Vikan


Vikan - 17.01.1974, Side 42

Vikan - 17.01.1974, Side 42
var hann ekki. Brátt tók hann að gera sér ljóst, að til var önnur Remoborg, ólik þeirri sem hann haföi fyrst komið til — ekki með eintömum aðalsmönnum og kaupsýslumönnum og guðhrædd- um hefðarfrúm, heldur borg hinna fátæku og fávisu, farlama og kúgaðra manna. Þvi að eins og Luigi sagði, þegar maður liggur allán daginn á dómkirkjutröpp- unum, þá heyrir maður ýmsar sögur og margir vilja tala við betlarana. Sumar þessar sögur komu við hjartað i biskupnum. Fyrst vildi hann ekki trúa þeim, en við nánari rannsókn reyndust þær sannar. Og þegar hann hafði sannprófað þær, gekk hann að úr- bótum með oddi og egg. Ekki varö honum alltaf mikið ágengt, þvi að áhugasyndarar eru ekkert hrifnir af afskiptasemi hjá kirkj- unni. öðru hverju ræddi hann þessa viðleitni sina við Luigi, sem biskupnum fannst hlusta á mál hans með fullkomnum kaldrana- svip. Hann virtist hugsa sem svo, að það gæti verið allt i lagi fyrir mann eins og biskupinn að gera sér rellu út af svona hlutum, en hann væri nú betlarinn biskups- ins, og varðaði heldur litið um þó aðrir syltu og dræpust. Þetta gramdist biskupnum og það herti hann i viðleitni hans meir en nokkru sinni áður. Smám saman fór hann að taka eftir þvi, að breyting var orðin á gestahópnum við borðið hans. Nú fór hirðmönnum og lærdóms- mönnum fækkandi, en fleiri prestar úr sveitinni, sem þefjuðu af örbirgð og kastaniubrauði. Þeir komu i tötralegum hempum sinum með digra, rauða úlnliði — i fyrstu voru þeir framandlegir og feimnir við borðið. En biskupinn kunni á þvi lagið að tala við þá. Þvi að voru þeir kannski ekki eins og gamli sóknarpresturinn, sem Luigi talaði svo oft um? Þegar þeir réðu ekki við borðsiðina, gætti hann þess að draga bara úr borðsiðunum. Luigi hæddist að honum fyrir þetta og sagði honum umbúðalaust, hvað ríkari gestir hans segðu. Biskupinn atyrti hann fyrir svona talsmáta viö sálusorgara hans, en fór sinu fram. Það er einkennilegt, hvernig timinn flýgur þegar hjartað hefur nóg að starfa. Á svipstundu fannst biskupnum, var hann orð- inn miðaldra maður og tekinn að grána i vöngum, og Luigi kominn yfir þritugt. Þetta fannst biskupnum skritið og velti þvl fyrir sér, hvað hefði eiginlega orðiö að timanum. Hann hugsaöi um þetta einn morgun og fannst hann hafa orðið fyrir einhverju tjóni. Hann hafði ætlað að fram- kvæma svo margt — þvi að enn var hann metorðagjarn. En nú orðið, þegar kvölda tók, var hann oft of þreyttur til að geta hugsað. Erfiðleikar svo margra lágu þungt á hjarta hans — erfiðleikar bændanna uppi i hliðunum, sem höfðu varla málungi matar — erfiðleikarnir hans Domenico skóara, sem átti of fallega dóttur, erfiðleikar Tessu blómsölukonu, sem átti þjóf fyrir son. Þegar hann kom fyrst til Remo voru ekki þessir erfiðleikar við að striða. Hann tók upp bréf á borð- inu — bréf sem búið var að liggja þar i marga daga — og þegar hann hafði lokið við aö lesa það, sat hann og starði. Æskudraumarnir hans settust að honum, margfalt ákafir, margfalt kærir. Meðan hann slæptist i Remo höfðu bróðir hans og kunningjar verið önnum kafn- ir. Þeir höfðu þá loksins ekki gleymt honum. Malaverni kardináli, hinn mikli og vitri stjórnvitringur, sem hélt I hendi sér flestum þráðum stjórnmál- anna, ætlaði nú að koma við i Remo á leið til Rómar. Biskupinn þekkti kardinálann — einhvern tima, endur fyrir löngu hafði hann verið einn efnilegustu manna kardinálans. Þarna var llka bréf frá lávarðinum, bróður biskupsins, — bréf alvarlegs og mikilvægs efnis. Biskupinn var næstum farinn að gráta, þegar hann