Vikan


Vikan - 17.01.1974, Page 43

Vikan - 17.01.1974, Page 43
meira, greip biskupinn fram i eins og strákur. Honum varö sem snöggvast hugsaö til valdanna og dýröarinnar á hinum fjölmennu strætum Rómaborgar, og kirkj- unnar sem auömýkir konunga. — En þá yröi ég aö yfirgefa Remo, sagöi hann. — Já, aö sjálfsögöu þýöir þetta sama sem aö flytjast frá Remo, sagöi kardinálinn. — Þaö mundi skyldan heimta. — Þaö yröi erfitt, sagöi biskup- inn. — Þá yröi ég aö yfirgefa hann Luigi og allt fólkiö mitt. Og nú varö honum allt I einu hugsaö til hinna höltu, bækluöu og kúguöu. — Já, kannski fólkiö þitt en ekki hann Luigi, sagöi kardinál- inn. — Hann ætti aö fylgja þér, sem lifandi vitnisburöur. — Nei, nei, þaö gæti aldrei gengiö, sagöi biskupinn. — Yöar ágæti skilur þetta ekki. Luigi er fullerfiöur sem betlari biskups- ins. En sem betlari kardinálans yröi hann alveg óþolandi. Þú hefur enga hugmynd um, hve ó- þolandi hann yröi. Kardinálinn horföi á hann eins og I vafa. — Er mig aö dreyma, Gian- francesco? sagöi hann, — eöa ertu aö neita biskupsstólnum 1 Albano og kardlnálatign vegna þess eins aö þú sért bundinn ein- um betlara? — Æ, nei, nei, ég er ekki á nokkurn hátt bundinn honum, sagöi biskupinn I angist sinni — en hann er minn húskross og kvalaþyrnir. En þú skilur, aö þaö yröi svo vont fyrir hann ef ég yröi geröur aö kardinála. Mig hryllir viö aö hugsa til þess, hvernig þá færi um sálina hans. Og svo eru þaö félagarnir hans, Jósep Krók- ur, er nú dauöur en lifandi eru blinda Marta og Benito krypplingur og svo allir þeir nýrri. Nei, ég verö aö vera kyrr i Remo. Kardinálinn brosti, en þaö var gremjubros. — Ég held þú hafir gleymt einu, Gianfrancesco, sagöi hann. — Ég held þú hafir alveg gleymt hlýöninni viö kirkj- una. — Ég er hlýönin uppmáluö, sagöi biskupinn. — Láttu hinn heilaga fööur gera viö mig, hvað hann vill. Láttu hann senda mig sem trúboöa til villimanna, láttu hann fletta mig biskupskápunni og senda mig I erfiðisvinnu upp i fjöll. Ég skal gera mig ánægöan meö það. En meöan ég er i Remo, starfa ég i Remo. Ég bjóst ekki viö þvi þegar ég kom hingaö fyrst, sagði hann lágt, — og samt finnst mér einhvern veginn ég hafa hér verk aö vinna. Kardinálinn steinþagöi langa stund. Þá loksinsstóö hann upp, þrýsti hönd biskupsins og gekk siöan til herbergis sins. Biskupinn vonaöi, aö vel færi um hann þar, enda þótt honum dytti i hug, er hann vaknaði undir morgun, aö reyk- háfurinn reykti ef til vill. Næsta dag lagöi kardinálinn aftur af staö til Rómar, án þess að impra frekar á þessu máli. Biskupinn saknaði hans þegar hann fór, en um leiö létti honum. Hann haföi haft mikla ánægju af aö hitta þennan gamla vin sinn aftur — taldi hann sjálfum sér trú um. Samt haföi þessi einkennilegi grámi hvilt yfir sál hans frá þeirri stundu er kardinálinn kom, en nú var þessi grámi horfinn aftur. En samt vissi hann, aö nú yrði hann aö hitta Luigi og tilhugsunin olli honum kviða. En þetta fór þó yfirleitt sæmi- lega. Biskupinn útskýröi fyrir hon- um, eins og menn útskýra