Vikan


Vikan - 10.01.1974, Page 18

Vikan - 10.01.1974, Page 18
i' i 1 Nú hlakkar í einhverri Þær voru margar ungu stúlkurnar, sem gátu ekki á heilum sér tekið, þegar það fréttist að Presley væri kvæntur Pricillu Beaulieu. Nú geta þær farið að anda létt- ar, þvi að nú er hetjan skilin við konu sina. En það virðist fara svo vel á með þeim þarna á myndinni, sem var tekin þegar endanlega hafði verið gengið frá skilnað- inum, að kannski eru þau bara að skilja til að komast betur frá skattinum. Leikkonan leggur fyrir sig Ijósmyndun Gina Lollobrigida hefur leikið i yfir fimm- tiu kvikmyndum og henni fannst timi til kominn að reyna eitthvað nýtt. Hún ákvað að reyna að taka ljósmyndir og árangur- inn hefur þótt vera með ágætum. En hún var hrædd við, að frægöin tefði eitthvað fyrir sér við ljósmyndunina, svo að hún bjó sig i dulargerfi, áður en húnlagðiaf stað með myndavélina. Fer hann að gifta sig? be'tta er Karl Gústaf, nýi kóngurinn i Sviþjóð. Hann er enn ókvæntur og Svíar reyna að geta sér til um, hverja hann muni velja og vonast til að hann ákveði sig sem allra fyrst. Margar hafa verið til- nefndar sem liklegar i drottningarsætið i Stokkhólmi, en Karl Gústaf hefur ekkert látið frá sér heyra enn sem komið er, sem bendir til þess að hann hyggist ganga i hjónaband á næstunni. I festum Það eru liðnar nokkrar vikur siðan hún Anna prinsessa 1 Bretlandi gekk i heilagt hjónaband. Þessi mynd var tekin af henni meðan hún sat enn i festum og verður ekki annað séð en fari vel á með henni og hund- inum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.