hugsaði til þess, hve lengi hann hafði látið þessum bréfum ósvarað. Hann kaliaði á ritarann sinn og tók síðan til starfa af ó- venjulegu kappi. Hann hugsaði oft um það með gremju, næstu daga, hve heimskulegt það væri að láta bréfin sin óopnuð. Nú var tekið til viö undirbúninginn undir komu kardinálans. en biskupnum fannst þessi undirbúningur ekk- ert ganga, enda þótt hann gæti ekki bent á ástæðuna. Einhvern veginn var hann alveg kominn út úr þessum heimi þar sem allt gengur eins og smurt — hann var vanari þvi að taka móti sveita- prestunum sinum en stórhöfð- ingjum. Samt klambraði hann saman nokkrum latinuversum og lét þvo og hreinsa tjöldin i gesta- herbergjunum, gerði kórstjórann sinn næstum brjálaðan og þvæld- ist fyrir þjónustufólkinu. Hann tók eftir, að það var ekki lengur hrætt við hann, heldur umgekkst hann með umburðarlyndi þolin- mæði, miklu fremur eins og vin en húsbónda, og þetta kom eigin- lega illa við hann. En hitt var þó verra, hve ósvifislega Luigi leit á þetta allt og með grimulausri sjálfselsku. — Við erum búnir að biða býsna lengi eftir þessu, yðar herradómur, sagði hann, — en loksins er að þvi komið. Og allir vita, að höfðingi eins og Mala- verni kardináli kemur ekki á stað eins og Remo erindislaust. Þess vegna þurfum við að halda vel á spilunum, og þá, þegar við hækk- um i tign, eins og við gerum að sjálfsögðu, þá skal mér að minnsta kosti ekki þykja það mið- ur. — Hækka i tign? sagði biskup- inn steinhissa. Betlarinn geispaði. — Já, hvað annað? sagði hann. — Ég hef verið betlarinn biskups- ins. Þegar yðar herradómur verður kardináli, verð ég betlar- inn kardinálans. Sú staða hefur i för með sér nýjar skyldur, vafa- laust, en ég treysti á hæfileika mina. Kannski verð ég lika að fá mér aðstoðarmann til að sjá um < sjálft betlið — þvi að það er nú ó- neitanlega talsverður súgur á dómkirkjutröppunum. Biskupinn sneri sér og gekk frá honum án þess að segja orð. En það sem Luigi hafði sagt, hafði nú samt vakið kviða og óró I huga hans, þvi að hann vissi, að Luigi var oft búinn að frétta um það sem koma skyldi, áður en jafnvel greifinn i Remo hafði nokkra hug- mynd um það. Loks rann upp hinn mikli komudagur kardinálans. Eins og slikum dögum ver titt, leiö hann eins og draumur liður, með hita, umstangi og áhyggjum út af smáhlutum. Latnesku kveðjuversin voru óvenjuvel les- in, en hins vegar var söngfólkið taugaóstyrkt og söngurinn hjá þvi ekki sem beztur. Tveir herrar úr fylgdarliðinu urðu að sofa i her- bergjum uppi yfir hesthúsunum, biskupnum til sárrar hrellingar og krabbarnir á kvöldverðar- borðinu voru bornir fram sósu- iausir. Biskupinn vonaði, að allt hefði farið vel fram, en þó vissi hann það ekki. Þegar hann loksins sat með hinum gamla vini sinum I lesstofunni út að garðinum, var hann hvort tveggja i senn upp- næmur og syfjaður. Það hefði nú annars átt að vera hámark dagsins að sitja með æskuvini sinum i kvöldsvalanum og endurnýja snertinguna við hinn stóra heim. En nú var biskupinn orðinn vanur háttatima sveitafólks og veizlan hafði staðið lengi frameftir. Hann hefði átt að vera að hlusta á kardinálann með athygli, en alltaf skaut þessum bannsetta krabba upp i huga hans. — Jæja, Gianfrancesco. sagði kardinálinn og dreypti ofurlitið á vininu, — þú hefur veitl þinum gamla kennara giæsilegar mót- tökur. Vinið. folkiö, gestirnir — þetta minnir mig á versin eftir Virgil, sem við vorum að greina forðum.... — Kórinn, sagði biskupinn. — Kórinn er venjulega.... — Nú. hann söng ágætlega, sagði kardinálinn. Og mikið hef- urðu góða, heiðarlega og hrein- skilna presta