og fékk ágætis móttökur. En leikritið sjálft fékk mjög slæma dóma. Það gekk aðeins í eina viku. Marlon Brando skarst úr leik, James Dean fékk tækifærið. En svo skeði nokkuð í Holly- wood, Elia Kazan var að hefja æfingar á „Austan Eden“ og kvikmyndahandritið var gert eftir bók Johns Steinbeck. Að- alhlutverkið var í höndum Mar- lons Brando og allt átti að vera klappað og klárt. En svo skarst Marlon Brandon úr leik, hann hafði ekki tíma til að leika hlutverkið. Þetta var mikið reiðarslag. Félagið var búið að leggja stór- fé í allan undirbúning, aðrir leikarar voru ráðnir og það var hreinlega ekki hægt að hætta við. Elia Kazan mundi þá óljóst eftir piltinum, sem hann hafði prófað í Actors Studio. Hann var ekki ólíkur Brando, eina leiðin var að veðja á hann. Forstjórar kvikmyndafélagsins voru heldur hikandi, var hægt að trúa svo óreyndum manni fyrir svo veigamiklu hlutverki? En þeir áttu ekki annarra kosta 46 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.