Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.09.1975, Side 15

Vikan - 18.09.1975, Side 15
Þaö var mjög rólegt heima hjá ömmu. 011 hljóð ihúsinukomu frá henni sjálfri. Hún skrölti með pönnur og potta 1 eldhúsinu. Hún raulaöi og talaði við sjálfa sig, og það var stöðugt eitthvert rólegt suð i kringum hana, eins og suðið 1 býflugu, en þar fyrir utan fannst Jake þetta alltof hljóðlátt. Hann fór út i garð. Garðurinn hennar ömmu var svo litill, ferhyndur og grár. — Þegar maður er kominn á minn aldur, sagi amma, — þá má garð- urinn ekki vera stærri en svo, að maöur geti hirt hann með sópn- um.' Og hún notaði sannarlega sóp- inn, hún felldi meira að segja rusaltunnuna með sópnum einu sinni. — Gáðu 1 gullfiskatjörnina, kallaði hún út um eldhúsglugg- ann. 1 litlu tjörninni voru steinar, nokkrar vatnaplöntur og sandur. — Fiskar! Hann varð nú loks- ins hrifinn, i fyrsta sinn þennan dag. — 0, amma, en hvað þeir eru margir! Einn var svartflekkóttur, einn gulur á hliðinni, svo annar svart- flekkóttur, eða var það sami fisk- urinn? — Það er hræðilega gruggugt! kallaði hann. Hræðilegt var alveg nýtt orð hjá honum. — Eg er al- veg i kleinu! Hvað eru þeir marg- ir? — Ég veit það ekki, sagði amma. — Nú skal ég segja þér, hvað þú átt að gera. Hún kom út i garð. Hún var alltaf svo fljót að ganga. Hún jós vatni úr tjörninni upp i plastfötu ogskellti henni niður við hliö hans. — Austu svo fiskunum upp i föt- una, þá geturðu talið þá. Svo getur hellt þeim aftur út i tjörn- ina. — Þú ert góð amma, sagði Jake og apaði ósjálfrátt eftir mömmu sinni. — Þú getur dundað við þetta, þangað til þú færð teið þitt. Það er svolitið appelsin hérna til að taka úr þér sárasultinn. Hann vissi ekkert, hvað þetta var með sárasultinn, en það hafði venjulega eitthvað gott i för með sér, svo hann var ekki að þreyta sig á aö vita, hvað það væri. Hann var lengi að telja fiskana. Þeir voru svo kvikir og hálir. Hann varð rennblautur, bæði skyrtan og buxurnar. En loks- ins.... — Sjö, sagði hann sigri hrós- andi. Hárið var lika vott og klistr- aðist við ennið, en hann brosti út undir bæöi eyru. — Þetta er fint, sagði amma, — nú getur þú gert þetta I hvert sinn sem þú kemur hingað, þá er hægt að vita, hvort þeir verða ekki fleiri. Þaö getur vérið, að þeir eignist litil börn. — Litil börn, — börn, börn. Gullfiskarnir höfðu þó enga kjöltu, sem þeir gátu misst. Hann tók mjög varlega á fisk- unum og hleyptiþeim aftur út i tjörnina, og þeir syntu strax til botns. — Skrepptu upp og hafði fata- skipti, sagði amma, hátt og hvellt eins og hún var vön: — svo færðu teið þitt inn að sjónvarpínu. — Það var allt til reiðu handa honum þegar hann kom niður, og hann skildi blautu fötin eftir i hrúgu i baðherberginu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.