Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 6

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 6
^p frekar okkur til ánægju. En svo var það snemma á árinu 1960, þegar Donny var smápatti, að þetta skeði allt með nokkuð at- vikakenndu móti og lif okkar allra tók skjótum breytingum. — Við þurftum að horfast i augu við þaö, að börnin okkar uröu að breyta líferni sinu, þau gátu ekki sótt venjulega skóla, þegar við vorum á ferðalögum mikinn hluta ársins. En við George ákváðum að láta þau njóta sín og haga lífi fjölskyldunnar eft- ir þvi. George sagði upp starfi slnu, og svo fórum við bæði með börnum okkar út á þjóðvegina, eiginlega i bókstaflegri merk- ingu. Siðan höfum við verið með þeim á öllum þeirra ferðalögum, bæði utanlands og innan. Við er- um oft spurð að þvi, hvort við höf- um ekki áhyggjur af þvi', að börn- in okkar lifi ekki eðlilegu lifi, séu á ferðalögum flesta mánuði árs- ins. Við getum svarað því með sanni, að við tökum heimilið með okkur. Það skiptir mestu máli, við erum alltaf öll saman. — Við erum þvi alls ekki heim- ilislaus. Börnin verða að hlýta sömu reglum, h vort sem við erum heima eða heiman, rétt eins og við værum heima i Utah. Engin Iýluköst, enga duttlunga og engan æsing. Og hverjar eru svo þessar regl- ur? Hverjar eru þær, fyrir utan venjulegar trúarreglur mor- móna, eins og að neyta hvorki tóbaks né áfengis? — Aðalatríðið er að sýna á- byrgðartilfinningu og virðingu hvert fyrir öðru, sagði Olive. — Við erum ein eind,' eins og þú sérð. Við verðum að lifa i sátt og samlyndi, annars fer allt út um þiifur. bess vegna getum við ekki leyft neinum að eyðileggja sam- búðina með fýluköstum og duttl- ungum. Ég held reyndar, að þetta sé höfuðatriði i öllum stórum fjöl- skyldum. Það er ekki lengi að smita frá sér, ef einhver lætur eftir sér duttlungaköst, og það er einlægur vilji okkar allra, að láta ekkert skyggja á fjölskyldufrið- inn. Pabbi hefur lika sétt þær reglur, að við leyfum ekki fýlu- köst, duttlunga eða æsing, og allir virða boð hans og bönn. — Ég veit, að fólki finnst þetta nokkuð undarlegt, eins konar Utopia, finnst þér það ekki? Það hendir lika, að einhver er með ó- lund eða leiðindi, en þá er það föst regla, sem ekki verður umflúin, að sá hinn sami verður að hverfa inn á sitt eigið herbergi og vera þar, þangað til kastið er liðið hjá oghann eða hún eru aftur komin i jafnvægi. Ef einhver af Osmondfjölskyld- unni stendur frammi fyrir vanda- máli, þá þarf hann aldrei að horf- ast í augu við það einsamall. Það eru alltaf vikulegar ráðstefnur, þar sem málin eru rædd, og venjulega leysast þá allir hnútar af sjálfsdáðum. Olive og George hófu þessar vikulegu ráðstefnur sinar fyrir mörgum árum,og þær hafa gefist svo vel, að margir af vinum þeirra hafa farið að þeirra dæmi. Fjölskyldufundirnir eru alltaf á föstudögum. — Þá söfnumst við öll saman, sagði Olive, — og ekki eingöngu við, sem erum heima, heldur lika þau hin, Virl og Tom, tveir elstu synir minir (þeir eru komnir undir þritugt), konur þeirra og börn. — Þessir föstudagsfundir eru nokkuðmeð sérstökum hætti, þvi aö við heiðrum þá einhvern sér- stakan fjölskyldumeðlim, borð- um uppáhaldsmatinn hans og sýnum honum einhver sérstök vinahót. A eftir hófum við alls konar skemmtiatriði, sem hver velur eftir sinum smekk. Aður en viö skiljum, tökum við fyrir vandamal vikunnar á undan. Við tölum um viðskiptahliðina, ræð- um um hvort þessi eða hinn söng- urinn sé liklegur til að slá I gegn, eða hvort hann kemur betur út með einsöng, — hvort við eigum að taka ákveðnum tilboðum.i ná- inni framtið og allt þessháttar. — En