Vikan


Vikan - 17.01.1974, Qupperneq 35

Vikan - 17.01.1974, Qupperneq 35
„Ef maður vill vera reglulega heppinn með blómin sin, þurfa græðlingarnir að vera stolnir.” Þetta er gömul og vond, hús- móöurleg þjátrú. Og af þvi frú Beek var mjög hjátrúarfull i þessum efnum og einnig mikill blómavinur, skaut hún einatt kunningjakonum sin- um skelk i bringu. Þær vissu það, að ef þær sýndu henni nv blóm i gluggum sinum og litu svo af henni augnabliksstund hurfu strax frjóangar af biómunum. Hvað skal segja um slikt'.' — Það gat ekki kallast venjulegur þjófnaður, og frú Beck var að öðru leyti ágætis manneskja, sem aldrei gerði á hluta neins. En leiöinlegt var að vita af hennar löngu fingrum nálægt jurtapott- unum sinum. Þvi miður voru henni hörmulega mislagðar hendur til blómaræktunar, það voru ekki nema harðgerðustu blóm sem lifðu hjá henni, sjálf- sagt af þvi að hún meðhöndlaði öll blom eins, tók ekkert tillit til þess, hvað hver ein jurt þurfti mikiö eða litið vatn, mikla eða litla birtu, eða hvaða mold hent- aöi henni best. Það var ekki sist af þeirri ástæðu, að hún var sifellt á hnotskóg eftir græölingum, og fieiri en ein húsmóðir hafði það fyrir fasta venju að fela blómin sem henni þótti vænst um þegar frú Beck var væntanleg i heim- sókn. Dag einn kom hún til frú Gern- er, sem hún var vel kunnug. Þær höfðu ekki talað saman nema nokkrar minútur, þegar frú Beck dró sig út að sólvermdri glugga- kistunni, en þar stóö jurtapottur, og sýndust vera i honum nokkrir þurrir stönglar. „Hvað hafiö þér nú hér?. — Jú hér er brumhnapp- ur, sé ég að er. En hvaða jurt er þetta eiginlega?” spurði frú Beck. Frú Gerner tók þétt um hand- legg hennar: „Ó, snertið hana ekki, góða min, ég hef aldrei áður haft slika jurt i stofunni minni. Þegar hún kom hingaö var búið um hana i mjúkum mosa. — Þér vitiö kannske að sonur minn býr á Ceylon?” — „Ó, já, þér gerið mig æröa af forvitni. Hvaö heitir þessi jurt?” Þvi miður get ég ekki sagt um það með fullri vissu. En sonur minn skrifaði einu sinni aö hann ætlaði að senda mér anga af kameltré, þaö vex þar fyrir handan” „Datt mér ekki i hug aö það væri svo? Það var alveg komiö fram á varir minar”, sagði frú Beck og þefaði spekingslega af stönglunum. „Daufur krydd- ilmur er af jurtinni. Þaö er enginn efi á' þvi að þetta er kameltré. Bara að það dafni nú vel. — Það þarf liklega mikla sól?”. „Já, og vist mikið vatn. En fáið yður nú sæti, frú Beck. Kaffiö veröur fljótt tilbúið”. Þegar dyrnar lokuðust að baki frú Gerner, hnuplaði frú Beck svolitlum anga af hinni fágætu •jurt og faldi hann I handtöskunni sinni. Hún vissi vel að þaö var rangt af henni, en hún gat ekki stillt sig. Hún hafði stoliö svo mörgum græðlingum að það var oröiö aö vana. Það byrjaði eins og Kameltréð Smásaga eftir Eirik Bertelsen Þegar dymar lokuðust að baki frú Gerner, hnuplaði frú Beck svolitlum anga af hinni fágætu jurt og faldi hann i handtösku sinni. Hún vissi vel, að það var rangt af henni, en sig... ómótstæðilegur fiðrihgur i lingr- unum. Heyndar^eröi það ekkert til, sýndist