Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 22
Dapurlegum hluta I sögu Súez- skurðar er lokið. Fagurlega skreytt skipalest siglir „friðar- siglingu” eftir skurðinum. Eftir átta ára hlé er hann á ný alþjóð- leg siglingaleið. t ræðunum, sem haldnar voru við enduropnun skipaskurðarins, gleymdist þó öllum ræðumönnum að geta mannsins, sem var miðpunktur hátiðahaldanna við opnun skurðarins fyrir 106 árum, Ferdi- nands de Lesseps, sem skapaði Súezskurðinn. Minnismerkið um hann, sem reist var við mynni skurðarins i Port Said, var sprengt Moft upp þegar árið 1956. Egyptar rifja ó- gjarna upp nafn þessa hugsjóna- manns, þvi að það er i hugum þeirra órjúfanlega tengt biturri reynslu þeirra á 87 fyrstu árum skurðarins. En i öðrum heims- hlutum er de Lesseps minnst sem mikilmennis. Samtimamenn lýsa þessum franska diplómat, sem var af aðalsættum og fæddist i Versölum árið 1805, sem töfrandi manni, frábærum dansara og áhugasöm- um hestamanni. Það var þó framar öðru þolinmæði hans, sem aflaði honum frægðar. Lesseps var auk þess gæddur framúrskar- andi viljafestu. Hefði hann ekki haft þann eiginleika, hefði skipa- skurðurinn aldrei verið gerður. Þegar Lesseps fékk þá hug- mynd að tengja Rauða hafið Mið- jarðarhafinu og stytta með þvi siglingaleiðina milli hinnar kapitalisku Evrópu og Asiu um 6000 sjómilur, voru valdhafar þessa heims ekki ýkja hrifnir af henni. Árum saman varð Lesseps að vinna einn að þvi að hrinda hugmynd sinni i framkvæmd. Hann var tuttugu og sjö ára og varakonsúll i egypsku hafnar- borginni Alexandriu, þegar hann af tilviljun fann i skjalasafni konsúlatsins skýrslur um athug- anir á möguleikum þess að tengja Rauða hafið og Miðjarðarhafið með skipaskurði. Napoleon Bona- parte hafði látið gera þær. Lesseps varð stórhrifinn af skjal- inu. En það var ekki fyrr en árið 1849 — 17 árum siðar — að hann fór að vinna að hugmyndinni. Þá hafði hann hætt störfum i utan- rikisþjónustunni. Hann skrifaði skýrslu um skurðinn á landsetri sinu i S- Frakklandi og sendi hana Meh- med Ali, þáverandi visikóngi I Egyptalandi. Hann hugsaði sig ekki lengi um og kvaðst ekkert vilja hafa með þennan skurð að gera, þvi að hann var sannfærður um, að hann kæmi aðeins af stað illdeilum stórveldanna við strendur Egyptalands. Skynsam- ur maður. Hann lést árið 1849. Lesseps þóttist hafa himin höndum tekið, þegar Mohammed Said sonur Mehmeds Ali settist i hásætið árið 1854, þvi að þeim hafði orðið vel til vina, meðan Lesseps starfaöi i Egyptalandi. Þegar hann settist I hásætið, sendi Lesseps honum hamingju- óskaskeyti. Mohammed Said endurgalt honum með þvi að bjóða honum til Egyptalands. Lesseps var fagnað eins og aðal- bornum fursta, þegar hann kom FRAKK/ EGYPTl 5. júni siðastliðinn héldu egyptar endur- opnun Súezskurðar hátiðlega, en þann dag voru átta ár liðin frá þvi sex daga striðið braust út. Hér segir frá þvi, er skurðurinn var grafinn, og saga hans er stuttlega rakin... til Alexandriu þann 7. nóvember árið 1854. Viku siðar fékk hann Mohanmed Said i hendur teikn- ingar að Súezskurðinum. En enn voru ljón á veginum. Visikóng- urinn var hlekkur i valdakeðju tyrkjavéldis og laut yfirstjórn soldánsins i Konstantinópel. Mohammed Said sagði, að soldáninn yrði að lita á teikning- arnar. Um ieið voru fyrirhugaðar 17. nóvember 1869. Konungaskip vlgja skurðinn. A þessari samtimateikningu sést, að þá voru flest gufusk 22 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.