Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 23

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 23
sér og sæðiö streymdi frá honum á jörðina. Bjartur sikileyskur máninn var kominn hátt á loft, þegar hann settist upp i myrkrinu og teygði sig i fötin sin. „Signor”, hvislaði hún. Hann svaraði ekki. Hendur hans fundu buxurnar, hann stóð upp og klæddi sig i þær. „Signor. Ég kom til að vara þig við. Frændi minn...” „Ég veit”, greip hann fram i og leit niður til hennar. Rödd hennar var óttafull. „En hann sagðist ætla að drepa þig”. Hann hló, næstum hljoðlausum hlátri. „Hér er ég”. „En signor. Hann kann að finna þig á hverri stundu. Jafnvel hér. Hann er mjög afbrýðisamur og mjög stoltur”. „Ekki lengur”, sagði Cesare á- kveðið, „hann er dauöur”. „Dauður?” Rödd stúlkunnar var næstum öskur. Hún stökk upp. „Drapst þú hann?”. Cesare var að hneppa skyrtunni sinni. „Si”, sagði hann stuttlega. Hún stökk á hann eins og tigur, klórandi og berjandi. Hún var hálfgrátandi og hálföskrandi. „Fjandinn þinn. Liggur mig með- an blóðið er enn heitt á höndunum á þér! Þú ert lægri en dyrin! Hverjum á ég nú að giftast? Hvað á ég að gera við þetta, sem þú komst fyrir i maganum á mér?” Skyndilega lá allt ljóst fyrir honum er hann greip um hendur hennar og hélt þeim föstum. „Þú vildir það þarna, annars væri það þar ekki” sagði hann. Hún starði i augun á honum og sá nú að hann vissi það. Hún kerrti höfuðið aftur á hnakka og hrækti framan i hann. „Ég vil það ekki núna!” öskraði hún. „Það verður ófreskja, bastarður eins og faðir þess!”. Hann færði hnéð snögglega upp i mjúkan kviðinn á henni. Sars- aukinn kæfði öll hljóð i hálsi henn- ar og hún féll til jarðar, lá þar og engdist sundur og saman ælandi. Hann leit niður til hennar. Hendi hans leitaði ósjálfrátt niður i jakkavasann og fann að rýting- urinn var enn þar. Hann tók hann upp úr vasanum. Hún leit upp til hans, ótti byrj- aði að skina úr augum hennar. Varir hans geifluðust i köldu brosi. „Ef þú vilt það ekki, þá skerðu það sjálf út með þessu”. Hann kastaði rýtingnum á jörðina við hlið hennar. „Það mun hreinsa þig. Blóð hans er enn á honum”. Hann snerist á hæli og gekk i burt. Morguninn eftir fundu þeir stúlkuna látna. Hún lá þarna með báðar hendur krepptar um rýt- inginn. Lendar hennar klistraðar af storknandi blóði, og jörðin und- ir henni gegnsósa. Tveim dögum seinna yfirgaf Cesare eyjuna á leið til náms i Englandi. Hann kom ekki til eyj- unnar aftur fyrr en striðið braust út, næstum fimm árum seinna. A meðan byggði Gandolfo fjöl- skyldan nýja vingerð fyrir tiu þúsund lirurnar, sem Cardinali greifi gaf henni. Leigubillinn stöövaði fyrir utan E1 Morokko og risavaxinn dyra- vörðurinn opnaði dyrnar. Hann sá Cesare og brosti. „Ah, Cardinali greifi”, sagði hann hlýlega. „Gott kvöld. Ég var farinn að halda að við yrðum að vera án yðar i kvöld”. Cesare borgaði leigubilstjóran- um og steig út úr bilnum um leið og hann leit á klukkuna. Hún var hálf tólf. Hann brosti með sjálfum sér. Hugsunin um konuna, sem beið inni i veitingahúsinu, var einnig hluti af spennunni. Hlýr, yndislegur likami hennar var einnig tákn raunveruleika lifsins. 2. KAPiTULI: Leyniþjónustumaðurinn Ge- org Baker var á leið til að slökkva ljósið i skrifstofunni. Er hann var nær kominn að dyrunum hikaði hann eitt augnablik, sneri siðan við, gekk að skrifborðinu og tók upp simann. Það var beina linan til Strangs kapteins á lögreglu- stöðinni. „Hvernig er útlitið?” spurði Baker. Þungur rómur Strangs drundi á linunni. „Ertu ekki enn farinn heim? Klukkan er orðin ellefu”. „Ég veit”, svaraði Baker. „Ég átti eftir að ganga frá ýmsu. Mér datt i hug að hafa samband við þig áður en ég færi heim”. „Þú þarft ekki að hafa áhyggj- ur af neinu”, þrumaði lögreglu- maðurinn fullur sjálfstrausts. „Við höfum svæðið undir smásjá. Svæðið umhverfis dómshúsið er autt, og ég sá til þess, að það væri lögreglumaður i hverri byggingu og á hverju horni allt i kring. Þeir verða þar i alla nótt og i fyrra- málið, uns við höfum komið vitn- inu i réttarsalinn. Trúðu mér, það kemst enginn nær honum en tiu fet fyrr en hann kemur i dóms- húsið”. „Gott”, sagði Baker. „Ég fer út á flugvöll i fyrramálið að taka á móti flugvélinni. Við hittumst i dómshúsinu klukkan ellefu”. „Allt i fina. Haföu engar á- hyggjur og farðu að sofa”, sagði Strangs. „Hér höfum við stjórn á öllu”. En þegar Baker kom heim á hótelherbergið sitt gat hann ekki sofnað. Hann settist upp i rúminu og lét sér detta i hug að hringja i konu sina, en hætti svo við það. Simhringing um miðja nótt kæmi henni úr jafnvægi. Hann reis upp úr rúminu og settist i stól. Hann tók byssuna letilega úr sliðrinu, sem hékk á stólbakinu, og athugaði hana. Hann sneri sivalningnum og stakk henni aft- ur i sliðrið. Ég er á nálum, hugs- aði hann. Ég hef verið i þessu allt of lengi. Framhald I næsta blaði Brún án bruna Fæst í apótekum og öðrum sérverslunum. i þrem styrkleikum eftir viðkvæmni húðar- innar. Piz Buin sólkrem og sóloliur eru þekkt um alla Evrópu, sem þau bestu undir sólinni fyrir hörundsrækt. Piz Buinert.d. viðurkenntaf Howard Medical School i Bandarikjunum fyrir gæði. Notkunarreglur fylgja. Það er því staðreynd, að Piz Buin er í sérflokki. PIZBUIN 26. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.