við ræðum lika persónu- leg vandamál, til dæmis hvort við eigum að taka af fjölskyldusjóðn- um —allar tekjur fara i sameigin- legan sjóð) til að kaupa flugvél fyrir Wayne, eða hvort Jimmy eigi að fá nýtt reiðhjól. — Þegar við erum öll búin að segja skoðun okkar, þá er gengið til atkvæða, en venjulega er það pabbi, sem kveður upp Toka- ákvörðun. Já, það er eins og ég sagði, það er pabbi, sem valdið hefur, og orð hans eru lög. Margir hugsa eflaust sem svo, að þessi eining og yfirleitt lifs- venjur Osmondfjölskyldunnar séu ekki raunveruleg. Það er mjög erfitt að trUa þessu nú til dags, þar sem svo algengt er, að börn risi gegn boðum og bönnum for- eldranna. — Þetta byggist allt á aga frá barnæsku, sagði Olive til skýring- ar. — Ég veit vel, að margir for- eldrar gefast upp, eru jafnvel hræddir við að leggja börnum sin- um lifsreglurnar, af ótta við að verða óvinsæl. En að minu áliti er það uppgjöf, sem sundrar fjöl- skyldum og getur aldrei orsakað annað en óánægju. Reglur veita öryggiskennd. — 6g veit með vissu, að börnin okkar eru ánægð með þetta fyrir- komuiag, þau vita hve langt þau mega ganga, og það skapar lika öryggi. Að sjálfsögðu hafa þau oft verið óþekk og brotið settar reglur, og þá verður pabbi að koma til skjalanna og refsa þeim. Hann hefur oft danglað svolitið i þau, en það geri ég aldrei. — Pabbi ætlast til, að þau taki refsinguna til greina, en það er aldrei minnstá þessi atvik siðar. Ég held, að börnin beri virðingu fyrir þessum lögum. Reglur um stefnutnót eru mjög á- kveðin. — Eitt erfiðasta vandamálið er, þegar börnin vilja fara á stefnumót. t þvi máli eru mjög á- kveðnar regíur. Enginn fær að fara slikar ferðir fyrr en sextán ára aldri er náð, og frá þeirri reglu er engin undantekning, sagði Olive. — Að sjálfsögðu eiga börnin vini af báðum kynjum, en rómantisk stefnumót eru bönnuð til sextán ára. Ef eitthvert barn- anna undir sextán ára hefur farið Ut aðkvöldi til, þá er skilyrðislaus krafa að vera kominn heim fyrir klukkan tíu, og að sjálfsögðu verða þau að segja pabba og mér, hvert þau ætla að fara. En ef Marie, sem er lagleg og prúð hnáta, fimmtán ára, vill fara I bió eða á einhverja Is- sjoppu? — Þá fer hún með vinkonu sinni eða einhverjum bræðra sinna, sagði Olive. — En vinur á föstu er ekki leyfður innan sextán ára. En dreymir hana ekki um rómantiskan elskhuga? Olive hló. — Vitaskuld dreymir hana um slikt. Það gerir allar sttilkur á hennar aldri. HUn festir ráð sitt, þegar þar að kemur, gift- ist góðum mormóna og eignast mörg barn, að minnsta kosti von- ar hUn það. HUn er reyndar bUin að sauma allt, sem hUn þarf til bUsins, og eignast bæði rUmfatn- að, borðbUnað og marga fallega muni. Við mæðgurnar förum oft I bUðir, þegar við erum á ferðalög- um, og kaupum þá ýmsa hluti, sem geta komið að gagni fyrir hana I framtiðinni. Það vekur undrun mína, að Marie skuli taka þessu öllu með jafnaðargeði og vera ánægð með sitt hlutskipti. Ég hefi aldrei heyrt getið um stúlku á hennar aldri, sem þegjandi og hljóða- laust tekur til eftir bræður sina og þjónar þeim eftir megni, án þess að nöldra yfir mismun kynjanna. Htfn hlýtur að vera leið á þvi ein- staka sinnum? — Reyndar ekki, sagði Olive. — En þá verður maður lika að taka það með i reikninginn, að hUn hef- ur aldrei verið I skóla með öðrum stUlkum eða öðrum unglingum. HUn er að sjálfsögðu lika undir miklum áhrifum frá mér og reyndar allri fjblskyldunni. Þannig viljum við lika hafa það, ög ég hefi alltaf haldið þvf fram, að konan eigi að vera á heimilinu og alltaf með börnum sinum. Öll börn hafa þörf fyrir einkalif að