Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 10

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 10
NÝ FRAMHAWSSAGA EFTIR FRL _________________________ ■ Var þetta morðtilraun? Ég trúði þvi ekki og engmn trúði þvi, —allra sist maðurinn minn. En frá þvi ég kom til Tregarran var mér ljóst, að ég var sannarlega ekki velkomin. Ég vissi vel hver það var, sem vildi losna við mig og hvers vegna. Það gat ekki verið tilviljun, að ég hafði lent i dauðagildru. Yfir mér svifu mávarnir. Stundum heyrði ég skrækina i þeim rétt fyrir ofan og á næsta augnabliki langt i burtu, eins og stormurinn heföi feykt þeim langt upp yfir klettana. Hve lengi stóð ég þarna? Ef það voru aðeins nokkrar minútur, þá hlutu þær að vera hjtll eilifð, þvi að ég sá, að umhverfið hafði tekið miklum breytingum,hafði breytzt á ógnvekjandi hátt. Sólin skein ekki lengur. Það var það fyrsta, sem ég tók eftir. Hún hafði horfið bak við klettabrúnina og strand- lengjan lá i skugga. Fyrir ofan mig lá mjói tréstiginn i kráku- stigum upp eftir klettinum, alveg upp á brún. En neðstu þrepin voru brotin og spýtna- brakið lá eins og hráviði við fætur mér. Klettaveggurinn var lóð- réttur, sléttur og háll og ég sá að það var vonlaust fyrir mig, að reyna að klifra upp að neðsta þrepinu, þessir fáu metrar réðu öllu um björgun mina... Ég var bókstaflega innikróuð. Svo kom ég lika auga á nokkuð, sem ég hélt i fyrstu að’væri skyn- villa. Fjörubörðið hafði mjokkað og það mjókkaöi ört; sjórinn skall æ hraðar upp að klettunum. Steinarnir hurfu, fleiri og fleiri, við hverja nýja öldu, sem brotnaði við fjöruborðið; það var engu likaraen aðhafið gripi um þá sér til halds og trausts, þangað til öldurnar næðu taki á þeim næstu, sem svo flæddu upp að mér. Vind- urinn feykti sævarlöörinu i áttina til min og ég var orðin gegnblaut. Ég fann lika, að annar hællinn á skónum minum, var farinn, svo ég sparkaði af mér skónum. Sandurinn var kaldur og blautur undir fótum mér. Þetta var svo snemma sumars, að það var of kalt til að fara i sjóinn, hafði Jackson sagt. Bráðum væri sjórinn kominn yfir mig. Seglið, sem ég hafði séð, var horfið, engin hreyfing á allri strandlengjunni eða i klettunum. Það var tilgangslaust að hrópa á hjálp. Tregarran var of langt i burtu. Fyrir nokkrum minútum hafði ég farið fyrir siðasta oddann, en þá hafði ég séð turnana á húsinu og krónur stærstu trjánna i garðinum. Nú var þétta horfið, enginn gat séð mig né komið mér til hjálpar. Skrækirnir imávunum létu eins og hæðnishlátur i eyrum mér. 10 VIKAN 3 . TBL. t

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.