Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 12
BÍLALEIGA AKUREYRAR AUGLÝSIR: Leigjum bíla án ökumanns. Afsláttur veittur af lengri leigutíma. Volkswagen 1302 og 1303. Mazda 818 station. Volkswagen sendiferðabifr. Volkswagen 9 manna. Land Rover 7 og 10 manna. Blazer 6 manna. Ford Bronco. Sérstök flugvallarþjónusta. Bílaleiga Akureyrar Tryggvabraut14 Símar 21715 og 23515 box 510 Akureyri. /^&V~ yQyPLW-X£^) S.-2 & © Kin|( Fc.lure. Syndic.le, Inc, 1973. World .igkl. rn.rv.d. -Við astlum að' breyta til í sumar og senc'la börr.in í sumarbúðir en vera sjálf heima.. 12 VIKAN 26. TBL. Dóöturinn Hornsteinar eða hornrekur Þórshöfn 23 mai '75. Um daginn las ég i Vikunni of- urlitinn pistil, sem bar yfirskrift- ina „Er i þér vorþreyta"? Já, nú er sem sagt komið vor, eftir fá- dæma snjóþungan vetur og ill- viörasaman. Það er kominn 23. mai. Allur snjór farinn, nema litilsháttar i giljum og daldrógum móti norðri. Og sem aðrar „góðar" húsmæður sit ég hér á lárviðarsveig minum og hugleiði af takmörkuðum skilningi lifiö og' tilveruna. Minn lárviðarsveigur er ibúð, sem ilmar af Ajax eftir erfiði mitt viö hreingerningar, skápar, sem i er snyrtilega raðað hreinum og viðgeröum fatnaði uppvaxandi skattgreiðenda, viðruð og þvegin gluggatjöld, sápufreydd gólfteppi. Og hvað svo? Ekki fá þeir þrælar þjóðfélagsins, sem heita húsmæð- ur, kaup. Þar af leiðandi ekki orlof. Jú, einhverjir opinberir aðilar hafa gengist fyrir svo- nefndri húsmæðraorlofsdvöl hér og þar i skólum eða öðrum stofn- unum vitt og breitt um landið. Þangaö er okkur ráðstafað, svip- að og óskilarollum forðum, okkur til andlegrar og likamlegrar hressingar. Þaðan eigum við að koma eins og nýhreinsaðir hund- ar, tilbúnar til átaka við annir hversdagslifsins. Nú segir kannski einhver: Þið eruð giftar og ykkar eigin hús- bændur. Já, við gerðum skrifleg- an samning við karlmenn. Atvinna okkar heitir þvi hjóna- band. Hefði lesning prestsins ekki komið til, héti þessi atvinna öðru og óvirðulegra nafni. Kona, gift, fer út á atvinnu- markað, á meðan rikislaunuð fóstra elur að einhverju leyti upp börnin hennar. Það er gott og blessað. Fóstran fær vonandi sæmileg laun. En anriist móðirin sjálf þessi sömu börn, fær hún engin laun, önnur en þau sem starfið felur i sér, og hvorki eru þau gjaldgengur miöill hjá verslun eða skattstofu. Samt er þaö blásið út fjálglega, að heimilin séu hornsteinar þjóð- félagsins. Nei, þau eru hornrekur þjóðfélagsins. Nú þykir mér sýnt, að lands- byggðin fái að láta i litla pokann, hvað snertir uppbyggingu. Niður- skurður á fjárveitingum kemur hart niður á landsbyggðinni, ef á að byggja blendiverksmiðju á Suðurlandi, hafnarmannvirki á Suðurlandi, brú yfir Borgarfjörð etc.alltáSuðurlandi, meðan börn i dreifbýlinu fá ekki viðbótar- byggingu við skólann sinn og þurfa gagnfræða'skóla hingað og þangað og losna við það úr tengsl- um við heimili sin, þessa „horn- steina" þjóðfélagsins. Og gamla fólkið grætur, þvi það fær ekki elliheimili i sinu byggðarlagi og verður þvi aö fara i f jarlæg héruð. þegar það getur ekki lengur séð um sig sjálft, ef það þá kemst þar inn á slika stofnun. Og svo koma hingað ihaldsgæðingarnir fjórða hvert ár,vel að merkja fyrir kosn- ingar, og ætla að fá atkvæði út á andlitin á sér? Þess á milli standa þeir vörð um peningavaldið i Reykjavik, ásamt öðru óþarfara, og á all- sæmilegu kaupi. Mikill er and- skotinn? Jæja, margt hefur verið rætt og ritað um mismunun og hægt að halda áfram i það endalausa. Reykvikingar finnst mér vera i eilifri streitu. Þeir eru i þrot- lausu kapphlaupi við að afla sér lifsgæða, sem þeir hafa svo ekki tima til að njóta. Þeir fá sumir kánnski sumarfri og reyna þá að skreppa út á land til að njóta friðar, eða senda okkur börnin sin i smátima til að losa þau við borgarysinn og létta á sjálfum sér. En við i dreifbýlinu verðum lika að vinna, og kostnaður hjá okkur er að ýmsu leyti meiri en hjá ibúum á Suöurlandi, t.d. dreifingarkostnaður allur. t þvi tilliti erum við stórfelldir at- vinnurekendur. Heimsókn höfuð- borgarbúa er okkur ekki eintóm ánægja, þó oft sé gaman að gest- komu. Þetta áttu nú ekki að verða nein áróðursskrif, en mér hitnar oft i hamsi, ef ég læt það eftir mér að hugsa innan um mina bolla og diska. Gott væri ef maöur gæti eingöngu bundið hugann við þessa guðsgrænu, eða það af henni, sem sést út um gluggabor- una i eldhúsinu. Lika væri gott að halda áfram yoga æfingum, sem blessunin hún Ásta Guðvarðardóttir kenndi okkur. t þessu minu menningar- vannærða byggðarlagi brá fyrir ofurlitilli glætu viö komu hennar i héraðið. Hún stofnaði með konum héraðsins hreilsuræktarfélag og hefur af takmarkalausum dugn- aði æft þær i bilskúrnum sinum og barnaskólanum, og konur, bæði hér og annars staðar hafa alltaf viljaö viöhalda heilbrigði sinu og annarra. Við erum þvi aö byggja okkur ofurlitið hús, þar sem við hyggjumst halda starfseminni áfram. Með sjálfboðavinnu, gjöf- um góðra manna og ofurlitilli lán- töku vonum við, að þetta takist. Ég vona, að fleiri konur fari að dæmi okkar,sem buum.að ýmsra mati,á mörkum hins byggilega heims. Það er ótrúlega afslapp- andi að loknum degi að fara i heilsuræktarleikfimi, komast að- eins út og hitta aðrar konur. Ég segi ekki, að þá sé bráð nauðsyn- legt að ræða um barnauppeldi, eiginleika þvottadufts, eða endingu prjónagarns, það er hægt að finna skemmtilegri umræðu- efni. Ég sendi ykkur hjá Vikunni þennan pistil, af þvi að þegar vor- ar fæ ég ritræpu eða eirðar-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.