Vikan

Útgáva

Vikan - 18.09.1975, Síða 21

Vikan - 18.09.1975, Síða 21
hef ekið svo langt hafi ég þurft þess með,” sagði hún lágt. ,,En við ætlum ekki svo langt.” Cesare starði á hana. „Ekki það?” Hún hristi höfuðið. Ljósir lokk- arnir, sem liðuðust umhverfis sólbrúnt andlit hennar, glömpuðu i birtunni. ,,Þaö er ekki nauðsyn- legt.” Hún beygði sig yfir vélar- húsið á bilnum og leit á vélina. „Don Emilo ætlast annað fyrir,” hvislaði hún. Hann lyfti örlitiö brúnum. Hann hafði ekki átt von á stúlku. Hún rétti úr sér, aftur brosandi. Hún rétti út hendina á karlmanna visu. „Ég er Luke Nichols,” sagði hún. Þau tókust i hendur. Cesare virti hana fyrir sér. „En vitið þér nokkuð um ferraribila?” Brosið stækkaði á andliti hennar. „Ég ætti að gera það. Ég hef keppt á þeim um Evrópu þvera og endilanga.” Hún sá Esteban nálgast. „Spyrjið hann.” Cesare sneri sér viö. Esteban brosti. „Eg sé að þið hafið þegar hist. Það var gott.” „En stúlka i Gran Mexico kappakstrinum,” sagöi Cesare. „Hver hefur nokkru sinni heyrt á það minnst?” „Þér eruð mjög heppinn, Cardinali greifi,” fullvissaði Esteban hann.„Senorita Nichols hefur fengið mörg tilboð. Hún hafði þegar ákveðið að taka ekki þátt i þessari keppni þar til hún heyrði um vandræöi yðar. A siðasta ári ók hún sinum eigin Ferrari.” Cesare sneri sér aftur að henni. „Yðar bill?” spurði hann. „Hvað kom fyrir hann?” Hún yppti öxlum. „Hann vann ekki. Hann var veðsettur svo hann er farinn núna. Ég hafði vonað að mér tækist að ná mér i eitthvað hérna, en hef ekki haft heppnina meö mér.” „Allt i lagi,” sagði Cesare. „Þér hljótið að vera góðar fyrst vinur minn, senor Esteban, segir svo. Þér fáið venjulegan hlut ef við vinum. Fimm hundruð ef við töp- um.” „Ég tek þvi, herra Cardinali.” Hún brosti. Hann teygði sig eftir jakkan- um og fór i hann. „Stilltu hann og farðu með hann út i reynsluakst- ur. Segöu mér svo hvernig hann erklukkan fimm. Ég verð á barn- um á E1 Ciudad.” „Allt i lagi,” sagöi hún. Hún sneri sér að Esteban. Rödd henn- ar var formleg. „Vilduð þér koma þvi til leiðar að ég fái afnot af bás númer tvö, senor Esteban? Þann meö nýja rafstillitækinu. Fyrsta verk mitt verður að kanna rafleiðslurnar.” Esteban kinkaði kolli og Cesare sneri sér i burtu og lagöi af staö upp brekkuna. Þegar hann kom á brúnina og leit til baka, sá hann að hún var þegar lögð af stað meö bilinn i áttina að básnum. — 0 — Ljósið, sem lýsti upp vinstúk- una i E1 Ciudad, kom frá leyndum stað i veggnum. Þessi feluleikur með ljósgjafann kom i veg fyrir að nokkurrar birtu nyti i herberg- inu. Cesare þóttist góður að geta séð drykkinn á borðinu fyrir framan sig; það hafði enga þýö- ingu að lita á klukkuna til að sjá hvað timanum liði, hann var viss um að hann sæi alls ekki úrskif- una. Dyrnar opnuðust og sólargeisli klauf rökkrið i herberginu. Cesare leit i áttina að dyrunum. Luke kom inn og stóð fyrir fram- an dyrnar meðan augu hennar voru að venjast myrkrinu, og hún reyndi að finna hann. Hann stóð upp og beindi athygli hennar að sér. Hún settist brosandi andspænis honum i básnum. „Það ætti að láta mann fá námulampa þegar kömið er inn.” Hún hló. „Það er dimmt,” játaði hann. Þjónninn kom til þeirra. „Gætum við fengið svolitið meiri birtu áður en við blindumst gjörsam- lega?” spurði Cesare hann. „Auðvitað, senor.” Þjónninn teygði sig yfir borðiö og þrýsti á hnapp, sem hulinn var i veggn- um. Básinn lýstist samstundis daufu ljósi. „Þetta var betra,” sagði Cesare og brosti. „Hvað vilt þú drekka?” „Daiquiri, takk,” sagði hún. Þjónninn hvarf á brott. Cesare horfði á hana. „Hvernig finnst þér billinn?” Eitthvert blik sem liktist einna helst dapurleika, kom i augu hennar. „Þetta er dásamlegur bfll. Þvi miður. Ef ástæðurnar væru eins og venjulega og i svona bil væri leikur einn að vinna keppnina.” Þjónninn lagði drykkinn hennar á borðið fyrir framan hana og fór. Cesare lyfti glasi sinu. „Salud!” „Fyrir heppni!” Þau dreyptu á drykkjum sinum og lögðu glösin frá sér á borðið. „Þaö koma keppnir eftir þessa,” sagði Cesare. Framhald i næsta blaði NU ER SIÐASTA TÆKIBERIÐ.. AÐ HQMASTÓDÝHT TIL SÓLARLANDÁ Ðagflug með stærstu og glæsilegustu Boeing þotum Sérctakur fjölskylduafsláttur í íbúðum. Hagstætt verð á 1. flokks hdtelum með góðu fæði. k2,3 eða 4 vikna ferðý-, Uppseltj- margar ferðir og er YagfBAer ferð með Sunnu til sófarlanda, strax. Brottfarardagar: MALLORCA: VerS frá kr. 34.900.00. 21/9 - 28/9-5/10 - 19/10. COSTA BRAVA: VerS frá kr. 33.000.00. 21/9-28/9-5/10-19/10. COSTA DFL SOL: Ver8 frá kr. 36.600.00. 20/9-27/9-4/10 - 18/10. 38. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.