Vikan


Vikan - 17.01.1974, Side 13

Vikan - 17.01.1974, Side 13
leikur. Heföi djöfullinn birzt hon- um meö horn og klaufir og til- heyrandi, heföi hann ekki veriö i neinum vandræöum meö, hvaö gera skyldi. En hugargráminn — ismeygileg rödd huga hans, sem sagöi ööru hverju: „Hvaö ertu aö gera i þessari kápu og á þessum staö, Gianfrancisco Baldi?” betta síöarnefnda var verra viöureignar. Hann komist aö þvi af reynslu, aö hann haföi gott af þvi aö hreyfa sig úti viö. Þegar gráminn áöur- nefndi settist sem fastast aö hon- um kallaöi hann eftir vagninum sinum og ók út I sveitina. En svo skeði þaö einn dag, þegar hann ók i litiö sveitaþorp handan viö hæö- irnar viö Remo. baö var engum aö kenna og allra sizt biskupnum sjálfum. Hann gætti þess, engu aö siöur en alls annars, aö hafa góöan ekil og góöa hesta. En þeg- ar langur og slánalegur strákur þýtur um þvera götu, rétt fyrir framan nefið á hestunum, getur jafnvel færasti ekill ekki alltaf komið i veg fyrir slys. Þaö heyrö- ist óp og öskur og skruöningur. Þar sem vagninn haföi fariö um, engdist pilturinn á veginum. Biskupinn var þvi úrræöabetri sem meira lá við. Þegar hann steig út úr vagninum urðu reiöi- öskur múgsins aö auömýktarlegri suðu.’ Hann greip piltinn sterkum örmum og lagöi hann inn i vagn- inn pg ók svo meö hann aftur til Remo. A leiöinni mælti hann til hans huggunarorðum, enda þótt pilturinn væri of illa haldinn til þess aö meta þessa náö. Þegar komiö var til Remo, lét hann bera piltinn upp I vinnumannsherbergi og kalla á lækna. Siðan skipaöi hann aö hreinsa vagninn. Viö kvöldveröinn skýröi ritar- inn frá atburöinum og allir lofuöu gæzku biskupsins. Biskupinn eyddi þvi tali vingjarnlega, en reyndar fyrtist hann ofurlitið. Hann haföi i rauninni ekki boriö neinn velvildarhug til piltsins, en hinsvegar gat hann ekki skilið hann eftir liggjandi á veginum. Eins og veröa vill, barst sagan út um alla Remoborg næsta dag, og fólkið vottaöi biskupnum mjög hollustu sina, þegar hann gekk til dómkirkjunnar. Biskupinn tók hollustunni meö viröuleik, en gremjan sat i honum eftir sem áöur. Hann var þvi andvigur aö halda sýningu á eigin dyggðum og vantreysti auk þess hrifgjörnum múgnum. En þaö var nú samt skylda hans aö vitja piltsins og þaö geröi hann llka. Þveginn, greiddur og laus við lúsina leit pilturinn ósköp alvana- lega út, en þó sýndist hann dálitiö eldri en biskupinn haföi haldiö. Likami hans var grannur og hor- aöur, en höfuöiö var vel lagaö og augun stór og skær. Þau störðu á biskupinn meö nokkrum ákafa, og þaö svo miklum, aö biskupnum datt snöggvast i hug, hvort piltur- inn væri fábjáni. En ofurlltið samtal viö hann sýndi, aö hann væri meö fullu viti, en málfæriö bara dálitið sveitalegt. Hann hét Luigi og var mun- aðarlaus, en bjargaöi sér eins og bezt gekk. Á sumrin hirti hann geitur, en á veturna var hann hjá frænda sinum og frænku, sem höföu krána og þau fæddu hann og böröu. Hann var um það bil nitján ára. Og nú gæti hann aldrei geng- iö framar. Svona stóö þá máliö, og biskup- inn velti þvi vandlega fyrir sér. Hvaö ætti hann aö gera viö strák- inn? - - — Luigi, sagði hann, — viltu fara aftur i þorpiö þitt? — Nei, nei, sagöi pilturinn. — Það er ágætis þorp, en nú fæ ég þar ekkert að gera, úr þvi að ég get ekki hirt geiturnar. Auk þess fæ ég betur aö éta I Remo — ég er þegar búinn að fá hvitan ost tvis- var. Hann smjattaöi. Málrómur- inn var furöu sterkur og glaöleg- ur, tók biskupinn eftir, sér til mestu furöu. — Gott og vel, sagöi biskupinn þolinmóður. — Þú þarft ekki að fara þangaö ef þú vilt það ekki. Þú ert oröinn I vissum skilningi, fóstursonur kirkjunnar, og væng- ir hennar eru skjólgóðir. Hann leit á fæturna á piltinum, sem lágu máttlausir og hreyfingar- lausir undir rúmfötunum og gegn vilja sínum skynjaöi hann mun- inn á farlama manni og full- hraustum. — Þú gætir lært ein- hverja hagnýta iön, sagöi hann hugsi. — Það eru til margar iðnir þar sem allt er gert með höndun- um, svo sem iðn skósmiös, skraddara eða körfugerðar- manns. Pilturinn hristi höfuðiö, glaður i bragöi. — Æ, yðar herradómur, sagöi hann. — það