i þinu umdæmi. Hann tiristi höfuðið alvarlegur. — Ég er hræddur um, aö við höfum ekki alltaf þeirra lika i Róm. - Þeir eiga erfitt þarna uppi i hliðunum, sagði. biskupinn þreytulega. — Þaðvarþeim mikil upphefð að fá að sjá yðar ágæti. — O, heiður og heiður! sagði kardinálinn. — Að fá að sjá gaml- an og giktveikan karl — já, ég er orðinn gigtveikur, Gianfrancesco — ég er hræddur um, að hvorugur okkarsé ungur lengur. Hann hall- aði sér fram og athugaði biskup- inn vandlega. — Þú hefur lika breytzt, vinur, sagði hann lágt. — Yðar ágæti á við, að ég sé orðinn sveitamaður, sagði biskupinn með ofurlitilli beiskju. — Já, það er ekki nema satt. — Nei, alls ekki sveitamaður, sagði kardinálinn vingjarnlega. — Alls ekki. En það er orðin breyting — greinilega breyting — frá þeim Gianfrancesco, sem ég þekkti. Hann tók valhnot og braut hana. — Sá Gianfrancesco var ungur og töfrandi hæfileikamað- ur, sagði hann. — En samt efast ég um, að hann hefði látið borgar- greifann játa syndir sinar á skyrtunni fyrir kirkjudyrum. — Þvi get ég gert grein fyrir, flýtti biskupinn sér að segja. — Skyrtan var úr silki og alls ekki kalt i veðri. Auk þess hefðu álög- urnar greifans gengið af fátækl- ingunum dauðum. Ég skai játa, að við vorum ekki alltaf á einu máli i þá daga, en ég held, að hann beri meiri virðingu fyrir mér nú en þá. — Þá sagði ég einmitt við hann Piero bróður þinn, sagði kardinálinn rólega. — Ég sagði: — Það er skakkt af þér að setja þetta fyrir þig, Piero, það hefur ekki nema góð áhrif. Já, og lika hvað snertir betlarann. — Betlarann minn! sagði- biskupinn og andvarpaði. — Já, þú veizt, hvernig sumt smávægilegt fréttist, sagði kard- inálinn. — Sumt smávægilegt verður að tiltökumáli og berst jafnvel til Rómar. Betlarinn biskupsins — biskupinn betlarans — biskupinn, sem auðmýkir sjálf- an sig til þess að vernda smæl- ingjana. — Já, en þvi var alls ekki þann- ig varið. Ég.... Kardinálinn þaggaði niður i honum. — Settu ekki góðverkin þin undir mæliker, Gianfranc- esco, sagði hann. — Kirkjan þarfnast þeirra allra. Við lifum á órólegum timum. Frakkakóngur getur komið vaðandi, hvaða dag sem er. Og vantrú og guðlast veð- ur uppi, erlendis. Þú hefur enga hugmynd um erfiðleikana, sem nú eru yfirvofandi. Hann horfði fast á biskupinn. — Hinn heilagi faðir styður sig mjög við mig og hann er tekinn að gamlast. — Það er okkur öllum slæmar fréttir, sagði biskupinn. — Já, sannarlega, en við verð- um að horfast i augu viö staö- reyndirnar. Ef okkar heilagi faðir deyr, verður nauðsynlegt fyrir alla, sem elska kirkjuna innilega að standa saman — og þó sérstak- lega i kórbræðralaginu. Hann þagnaði og stakk kjarnann úr hnotinni með silfurstil. — Mig grunar, að okkar heilagi faðir vilji launa þér starf þitt með biskupsdæminu i Albano. — Biskupsstólinn i Albano? sagði biskupinn, eins og i draumi þvi að það var alkunna, að sá biskupsstóll var gamall og frægur og rétt utan múra Rómaborgar, og biskupinn þarpa toar kard- Inálahatt. — Það gæti haft hin æskileg- ustu áhrif, sagði kardinálinn. — Það er min skoðun. Viö höfum vel gefna og færa menn. sem eru syn- ir kirkjunnar. Sannarlega, Og samt er það svo, að meö þessum miklu frönsku og þýzku áhrifum, sem nú vaða uppi — ja, þá getur verið þörf á öðruvisi manni — að minnsta kosti með tilliti til fólks- ins. Hann brosti með velþóknun. Þú mundir verða nærri mér sem kardinálabiskup i Albano — ná- lægt okkur öllum, sagði hann. — Þá gætirðu verið mér stoö og stytta, Gianfrancesco. — Ekkert mundi gleöja mig 42 VIKAN 3 . TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.