einhverju marki. — Það getur verið, að ég sé sérstaklega heppin með dóttur mina. Ég veit, að mér væri óhætt að fara i burtu og skilja Marie eina eftir til að sjá um heimilið, hUn myndi leysa það af hendi með prýði. Hún er lika mjög hneigð fyrir hannyrðir. Hún saumar oft sjálf fötinsín og saumar mikið Ut. HUn hefur saumað og merkt dótið sitt, þegar við erum á ferðalög- um. Við mæðgurnar erum mikið einar, þegar við erum á ferðalög- um, og þá sitjum við oftast við einhverja handavinnu. Okkur mæðgunum kemur mjög vel sam- an. Hm...m.. Þetta hljómar eitt- hvað einkennilega. Kemur hUn aldrei með nein mótmæli? Olive brosti glaðlega. — Það er reyndar eitt, sem við erum ekki sammála um, og það held ég að allar mæðgur reyni. Mér finnst hún smyrja heldur miklu maki framan i sig. Þessi litli kjáni var farinn að klistra á sig gerviaugn- hárum, þegar hUn var aðeins átta ára! — Lengi vel reyndi ég að telja hana ofan af þessu, sagði henni, að hún myndi alveg eyðileggja hUðina. En svo datt mér annað betra I hug, ég kallaði hana vax- brUðu og sagði henni, að mér fyndist hUn ætti að fara að hugsa til þess að setja upp snyrtistofu. Þettareyndistvel, þviaðnU hefur hUn svo mikinn áhuga á hörunds- rækt, að hUn er farin að nota miklu minna af þessu fegrunar- drasli. Svo er það eitt, sem Olive heldur fram: — Hverju barni er nauðsyn að hafa eitthvað Ut af fyrir sig, geta horfið inn i sinn eiginkrók, ekkisi'st börnin okkar, sem eru svona mikið i sviðsljós- inu. Heima í Utah, þar sem raun- verulegt heimili okkar er, (hUsiði Los Angeles notum við aðallega, þegar við þurfum að vera i Kali- forniu) hefur hvert barn sitt eigið herbergi, sem þau geta svo skreytt eftir eigin smekk og eng- inn getur farið inn I, án þess að drepa á dyr. — Herbergi Marie er mjög kvenlegt, og hUn læsir þvi alltaf. Donny er allur I raftækni, og það má sjá það á herbergi hans, sem er bUið hinum furðulegustu hlut- um. Slðasta uppfinning hans er rUm, sem hann getur látið svífa i loftinu, með þvi aðýta á takka, en þá hefur hann llka meira gólf- rými! Það virðist ganga á ýmsu á heimili fjölskyldunnar I Utah. Morgunverður stendur alltaf á borðinu klukkan átta á morgn- ana, og eftir matinn setjast þau öll kringum hringborðið og ræða um starfið, sem er framundan þann daginn. Timi til alls, — jafnvel náms. — Mesturhluti dagsins fer i æf- ingar I stúdiói, sem er áf'ast við hUsin (I Utah og Los Angeles). Svo verðum við að sjá til þess, að börnin fái kennslu i venjulegum námsgreinum. Þar sem fjöl- skyldan er svo mikið á faralds- fæti, var ekki mögulegt f'yrir börnin að sækja venjulegan skóla og I fyrstu reyndu þau að bjarga sér með bréfaskólum, en svo vor- um við svo heppin, að Merrill kvæntist kennara. Mary, fallega, dökkhærða kon- an hans Me^rill, hafði verið há- skólakennari, og hUn Ijauðst strax til að annast kennslu yngri barn- anna, sem eru Donny, Marie og Jimmy. Þau reyna að koma þvi þannig fyrir, að stunda námið fimm klukkutima á dag. Hádegisverður er ekki tekinn alvarlega, og börnin geta fengið sé snarl I eldhUsinu, þegar þau vilja. En aðalmátið dagsins er klukkan sex, og þá verða allir að mæta við hringborðið. Á föstu- dagskvöldum er borðað i stórri borðstofu, en þar eru þrjU hring- borð, svo sæti séu fyrir alla. — Við erum svo mikið á ferða- lögum, að við þráum að koma heim til Utah, sagði Olive. — Þar erum við lika frjálsari, þurfum ekki að góna á klukkuna og getum gert ýmislegt, sem við höfum ánægju af. Við eigum bUgarð rétt hjáborginni.og börnin fara þang- að oft, fara á hestbak eða þeysa á 6 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.