tekur svo lang- an tima aö læra þessar iönir. Það yröi ekki kostnaöarins viröi og ekki annaö en vonbrigði fyrir yöar herradóm. — Kannski gæti minn herra- dómur bezt dæmt um þaö, sagði biskupinn dálitiö hvasst. Hann hélt áfram aö hugsa um þetta, sem pilturinn haföi sagt um hvita ostinn — þaö hlaut að vera fátæk- legt lif þar sem hvitur ostur var slikt sælgæti. — En vér erum sanngjarnir, sagöi hann. — Segöu mér, hvað þú vilt vera. — Betlari, sagöi pilturinn og augun ljómuöu af fögnuði. — Betlari! sagði biskupinn, steinhissa og ofurlitið hneykslaö- ur. — Já, auðvitaö, sagöi pilturinn, rétt eins og þetta væri eölilegasti hlutur, sem hugsazt gæti. — 1 tlu ár betlaði faðir minn á dóm- kirkjutröppunum. Þaö var fyrir tiö yöar herradóms, en hann var ágætis betlari og meistari i sinni grein. Aö visu varö hann fyrir stöðugri áreitni og ofsóknum af hendi hinnar heiöarlegu sam- kundu betlara i Remo, þar sem hann kom þangaö utanborgar- maður. Þaö var það, sem varð honum aö lokum aö falli, þvi að þegar honum fór aö fara aftur, fleygöu þeir honum i brunn, þar sem hann fékk slæmt kvef, sem varð honum aö bana. En meöan hann var i fullu fjöri gat hann betlað hverja tvo aöra af sér. Ef yðar herradómur vildi leyfa mér að sýna þetta fræga yfirliö hans, þegar augun ranghvolfdust i hausnum.... — Ekkert vildi ég slður sjá, sagöi biskupinn meö hneykslun og viöbjóöi, þvi aö honum fannst þaö fáránlegt, að röskur ungur maður, þó hann aldrei nema væri farlama, skyldi ekki geta hugsaö sér annaö Ilfsstarf en betl. — Auk þess, sagði hann, — þá ofsóttu þessir betlarar hann fööur þinn, og þá ofsækja þeir auövitað þig engu siður. — Mig? sagði pilturinn og hló. — Nei, undir eins og þeir vissu alla málavöxtu mundu þeir ekki þora aö snerta viö mér, — ekki einu sinni hann Jósep Krókur. Ég yröi betlari yöar herradóms — betlarinn biskupsins1. Og friður og ánægja breiddist um allt andlitið. Biskupinn staröi á hann langa stund þegjandi. — Öskar þú þess arna? sagði hann og röddin var þurrleg. Já, það er þetta, sem ég óska, sagði pilturinn og kinkaði kolli. — Verði það þá svo, andvarp- aði biskupinn og gekk burt. En þegar ekillinn hans kom næsta morgun til að vitja fyrirskipana var þaö rétt svo, aö hann gæti stillt sig um að hella sér yfir hann. Biskupinn var ekki hrifinn af betlurum. Hefði þetta ekki verið kristileg liknarvenja, heföi hann löngu verið búinn að reka þá af dómkirkjutröppunum slnum. En þaö gat hann ekki almennilega, þar eö hann vissi, hvernig slikt mundi mælast fyrir. Engu aö sið- ur gætti hann þess, að þegar hann ætti þar leið um, skyldi ölmusu- stjórinn hans útdeila smáskild- ingum til betlaranna, en sjálfur gætti hann þess aö sjá þá sem allra minnst eða finna af þeim þefinn. Kveinin og bænirnar þeirra, uppgerðarsár og and- styggilegu tötrarnir — allt þetta var honum kvalræði og and- styggö. En nú virtist hann sjálfur ætla að fara að eignast sinn betlara. Hann heföi getað litið á þetta sem refsingu fyrir dramb sitt, en hann var bara ekkert drambsamur, að honum sjálfum fannst. Og heldur ekki gat hann litið á slysiö sem neitt annað en venjulegt slys. Hefði hann viljandi látiö piltinn troöast undir hrosshófunum... en þaö, hafði hann bara ekki. Hann var vinsæll, duglegur, einbeittur og framavænlegur sonur kirkj- unnar. En engu aö siöur varö hann nú að eiga betlara — dag hvern þurfti hann að sjá betlar- ann sinn á dómkirkjutröppunum, eins og lifandi ásökun, lifandi á- sökun um leti og kæruleysi. Þetta var ekkert stórvægilegt, en þaö varpaði skugga á kvoldverðinn hans og olli honum hjartasorgar. En nú var hann sá maður sem hann var, og setti þvi grimu fyrir andlitiö. Hann ætlaöi aö færa þetta i tal sjálfur, svo að það yrði alkunna — aö minnsta kosti mundi þaö bægja frá honum öll- um aöblástri. Hann talaöi um þetta viö ritara sinn, og ritarinn var á sama máli, aö þetta væri viðeigandi og kristileg hugmynd hjá húsbónda hans^ en sjálfur hafði biskupinn grun um, aö maö- urinn hlægi aö sér svo lltiö bæri á. Hann talaði um þetta viö aöra og Framhald á bls. 14 3 . TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.