Vikan


Vikan - 10.01.1974, Qupperneq 37

Vikan - 10.01.1974, Qupperneq 37
Conyers hafði himt við lyftuna og teygt fram álkuna, til þess að sjá líkið vel, án þess að snerta það. Nú rétti hann úr sér. Hann virtist svo æstur, að hann gæti tæpast haft hemií á sér, og vin- gja-nlegu augun voru orðin full illsku. — Ég átti viðtal við hann fyrir tveimurdögum, sagði Conyers. — Þér þekkið hann þö áreiðanlega, Sir Rufus? — Areiðanlega er stórt orð, ungi maður. Nei, ég þekki hann ekki. Hvers vegna haldið þér það? — Þetta er Dan Radolph, ame- riski fasteignajöfurinn, sagði Conyers, og hafði ekki augun af Armingdale. — Þið hafið öll heyrt hans getið — hann er þessi ná- ungi, sem borgar alltaf á borðið, þó um milljón sé að ræða. Ég mundi þekkja þessi gleraugu hvar sem væri. Hann er nærsýnn eins og ugla. En... er það rétt hjá mér. Sir Rufus, að hann hafði komið til Englands til þess að eiga einhver viðskipti viö yður? Armingdale brosti skuggalega. — Þér vitið ekkert um þetta, ungi maður, og að þvi er til min kem- ur, fáiö þér heldur ekki neitt að vita. Svo aö þetta er þá Dan Randolph? Ég vissi, að hann vari Englandi, en hann hefur sannar- l:ga ekki bryddað upp á neinum kaupum við mig. Kannski hefur hann komið hingaö til þess. — Já, hver veit, sagði Arming- dale, og enn eins og hann væri að tala viö krakka. Nú sneri hann sér að Pearson: — Þér sögðust hafa fundið hann inni i þessari lyftu. Hvernig atvikaðist það? Það .stóð ekki á svarinu hjá Pearson. — Lyftan var á neðstu hæð og það vildi bara svo til, að ég kikti inn um litlu rúðuna, og sá þá hvar hann lá. Mér fannst þvi rétt- ara að renna lyftunni upp og ná i yöur. Hvernig hann hefur komizt þangað... Hann benti á „niður’- hnappinn á veggnum utan lyft- unnar. Einhver og á hvaða hæð sem er, hefði getað sett hann þarna, þrýst svo á hnappinn og rennt lyftunni niður. Þvi að áreið- anlega hefur hann ekki verið sett- ur inn i lyftuna á neðstu hæðinni. Auk þess sá ég hann koma inn i húsið i kvöld. — Nú? sagði Conyers. — Hvenær var það? — Klukkan gæti hafa verið um ellefu. — Hvern ætlaði hann að hitta? Pearson hristi höfuðið vand- ræðalega og dálitið óþolinmóður. — Þetta eru ekki þjónustuibúöir, þar sem hringt er upp, hvenær sem einhver kemur. Þér ættuð að vita, að við eigum ekki að spyrja gesti um neitt, nema þeir þarfnist einhverrar hjálpar. Ég veit ekk- ert um þetta. Hann fór upp i lyft- unni, annað veit ég ekki um þetta. — Nú jæja, á hvaða hæð fór hann þá? — Það veit ég ekkert. Pearson stakk fingri undir þrönga flibb- ann. — En afsakiö ef ég kem með eina spurningu. Hvað er eiginlega að? — Við erum búnir að týna einu herbergi, sagði Ronald Denham. — Kannski þú getir greitt úr þvi. Sjáðu til Pearson, þú ert búinn að vera hérna svo lengi og þekkir allar ibúðirnar. Komið inn i þær flestar — til dæmis setustofurnar. — Ég hef áreiðanlega komið inn i þær allar. — Gott. Við erum að leita að Ibúð með svona innréttingu, sagði Denham. í þriðja sinn lýsti hann nú þvi, sem hann hafði séð og Pearson setti upp kvalasvip. Þegar lýsing- unni var lokið, hristi hann höfuð- ið. — Það hefur enginn svona her- bergi, svaraði hann, einbeittlega. — Svona setustofa cr ekki til i öllu húsinu. Klukkan þrjú um nóttina sat dapurlegur hópur inni hjá Sir Rufus