Vikan


Vikan - 10.01.1974, Qupperneq 12

Vikan - 10.01.1974, Qupperneq 12
ÞU NÆRÐ Smásaga eftir Marie Joseph. Ó, nei, ég ætlaði ekki að gefa öðrum manni hjarta mitt, sérstaklega ekki þessum hávaxna, ómótstæðilega Dana. Og þarna sat ég og hlustaði á Tivoli-hljómsveitina, þegar það rann upp fyrir mér, að ég var frjáls. Hugarangrið, sem hafði kvalið mig undanfarna mánuði, var horfið. Ég var búin að taka út dóm vonbrigðanna og gat nú farið að lifa lifinu aftur. Það var dásamleg tilfinning. Óteljandi, mislit ljósker voru fest i trén og það var engu likara en stjörnur á festingunni. Þetta var hlýtt septemberkvöld og ég gat nú i fyrsta sinn horfzt i augu við þá staðreynd, að Larry ætlaði að kvænast annarri stúlku Hljómsveitin lék Strauss-valsa af mestu snilld og ég fann, að ég óskaði minum fyrrverandi unnusta alls hins bezta. Ég var stödd i Kaupmannahöfn á við- skiptaferðalagi með húsbónda minum, Gavin Lancing og þegar ég kæmi heim, ætlaði ég sannar- lega að taka upp þráðinn og lifa lifinu á ný. Ég ætlaði aldrei framar, að sitja ein heima i litlu ibúðinni minni i Balham og mæna á simann, sem aldrei lét heyra i sér. Aldrei framar ætlaöi ég að sökkva mér i vökudrauma, þar sem Larry kom til að segja mér, að þetta hefði allt verið hrapalleg mistök. 1 draumum minum hafði ég jafnvel hugsáð mér hann hringja hjá mér dyrabjöllunni og vefja mig örmum, opnað og full- vissa mig um, að það væri hrein geggjun, að láta sér detta i hug, að við gætum lifað án hvors ann- ars, og bað mig innilega fyrir- gefningar. Það yrði örugglega langt, þar til ég yrði ástfangin á ný, langt þangað til nokkur maður gæti gert úr mér auðmjúka ambátt, látið mig fara eftir duttlungum hans, lyfta mér til skýja og sökkva mér svo i hyldjúpa gröf örvæntingarinnar. Aerisk kona, sem stóð i hópi landa sinna rétt fyrir aftan mig, kallað til hljómsveitarinnar og bað um aö leikið yrði lagið ,,I Left My Heart in San Francisco” og félagar hennar tóku undir það með lófataki. Ég sneri mér undan. Af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum, vildi ég ekki láta þau vita, að ég væri ensk. Ég var ekki i skapi til að skiptast á skoðunum við annað fólk. Mig langaði til að sitja þarna i friði og ró og melta með mér þetta nýja viðhorf. Húsbóndi minn, Gavin Lancing, hafði gengið snemma til náða, á hótelinu, sem við bjuggum á. Það var briðarstór bygging með háum turnum og gluggarnir sneru út á torgið. Hann hafði dregið dökkblá gluggatjöldin fyrir og sagðist ætla að reyna að koma maganum i lag. Hann kenndi gestrisni hinna dönsku viðskiptavina um þessa magapinu. Lancing var kvæntur maður um fimmtugt og bjó með konu sinni og tveim uppkomnum börn- um i skemmtilegu húsi i Surrey. Hann var vingjarnlegur við mig, en á fjarrænan hátt. t hans aug- um var ég aðeins ungfrú Masters, sem hripaði niður uppkast af bréfunum hans og skrifað þau eft- ir hraðrituðum textum og ég fór ekki i neinar grafgötur með það, að hann hafði ekki neinn áhuga á einkalifi minu. Kvöldið var hlýtt og fagurt. Það var svo hlýtt, að ég tók af mér sjalið, sem ég hafði á herðunum og lvfti hárinu frá hálsinum. Ferðamennirnir fyrir aftan mig, klöppuðu ákaft fyrir hljóm- sveitinni. Ég sá að ameriska konan var mjög snortin og mér datt i hug, að fyrir skömmu hefði þetta lag kannski kallað á tár min, en ég var komin yfir þann veikleika nú. Ég kom auga á mann i hópnum, sem horfði á mig aðdáunaraugum og mér var ljóst, að hann beið eftir einhverju merki þess, að ég væri ekki ónæm fyrir aðdáun hans. Ég minntist þess að sam- starfsmenn minir á skrifstofunni höfðu stritt mér, áður en við fórum i þessa ferð. — Kaupmannahöfn er töfrandi borg, sögðu þau og ég vissi hvað þau áttu við. Ég vissi að þeim fannst ég sérvitur, þar sem ég var lika einsömul og búin að ná svona skuggalega háum, aldri, tuttugu og fimm ára. Ég hefði átt að finna til ein- manaleika, sagði ég við sjálfa mig, en ég hefi alltaf kunnað vel við að vera ein. Leiðindi stöfuðu einfaldlega af þvi, að fólk gát ekki haft ofan af fyrir sjálfu sér. Ég ætlaði ekki að láta það henda mig. t sambandi okkar