Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 7

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 7
vélhjólum um alla sveitina. — En ég er yfirleitt i eldhúsinu. Það er lika skemmtilegasti staðurinn i húsinu. Mér finnst notalegt að vera þar, enda finnst mér það miðdepill heimilisins og ég sjálf miðjan i þeim depli. Eldhúsið er lika skemmtilegt, gæti verið óskadraumur hverrar húsmóður. Þar er jafnvel skrif- borð i notalegum krók, þar sem Olive getur annast bréfaskriftir slnar,milli þess sem hún litur eft- irpottunum. Þar eru lfka öll þæg- indi, til dæmis dósaeyðir, svo hún getur stungið öllum tómum dós- um i hann, skaftpottar með áföst- um sjálfvirkum sleifum, sem hræra i pottunum. En það sem henni finnst best af öllu, er fjar- skiptatæki, sem gerir henni kleift að fylgjast með allri fjölskyldunni án þess að fara út úr eldhúsinu. Hún viðurkenndi, að hún hefði sannarlega öll fáanleg þægindi, en sagði, að annars gæti hún ekki annað störfunum. — Ég skrifa alltaf hjá mér, það, sem ég þarf að muna og geri það ennþá, sagði hún. i gamla daga, — já eiginlega frá barns- aldri, hefi ég haldið dagbók. Hún brosti. — Ég man, að þegar ég hitti George i fyrsta sinn, skrifaði ég: ,,t dag hitti ég mann, sem ég veit, að á eftir að hafa mikil áhrif á lif mitt.” Það var árið 1944. — Nú hef ég ekki tima til að skrifa neitt að ráði i dagbók mfna, en samt skrifa ég eitthvað smá- vegis á hverjum morgni, sérstak- lega um það sem iiggur fyrir þann daginn. Hún segist hafa svo mikið að gera daglega, að hún verði að taka daginn snemma, venjulega fer hún á fætur milli hálf fimm og sex og þá byrjar hún á þvi að skrifa nokkurs konar áætlun fyrir daginn. Vinstra megin skrifar hún það, sem hún vonar að geta aflokið. — Venjulega fer ég i rúmið klukkan ellefu, og þá skrifa éghægra megin i bókina það, sem ég hefi getað komið i verk. Ég reyni að fá það mesta úr úr hverjum degi, segir Olive. — Ég veit, að það hljómar nokkuð drembilega, en mér finnst dásamlegt að gera sem mest og leyfa ekki sjálfri mér að slóra. Og það er sannarlega nóg að horfast i augu við i húshaldi minu. Það er margt fleira en húsverkin ein, ég verð að sjá um dagskipan drengj- anna, heimsækja stúdió, útvarps- stöðvar, hugsa um fötin þeirra, og ef ég hefði ekki fastar reglur, færi þetta allt úr skorðum. — Að sjáifsögðu kemst ég ekki alltaf yfir allt, sem ég hefi gert áætlun um,get ekki lokið þvi, sem ég" skrifa vinstra megin, svo ég verðaðhafa aðra minnisbók, þar sem ég skrifa það, sem verður útundan, til að reyna að kreista út tima til að gera það sem fyrst. — Ég hef þessar minnisbækur með mér hvert, sem ég fer, og reyni að fá börnin til að gera það sama. Það er eina leiðin til að láta það nauðsynlegasta sitja i fyrir- rúmi. Mér fannst þetta ágætis hug- mynd og að foreldrar ættu að venja böm sin á slikt bókhald. Olive er full af hugmyndum um þaðsem hún getur gert fyrir sinn stóra barnahóp. Hvað finnst henni nauðsynlegast að innræta börnunum? — Að gera aldrei mikið úr hlut- unum, sagði hún alvarlega. — Það liggur i augum uppi, að þau hefðu aldrei komist svona langt, nema með geysilegri vinnu. En á hinn bóginn er ég þakklát fyrir það, sem þeim er gefið. Þau hafa hlotiö hæfileika og góða heilsu i vöggugjöf og lika mikið þrek. Ég brýni fyrir þeim, að þakka guði daglega- fyrir þær gjafir. Ég brýni lika fyrir þeim að sýna alltaf litillæti. Þau hafa ver- iö mjög lánsöm fram að þessu, og ég hvet þau til að fá það mesta út úr hverjum degi, sem liður, það veit enginn hve lengi þetta varir, það vitum við öll. -iv;amrna, maðurinrj er að spyrja hvenær þu veroir heima. GISSUR GÚLLRASJ E.FTIR' BILL KAVANAGH e. FRANK FLETCUBR. S7 Kannski ég ætti aö afpanta timann hjá lækninum. O nei, þaö geriröu ekki. Þú ferö og ég kem meðþér! Skammastu þin ekki fyrir aö lita framan i hann, þegar þú hefur óhlýönast fyrirskipunum 26. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.