Armingdale, og enginn leit einú sinni á annan. Lögreglan hafði næstum lokið störfum. Hressilegur deildarfulltrúi, ásamt liðþjálfa, ljósmyndari og svo vingjarnlegur maður með pipuhatt, höfðu tekið skýrslur af öllum viðstöddum. En það var bara ekkert á þessum skýrslum að græða. En sannast að segja hafði Den- ham orðiö fyrir einu áfalli enn. Þegar hann kom inn i ibúð Armingdales, fannst honum sem snöggvast hann hafa fundið týnda herbergið. Þarna voru þessir venjulegu skinnklæddu spænsku stólar, stóra borðið og útskornu hlutirnir. Og yfir veggskápnum hékk myndin.isem hann þóttist kannast við — litil stúlka, sem gaut augunum á blómavönd. — Það er ekki þetta! flýtti Anita sér að segja. — Það er af þvi sama en þó ekki sama myndin. Þetta er oliu- mynd. Hver skrattinn er eig- inlega hér á seyði? Anita leit um öxl. Hún hafði klætt sig áður en lögreglan kom og eins fannst Denham hún hafa sett á sig óþarflega mikla rnáln- ingu. — Fljótur, Ron, áður en hinir koma hingað. Varstu að segja satt. — Auðvitað. Þú heldur þó ekki....? — Ég veit það ekki og mér er lika sama, ég vil bara, að þú segir mér það. Þú hefur ekki drepið hanns jálfur, Ron? Hann hafði ekki einu sinni svig- rúm til að svara þegar hún þagg- aði niður i honum. Sir Rufus. Conyers og Evans komu utan úr ganginum og með þeim vingjarn- legi maðurinn stóri, sem hafði verið með Davidson fulltrúa. Hann reyndist heita March ofursti. — Þið skiljið, sagði hann við allan hópinn, að ég er hér ekki i neinum embættiserindum. Ég var af tilviljun i leikhúsinu, og rakst svo inn til að skrafa við Davidson fulltrúa, og hann bað mig að koma meö sér. Ef þið þvi kunnið ekki viö spurningarnar minar, þá segið þið bara til og ég held mér saman. En það vill bara svo til, að ég er i eins konar sam- bandi við Scotland Yard. — Ég þekki yður ofursti, sagði Conyers með skökku brosi. — Þér eruð yfirmaður Rusladeildarinn- ar D-3. Sumir kalla hana vit- lausraspítalann. March ofursti kinkaði kolli, al- varlegur á svipinn. Hann var i dökkum yfirfrakka og með hatt- inn aftarlega á stóra höfðinu og þetta ásamt sællegu andlitinu, skolleita yfirskegginu og góðlegu bláu augunum gerði hann dálitið likan feitum ofursta í skopblaði. Hann svældi pipu með stórum haus og það var eins og hann sog- aði að sér reyknum úr hausnum á henni, fremur en gegn um munn- stykkið. Hann virtist skemmta sér vel. — Minn er heiðurinn, sagði hann. — Einhver verður að sinna öllum skritnu kærunum. Stundum kemur einhver og segir, að út- borgin Steppey sé i hættu af bláum gelti, og þá verð ég að skera úr, hvort þetta er brjálsemi eða mis- skilningur, gabb eða alvarlegur glæpur. Annars mundi þetta bara tefja mér betri menn i störfum. Þér munduð ekki trúa þvi, hve mikið er um svona kvartanir. En okkur Davidson var að detta i hug, að hér gæti verið eitthvað svipað á seyði. Ef þið nú vilduð svara mér nokkrum spurningum — Eins mörgum og þér viljið, svaraði Sir Rufus. — Ef það gæti orðið til þess að leysa þetta and- skotans... — Sannast að segja, sagði March ofursti, — þá heldur Davidson fulltrúi, að málið sé þegar leyst. Góður maður, David- son. Nú varð dauðaþögn. Það var rétt eins og eitthvað óhugnanlegt fælist i þessum vingjarnlega tón ofurstans. Fyrst þorði enginn að biðja um frekari