henni, þaö var sem sé aöeins örlítill angi, sem hún tók — svo lítill að frú Gerner tók ekkert eftir að hann vantaði, þegar hún kom inn i stofuna með kaffibakk- hún gat ekki stillt ann. Þó gat skeð að hún sæi seinna að ekki væri allt i lagi. Hugsunin um það gerði frú Beck dálitiö órólega og kom henni til aö binda endi á heimskóknina, fyrr en hún hafði ætlað, hún þurfti lika • aö flýta sér heim og planta græðl- inginn svo að hann visnaði ekki. Að þessu sinni sýndist hún hafa verið óvenju heppin. Þessi litli angi festi strax rætur, og skaut upp stönglum. Hún vökvaði jurt- ina mikið. Vöxturinn var áber- andi. Nokkur smagerð blöð breiddust út. Og hún óx svo, með degi hverjum, að ekki var hægt að efast um að hún tilheyrði hinum óviðráðanlega hitabeltisgróðri. 1 langan tima forðaðist hún frú Gerner. En einn morgun mættust þær á torginu. Frú Gerner kallaði til hennar raunalegum rómi: „Ó, hugsið þér yður: Jurtin min undursamlega er fallin frá.” „Þér segið það ekki. Það er ó- mögulegt!” „Jú, ég hef vist ekki munað að vökva hana nógu oft. En hvernig gengur annars með blómin yðar? Það er langt Siðan ég hef séð þau”. Frú Beck mátti til að bjóða henni heim, (svona i kurteisis- skyni) til að sjá blómin — og um leið og frú Gerner kom inn i stof- una, varð hún frá sér numin af undrun: „En hvað þetta er falleg planta, sem þér hafið þarna. Hún minnir mig reyndar svo mikið á jurtina mina fágætu — sem dó.” Frú Beck brosti leyndardóms- full á svip: „Já, þær eru kannske dálitið likar. En þetta er ekki sama tegund af kameltré og sú sem vex á Ceylon og i Vestur- Indium. Þér vitið vist að mágur minn býr á Cubu?”. „Ó, já, já, þér sögðuð mér það einu sinni. Hugsa sér hvað það er skemmtilegt, að þér skulið eiga kameltré frá Cubu. Nú verðið þér að annast það vel, svo það deyi ekki”. Þótt furðulegt væri, sáust engin merki um öfund hjá frú Gerner. Og af þvi hún var ekkert öfunds- sjúk, þá sagði hún, strax sama daginn, mörgum kunningjum sinum frá þessari fögru jurt. For- vitnir gestir hópuðust til frú Beck, þeir voru áhyggjufullir og hún hreykin — og ekki siður þegar blað bæjarins flutti smágrein um kameltréð. Blaðagreinin varð or- sök þess að gamli kennarinn, sem kenndi grasafræði við gagnfræða- skólann, kom i heimsókn. Hann hafði flýtt sér svo mikið upp tröppurnar, að hann var að springa af mæöi. „Góðan daginn, frú Beck, og af- sakið ónæðið — það var kamel— — það er sagt að þér eigið kamel- tré. Ég vildi svo---” Frú Beck leiddi hann með mestu ánægju út að glugganum. Hann stóð lengi og skoðaöi plönt- una og sneri sér svo að frúnni, dá- lttið meinlegur: „Ef þér eigið ein- hvern óvin, frú Beck, þá hlýtur hann að hafa gefið yður græðling. — Já, sér er nú hvert kameltréð”. „Hvað meinið þér?”, spurði frú Beck i fáti. „Ekki annað en það, aö þessi jurt er venjulegur, ljós, pllviöur. Hér á landi dafnar hann svo ágæt- lega meðfram þjóðveginum”. Upp frá þeim degi hafa kunningjakonurnar — að minnsta kosti frú Gerner — haft frið með stofublómin sin. * 3 TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.