fyrir krakka, að svo virtist sem guð heföi ekki ætlað honum kardin- álatign, heldur bara biskupsemb- ættið i Remo og meö þaö varö Lu- igi að gera sig ánægðan. Hann nöldraöi nú talsvert út af þessu og lét þess getiö að ef hann heföi vit- aö um þetta nógu snemma, heföi hann kannski aldrei þegið stöö- una sem betlarinn biskupsins. En framvegis var hann ekki jafn- mikill á lofti og meö það varð biskupinn aö gera sig ánægðan. En svo kom striðið viö Frakka og kom hart niður á biskupnum. Hann var andvigur styrjöldum og manndrápum. En þegar borgar- greifinn i Remo flúöi ásamt her- liöi sinu og borgarstjórinn lokaði sig inni, hriöskjálfandi, var eng- inn til aö taka viö stjórn borgar- innar nema biskupinn. Jafnvel betlarnarnir á götunni heimtuðu það, svo aö hann átti enga und ankomuleið. Hann tók þetta að sér meö þungu hjarta og undir hæðnisleg- um augnagotum Luigis. Meö Lu- igi 1 vagninum hjá sér leit hann eftir borgarmúrunum og öörum varnarvirkjum. — Þér sitjiö dáfallega i þvi, yö- ar herradómur, sagði Luigi. Það þarf ekki nema örfáar fallbyssur til aö taka borgina meö áhlaupi. — Já, það var ég lika alltaf hræddur um, sagöi biskupinn og andvarpaöi. — En samter nú mitt fólk mitt fólk. — Yðar herradómur gæti hæg- lega samiö viö óvininn, sagöi Lu- igi. — Hann er reiður út i greif- ann. satt er það — fjendurnir héldu aö þeir gætu keypt hann á sitt band. En það mundi ekki kosta nema svo sem tuttugu hengingar og hæfilega ákveöiö gjald. — Ég get ekki horft á hjörðina mina kvalda og ofsótta, sagði biskupinn. — Nú jæja, ef yðar herradómur hlýtur að deyja skal ég deyja meö yðar herradómi, sagöi Luigi. En fyrst gætum við sett borgar- búa til varnar uppi á múrunum — þá eru þeir að minnsta kosti ekkir iöjulausir á meöan. En svo er til annað ráð. Þaö var svo framkvæmt og biskupinn vann dag og nótt aö þvi aö hughreysta og eggja fólkiö sitt. Aldrei þessu vant var Remo eins og einn maður, og áhuginn og viljinn, sem þar riktl, .var vilji biskupsins. En samt virtust Frakkar Setztir um borgina eins og hendi væri veifað. Þeir sendu lúðurblásara og fánabera til aö heimta uppgjöf borgarinnar. Biskupinn tók á móti unga foringjanum, sem bar lúðurinn —þetta var maöur dökk- ur yfirlitum meö glettnislegar viprur um munninn. Biskupinn fór meira aö segja meö hann i gönguferð um múrana og á þvi virtist foringinn verða hissa. — Þiö hafiö öflugar varnir, sagöi Frakkinn kurteislega. — Nei, nei, viö erum lélega varöir, sagði biskupinn. — Bless- uö börnin min hafa verið aö reyna aö styrkja múrana meö sandpok- um, en eins og þér sjáiö, eru þeir hrörlegir og þarfnast endurnýj- unar. Auk þess var greifinn prett- aður á púðrinu. Ég verð aö tala betur um það viö hann, þvi aö sannast aö segja höfum viö varla nokkra byssu, sem hægt er aö hleypa úr skoti. Undrun Frakkans jókst um all- an helming. — Ég vil nú ekki rengja yðar herradóm, sagöi hann, — en ef þessu er svona var- iö, hvernig ætlar yðar herradóm- ur þá að verja Remo? 3 . TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.