Vikan


Vikan - 04.08.1977, Page 19

Vikan - 04.08.1977, Page 19
Konan sneri sér að karlmann- inum. „Elskan.... þetta er almenni- legi maðurinn, sem ég sagði þér frá. Þetta . er eiginmaðurinn minn, hr....” „Foster,” sagði Alex, og laglegi maðurinn rétti honum hendina. „Ég er feginn, að við fundum yður. Við treystum á, að við fyndum yður hérna. Elsku fábján- inn hún konan mín týndi nafn- spjaldi yðar, svo við gátum ekkert gert til að endurgreiða yður. Það var konunni minni líkt að fá lánuð fimm pund hjá bláókunnugum manni.” ókunnuga unga konan tók til máls. „Það var allt manninum mínum að kenna. Ég átti að hitta hann hér í hádeginu, en svo fékk ég skilaboð á hárgreiðslustofuna um að hann kæmist ekki, svo mér datt í hug að borða bara ein. Svo þegar reikn- ingurinn kom, sá ég, að ég hafði enga peninga. Þið getið ímyndað ykkur, hvernig mér leið.” „Ég get imyndað mér, hvemig þú hefur litið út,” sagði eigin- maður hennar stríðnislega. „Ja..... hún fölnaði heldur mikið. Síðan varð hún einhvem- veginn bleik í framan. Svo stundi hún...” sagði Alex. „Og þú hélst, að ég væri orðin veik,” hún brosti hamingjusamlega og sneri sér að Beth. „Hann var svo góður, og ég sagði honum, hvað hafði gerst. Við fengum okkur kaffi saman, og hann lánaði mér fimm pund,” lauk hún setningunni. , ,Og hér em þau, ” sagði maðurinn hennar og rétti Alex seðilinn. Hann brosti við Alex. „Ég get ekki þakkað yður nógu vel fyrir að hjálpa konunni minni — það er í rauninni alls ekki ömggt að láta hana vera eina úti.” Konan hans brosti töfrandi brosi. Síðan kvaddi hún, maðurinn hennar kinkaði kolli, og svo vom þau farin og skildu eftir sig angan dýrrar ilmvatnstegundar. Beth var hálfmáttlaus í fótunum. „Þú sagðir mér ekki frá þessu.” „Nei, reyndar ekki....” Alex var aumkunarverður á svip. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, datt mér í hug eftir á, hvort ég hefði verið hafður að fífli. Þú veist... ef hún stundaði þetta kannski. Maður les um einlæga hrekkjalóma, og ef það em kvenmenn, þá em þær alltaf stórkostlegar í útliti....” Beth stirðnaði og fann, að hún fékk gæsahúð. „Og... jæja....” hélt Alex áfram. „ég hélt þú mundir striða mér — hlæja að mér fyrir að hjálpa bláókunnugri manneskju.” Beth leit alvarleg á hann. „Hvers vegna gerðirðu það? Að hjálpa henni á ég við.” Alex tók matseðilinn upp. „Ég hefði getað komist hjá því, býst ég við. En sannleikurinn er sá.... jæja, þegar hún leit á mig með þessum stóm, bláu augum... var hún svo mgluð og allt það... og, æ, hún minnti mig svo mikið á þig.” Augu Beth stækkuðu af undmn. Gæsahúðin hvarf, og í staðinn fór um hana heitur straumur, sem vermdi hana frá toppi til táar. „En Alex...,” sagði hún lágt, „hún er falleg.” Alex brosti og lagði hönd sma blíðlega á hendur henpar. .J í" sagði hann, ,,ég veit það.”t,. m * * 31.TBL. VIKAN19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.