Vikan

Issue

Vikan - 05.04.1973, Page 10

Vikan - 05.04.1973, Page 10
VIÐ OG BÖRNIN OKKAR PERSÖNDLEIKA- TENGSL MÖDUR DG DARNS Nýlega kom ung móðir til mín með barn sitt, og það var augsýnilega í uppnámi. Það grét, þegar það kom, og að fá- um mínútum liðnum var móð- irin einnig farin að gráta. Ég athugaði barnið vandlega og fann ekki nein merki um neinn s.iúkdóm. Það virtist ekki vera fyrir hendi nein líkamleg ástæða fyrir vanlíðan þess, en ég skildi fljótlega, hvað var að, þegar ég tók að spyrja móð- urina í þaula. Barnið hafði komizt í uppnám vegna rösk- unar á persónuleikatengslum þess og móðurinnar. Persónuleikatengsl (empat- hy). Þetta er dálítið óvenju- legt orð. Það var myndað af sálkönnuðum til þess að tjá merkingu og eðli tengsla þeirra, sem eru milli móður og barns. Allt frá fæðingu tengir barnið móður sína við ýmsar notalegar kenndir, svo sem saðningu, hlýju, huggun, vel- líðan, varanlega meðhöndlun og blíðuatlot. Það kynnist lykt hennar, snertingu, rödd og helztu andlegu eiginleikum. Slík náin persónuleikatengsl geta líka skapazt milli barns o" fósturmóður þess eða barn- fóstru. Aðalatriðið er, að barn- ið venjist því, að ein sérstök persóna hugsi um það og þarf- ir þess og að persónuleika- tengsl skapist á milli þess og persónu þessárar. I tilfelli því, sem ég lýsti hér að framan, hafði sjálfstraust móðurinnar farið úr skorðum. Ef til vill hefur hugsunarlaus athugasemd einhvers nágrann- anna eða vinkonu um barnið skapað efa í huga hennar. Ef til vill hefur verið um það að ræða, að barnið héfur ekki vilj- að borða eða fengið meltingar- truflun, eins og oft vill verða hjá smábörnum. Og brátt versnar ástandið. Móðirin verð- ur annaðhvort viss um, að það sé eitthvað alvarlegt að barn- inu eða að hún hugsi ekki nægi- lega vel um það. Hún kemst því í uppnám, og vegna hinna sterku persónutengsla milli hennar og barnsins yfirfærist slíkt ekki alvarlega. Og þar að auki virðist þjóðlífið oft og tíð- um ala á slíkri röskun per- sónuleikatengsla. Margar þær lífsvenjur, sem virðast ala á slíkri röskun, mynduðust í síðari heimsstyrj- öldinni, þegar ungar mæður voru hvattar til þess að hefja störf utan heimilisins til þess að hjálpa þjóð sinni í styrj- aldarrekstrinum. Þá myndaðist sú venja að skilja ungbörn og smábörn eftir næstum daglangt hjá vinafólki og ættingjum. Þar að auki jókst þá mjög tala vöggustofa og dagheimila, sem Hið nána samband móður og barns veldur stundum, að annaðhvort eða bæði komast í uppnám vegna persónuleikatengslanna. þessi óróleiki til barnsins. Barnið verður einnig órólegt. Þegar búið er að finna hina raunverulegu ástæðu, þá er sem betur fer auðvelt fyrir lækninn að kippa þessu í lag, og þá fellur allt í ljúfa löð að nýju. Móðirin fær brátt sjálfs- traust sitt aftur, og hin nánu persónuleikatengsl móður og barns komast aftur í samt lag. Það er kannski vegna þekking- arskorts ■ á slíkri röskun per- sónutengsla, en hún getur var- að alllangt fram á bernskuár- in, að foreldrar eða aðrir þeir, sem fást við barnauppeldi, taka rekin voru af opinberum yfir- völdum. Og þessar aðstæður, sem áttu að verða til bráðabrigða, hafa nú orðið að varanlegum venjum. Auðvitað getur verið um að ræða fjárhagslega nauð- syn, sem rekur mæður ung- barna til vinnu utan heimilis- ins. En oftar er um það að ræða, að þær eru að vinna fyr- ir ýmsum auknum þægindum og eyðslufé, sem þær gætu ver- ið án, ef þær vildu láta ýmis- legt á móti sér, t. d. nýjustu gerð sjónvarpstækja eða þvotta- véla. Ýmsar ástæður. Mörgum mæðrum hættir til þess að sannfæra sjálfar sig um, að þær séu að gera barni sínu greiða með því að senda það á dagheimili eða leikskóla á unga aldri. Þær kvarta oft yfir því, að börnin séu eirðar- laus og erfið, og halda því fram, að þau þarfnist einhvers viðfangsefnis til þess að fást við og sökkva sér niður í. Þær álíta mótþróakennda hegðun barnsins óþekkt fremur en ein- kenni um léleg persónuleika- tengsl barns og móður. Og börn þessi, sem þjást þegar talsvert vegna skorts á tilfinningalegri útrás, fá því steina fyrir brauð, þ. e. stærri skammt af sama lyfi. Það má ekki skoða þessi orð mín sem bæn um, að börnin verði bundin fastar við svuntu móður sinnar, heldur er um hið gagnstæða að ræða. Sé hægt að vernda þessi persónu- leikatengsl og hlúa að þeim fyrstu bernskuárin, eru miklu meiri líkur á því, að barnið muni síðar verða mjög heil- brieð persóna, sem býr yfir heilbrigðu sjálfstrausti og er í andlegu' jafnvægi og hefur þannig betri möguleika til þess að hefja sjálfstæða lífsbaráttu. Bafn, sem hefur mátt búa við röskun slíkra persónuleika- t"'ngsla, getur auðvitað orðið algerlega eðlilegt og heilbrigt barn, því að börn hafa mikla aðlögunarhæfni. En slík börn Framhald á bls. 48. 10 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.