Larrys, var það ég sem venjulega átti frumkvæðið, það gat ég nú viður- kennt fyrir sjálfri mér, en ég var nú búin að endurheimta stolt mitt. Maðurinn brosti til min og ég flýtti mér að standa upp og koma mér i burtu. Ég naut þess að ganga gegnum fagurlega skreytt- an garðinn og þegar ég var komin i rúmið, sofnaði ég strax og svaf til morguns. En næsta dag hitti ég Kurt Hansen, sölustjóra hjá dönsku fyrirtæki. sem seldi postulin. Herra Lancing var ennþá náfölur og tekinn, en hann sagðist vera orðin það hress, að hann gæti vel farið i bil til verksmiðj- unnar, sem var i útjaðri borgar- innar. —Svo framarlega sem þeir bjóða mér ekki til hádegis- verðar... sagði herra Lancing, þegar við gengum i gegnum ytri skrifstofuna, til að hitta Kurt Hansen. Þetta var mjög glæsi- legur ungur maður, i ljósum sumarfötum. Blá og glettnisleg augun geisluðu og hann hafði það ljósasta hár, sem ég hefi nokkru sinni séð. Hann var sannarlega vikinga- týpa, grannvaxinn og sólbrúnn og með heilmikið af hláturhrukkum kringum þessi ótrúlega bláu augu. Við kynntum okkur. Einka- skrifstofan var mjög notklegt herbergi með þykkum ábreiðum á gólfinu. Hann hlustaði á tilboð herra Lancings, samþykkti sumt, hafnaði öðru: kom svo með sin eigin tilboð og mætti húsbónda minum á miðri leið, en ekki hárs- breidd þar fram yfir. Ég sá að herra Lancing kunni vel að meta hann. Kurt Hansen var, eins og flestir landar hans, mjög mikill l'öður- landsvinur. Það fann ég strnv þegar við sátum yfir i kaffibolla og ræddumst við. —Ég er búinn að gera ráðstal- anir til að vera með ykkur það sem eftir er af deginum, sagði hann brosandi. —Nú verðið þið að segja mér, hvað þið viljið helzt gera. Ég býst við að þið séuð búin að skoða höfnina og litlu haf- meyjuna? Horra Lancing setti frá sér kaffibollann, sem hann var ekki farinn að drekka úr. —Við höfum ekki gcfið okkur tima til þess, er ég hræddur um. Ungfrú Masters vissi hverju hún gekk að, þegar hún féllstá að koma með mér. Ég hefi verið svo mikið á ferðalögum og mér linnst allar stórborgir vera svo hver annarri likar. Kurt Hansen Ivfti aðeins brúnum og sagði dáiitið striðnis- lega: —Það verður að kippa þvi i lag og koma yður á áðra skoðun. Við getum siglt um höfnina siðdegis, en fyrst vil ég að þið borðið með mér á uppáhalds veitingahúsinu minu. Veðrið er svo gott, að við getum setið úti. Þar fáum við bezta brauðið i allri borginni, reykta sild, eggjarauður og rifinn lauk og að sjálfsögðu getið þið ekki farið heim, án þessa að smakka okkar frægu rióma- kökur. Húsbondi minn lokaði augunum i angist og ég vonaði að ég særði ekki hans karlmannlega stolt, þegar ég reyndi að útskýra það fyrir herra Hansen, að húsbóndi minn væri svolitið slæmur i mag- anum og óskaði þess helzt að komast sem fyrst heim á hótelið. Kurt Hansen stóð strax upp. — Ég bið yður að fyrirgefa, ég hefði átt að taka eftir þvi. Á meðan ég var að safna saman skjölunum og koma þeim fyrir i skjalastöskunni, sneri hann sér að mér. — Ég vildi gjarnan vera fararstjóri yðar, ungfrú Masters, ef það er leyfilegt? Það væri hreint og beint hræðilegt ef þér farið svo heim, að hafa ekki séð litlu hafmeyjuna. Það væri rétt eins og að koma til Paris, án þess að sjá Eiffelturninn og til London, án þess að sjá Buckinhamhöllina og Tower of Londón. - Það skiptir ekki máli, sagði ég. En herra Lancing hafði greinilega ekkert annað i huga, en að komast sem fyrst heim á hótelið og hafði ekki minnsta á- huga á þvi, hvað einkaritari hans gerði við fristundir sinar. — Það er ágætis hugmynd og mjög vingjarnlegt af yður, herra minn. Ég verð stálhraustur á morgun og læt ekki standa á mér frekar en regnið. — Já, hér rignir lika stundum, sagði Kurt Hansen, en húsbóndi minn hafði ekki hug á neinu, nema að komast sem fyrst i burtu og flýtti sér út i bilinn, sem beið hans fyrir utan. — Ég hefði liklega ekki átt að láta hann fara einan.Hann litur hræðilega illa út. — Já, hræðilega, sagði hávaxni Daninn og það glampaði i augum hans. — Ég held við ættum að Framhald á bls. 14 12 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.