Vikan


Vikan - 04.08.1977, Qupperneq 46

Vikan - 04.08.1977, Qupperneq 46
— En sniðugt, að svalirnar okkar skuli vera svona nálægt, annars hefðum við líklega aldrei kynnst! vl!ihv € Xj-M M ,v ^ :?r«4LLL_____) O Blll's Nú, sagðirðu ekki í gær, að hann yrði aö vera ( ól? og hún hafði vanist. Nei, hann var fljótari að seðja hungrið svona, hann var alltaf gráðugur. Hann var það á öllum sviðum. Kynlíf? Já, auðvitað. En hvað var kynlíf? Var hún einhverskonar ofurmannleg vera, sem leitaði eftir elskhuga til að liggja með allan sólarhringinn, sem vildi elska hvar sem var, sem vildi draga á tálar? Hún roðnaði við tilhugsunina. Var kynlíf nokkuð fallegt og flekklaust, nokkuð hreint, var nokkuð slíkt til? Gat samruni tveggja mannvera átt sér stað? Hann var ekki þannig. Hann elskaði hana á dýrslegan hátt, var eins og dýr, þegar hann beit hana og kleip, brosti og hló, sveittur og ákafur. Hjá honum var enginn munurá blíðu og hörku. Hann var kröfuharður, og hann lokkaði hana á sitt band, hún lét alltaf undan, vildi það líka sjálf. Hún var afar háð honum. Var hún svona háð af ást, eða hvað hugsaði hún? Hvaða tilfinn- ingar voru það, sem hún gat varla haldið út og gerðu hana svona örvæntingarfulla? Hvernig stóð á því, að hún brotnaði saman í dag? Hvernig stóð á því, að hún sat tímunum saman við að skrifa bréf, en gat svo ekki lokið því? Þar stóðu orð eins og ,,vissa" og ,,óróleiki" eða „hamingja," orð, sem gáfu í skyn andlegan kærleika, sem ekki var raunveru- legur. Þau skildu ekki hvort annað. Hann var frá fjarlægu fjallalandi, þar sem fjöldkylda hans lifði á sauðfjárrækt. Hún vissi ekki, hvort hann var læs, en eitt vissi hún fyrir víst, og það var, að orð eins og óróleiki var honum framandi. I forstofunni var spegill. Hún settist framan við spegilinn og horfði í augu sér, og það var eins og hún byggist við að geta lesið úr þeim svar. ,,Það eru svo margar spurning- ar, sem ég vildi fá svarað, þó veit ég ekki, hvort ég vil vita nokkuð með vissu." „Stundum er óvissan betri en sannleikurinn." Svona hafði hún skrifað í dag. Hafði henni virkilega dottið í hug að láta hann hafa þetta bréf? Og hvenær, ef svo hefði verið? Þegar hún væri að borða á veitingahúsinu og hann brosandi að þjóna henni til borðs? Eða hér heima hjá henni, meöan hann lægi í rúminu hennar, með glampandi augu og svitastorkinn Kkama? Eða um morguninn, meðan hann hámaði í sig sínar stóru brauðsneiðar brosandi út að eyrum, og hún þétt upp við hann, brennandi af þrá, sem gerði hana óstyrka. Og við hverju vildi hún fá svar? Jú, það var við þessu: Getur einmanaleiki rekið mann- eskju út í hvað sem er? Getur einmanaleiki lítillækkað mann- eskju svo, að hana dreymir um hvern sem er, hvaða hendur sem er — hendur, sem vilja vera góðar, strjúka henni varlega, gæla við hana — líkama, sem sameinast hennar um stutta stund? Getur einmanaleikinn orsakað þetta? Þetta var eitt, hitt var skömmin: Var hann slæmur og lítilfjörlegri en aðrir vegna þess hve ólíkur hann var öllum, sem hún þekkti, af því að hann var algjörlega áhugalaus og óvitandi um þjóð- félag hennar, svo óháður, glaður og frjáls, ákafur, svo einfaldur og leit tilveruna björtum augum, alveg laus við lífsgæðakapp- hlaupið og áhyggjur af morgun- deginum. Þorði hún ekki að lifa því lífi, sem hún óskaði? Var hún hrædd við álit annarra? Hún vildi aldrei láta nágrannana sjá sig með honum. Á morgnana, þegar hann fór, fylgdist hún með því, hvort einhver heyrðist ganga um. Hún fór ekki út um leið og hann, hafði alltaf einhverja afsök- un á reiðum höndum. Hann hóf vinnu líka heldur fyrr en hún. Stundum fór hann frá henni um miðja nótt til að bera út blöð — hann bar út blöð í félagi við annan, til að fá sér aukapeninga. Hún elskaði hann ekki. Eða gerði hún það? Svo fór hún aftur að gráta. Hún sá andit sitt í móðu í speglinum. Líkaminn féll saman, og verkirnir í maganum minntu hana á, að hún hafði ekkert nærst í dag. „Það er svo langt að bíða," hafði hún skrifað í bréfið, sem hún reif í tætlur, hún vissi eiginlega ekki, hvað hún átti við með þessum orðum. Eftir hverju beið hún? Að hún gæti litið á hann eins og jafningja? Að hún sliti ástarsam- bandi þeirra? Hún vissi ekki, hvað hún vildi. Eru ytri aðstæður svona mikils virði, spurði hún sjálfa sig, hvernig fólk talar, um hvað það talar, hvernig það býr, hvenig menn klæða sig, fortíðin- fjölskyldan, umhverfið, sem menn koma úr. Er það nauðsynlegt, að hjartagóð og væn manneskju, sem bara er lífs- glöð og elskar ástina, sé viður- kennd af hópnum? Hvað varðaði hana um aðra? Rödd innra með henni hvíslaði: Þú ert lítilfjörleg. Þú ert að verða of gömul, þú ert einmana, og enginn kærir sig um þig, þér er ofaukiö. Þú með þína menningu, bókmenntir, leikhúsog áhugamál. Þú með þína stjórnmálaskoðun og öruggu lífsafkomu, þú ert á leið 46VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.