Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 17
— Eruð þiö triílofuö? spurði Dprothy. — Engar skuldbindingar, sagði Jón ákveðinn. — Við latum hverj- um degi nægja slna þjáningu. Seinna reyndi hann að lýsa þessu nánar fyrir þeim. — Viö deilum öllu jafnt, sagöi hann. MeB öllu átti hánn við allt frá kuldaflikum til naglaþjala, öll út- gjöld — leiguná, rafmagnið, hit- ann, stmann og matinn. Þau hrif- ust á margan hátt af þvi lifi, sem sonur þeirra lýsti fyrir þeim. — Ég þurrka af, hún ryksugar og býr um riímið. RUmið. Hann langaði til þess, að þau skildu, hvernig þetta var. En Dorothy skildi það alls ekki. Dorothy hugsaði um stúlkuna, sem ryksugaði og piltinn, sem þurrkaði af, og sagði bliðlega: — Við hlökkum til aö kynnast Chloe. Ég skrifa henni og segi henni það. Hvorugt foreldri Jóns þorði að biðja hann um að segja Susan ekki frá þvi, hvernig lífi hann lifði. En þau höfðu áhyggjur. Þvi að tæki Jón sér eitthvað fyrir hendur, vildi Susan gera eins. Susan kom ekki heim fyrr en þremur dögum fyrir jólin. Hún og Jón töluðu saman hálfa nóttina, og morguninn eftir kom hun inn til foreldra sinna með tebolla meðferðis. — Er það ekki dásamlegt meö Jón og Chloe? . — Það vona ég, sagöi Dorothy. Susan haföi hár eins og móðir hennar, nema hún hafði það sitt og slegið. Hún var átján ára, og þetta var fyrsti veturinn hennar I litlum háskóla í Wales. Hún lagðist endilöng á teppið i svefnherberginu og lét tebollann hvíla á maganum á sér. — Hugsið ykkur að vera frjáls og elska hvort annað, deila öllu jafnt — og vera óbundinn. Dorothy svaraði alvarleg i bragði: — En Jón sagði harla fátt um ást. — Auðvitað er það ást. Jón er hættur að drepa tittlinga i sifellu, og hann hefur þyngst um nokkur pund. Var þetta ást? Að hætta við taugaveiklunarkæk og þyngjast? Dorothy spurði ekkí frekár. Það hljómað eins og að hafa oröið «ftir á örkinni hans Nóa að spyrja of oft: Já, en er það ást? Hvflíkur óravegur getur ekki verið milli þankagangs tveggja mannvera? Susan sagði: — Ég vona, að þau eyöileggi það ekki með þvi að fara að gifta sig. — Hvað hefurðu á móti gift- ingu? Susan vildi ekki særa tilfinning- 26. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.