skýringu á þess- um orðum hans. — Þegar leyst? át Conyers eft- ir. — Kannski maður byrji á yður, Sir Rufus, sagði March kurteisis- lega. — Þér hafið sagt fulltrúanum, að þér þekktuð ekki Daniel Rand- olph persónulega. En það virðist á almanna vitorði, að hann hafi komið til Englands til þess að hitta yður. Armingdale hikaði. — Ég veit ekkert um erindi hans. Hann get- ur hafa ætlað að tala við mig, auk annarra erinda. Og liklega hefur svo vera. Hann skrifaði mér um þetta frá Ameriku. En hann hefur ekki náð i mig enn og ég hef ekki náð i hann að fyrra bragði. Það hefði verið óklókt. — Hvers konar viðskipti var þarna um að ræða? Ilann vildi kaupa forkaups rétt, sem ég halði á hendinni að eignum i... jæja, það er sama hvar. Ég skal segja yður það und- ir fjögur augu, ef þér krefjizt þess. — Var þarna um háa upphæð að ræða? Armingdale virtist eiga i striði við sjálfan sig — Fimmtán þús- und pund eða þar um bil. — Svo að þetta voru þá engin stór-viðskipti og ætluðuð þér að selja' — Sennilega. - March renndi augunum, eins og utan við sig yfir að myndinni yfir veggskápnum. — Þessi mynd eft- ir Creuze.... Ég held hún hafi ný- lega verið eftirprentuð i eðlilegri stærð i mvndablaði. — Stendur heima, sagði Armingdale og bætti við: — I sepialit. Eitthvað i þessari viðbót hans fékk hin til að horfa á hann. Þetta var eins og hálfráðin gáta, sem enginn vissi hvað þýddi. — Einmitt. Aðeins eina spurn- ingu enn: og tvær þó. Ég býst við að hver þessara ibúða sé i sam- bandi við brunastiga niður i húsa- garðinn, að baki? — Já. Hvað um það? * — Gengur sami fykill að fram- dyrunum á öllum ibúðunum? — Nei vitanlega ekki. Skrárnar eru hver af sinni gerð. — Þakka yður fyrir. Nú eina spurningu til yðar, hr. Conyers. Eruð þér kvæntur? — Kvæntur? Nei. — Og þér hafið ekki skósvein? — Ég get nú ekki annað en skellihlegið að svona spurningu, ofursti. Sannast að segja er ég ekkert hrifinn af þessum „vingjarnlegu” spurningum yð- ar. Og hverju breytir það, hvort ég er kvæntur eða ekki, eða hvort ég hef skósvein? — Það skiptir miklu, sagði March alvarlegur. — Jæja, ung- frú Bruce, hvert er starf yðar? — Ég fæst við innanhúss- skreytingar, svaraði Anita. Hún fór að hlæja. Það kann að hafa verið af einhverri tauga- veiklun, en hún hallaði sér aftur á bak og hló þangað til tárin runnu úr augum hennar. — Afsakið, hélt hún áfram og reyndi að stöðva hláturinn, — en skiljið þér það ekki? Morðið var framið af innanhússskreyti. Það er nú allt leyndarmálið. Armingdale ætlaði að fara að gripa fram i, hneykslaður, en March þaggaði niður i honum. — lialdið áfram! sagði hann hvasst. — Mér datt það strax I hug. Vitanlega er hér ekkert „týnt herbergi”, heldur verið breytt til i stofunni hjá einhverj- um. 011 liúsgöngin eru eins i öllum ibúðum. Eini munurinn, sem hægt er að sja er á hreyfanlegum smáhlutum, svo sem myndum, lampaskermum. bókastoðum — þvi er hægt að breyta á nokkrum minútum. — Ron kom fyrir tilviljun inn i ibúðina morðingjans, rétt eltir aö hann hafði drepið gamla mann- inn. Það kom morðingjanum i mestu vandræði. Annað hvort varð hann að drepa Ron liká, eða komið yrði þarna að honum hjá likinu og Ron gæti þekkt ibúðina hans. En honum datt annað betra 2. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.